Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1934, Side 10

Bjarmi - 01.02.1934, Side 10
28 B J ARMI um frá því fyrst að farið var að boða hann og er honum jafn ófráskiljanleg og' aðrar kenningar hans. Frá fyrstu var einmitt áherslan lögð á, þann fagnaðarboðskap, að fyrir rjettlætisverk Krists hafi rjettlæting feng'ist til banda hinum fyrirdxmdu (Róm. 5, 8.) sem vildu trúa (Róm1. 5, 1.) og- að í stað launa syndarinnar, sem er dauði, fáist líf fyrir samfjelagið við Krist Jes- úm. (Róm. 6, 23.). Ennfremur má benda á nokkra staði sem sýna að þessi kenning hafi verið talsvert þung á metaskálunum í hinni fyrstu kristni (t. d. 1. Kor. 1, 18; 6, 9; Gal. 6, 8; Fil. 1, 28; 3, 18—19 a; Kol. 1, 21—22; 2. Pess. 1, 9; 2, 10.). Þessir staðir sýna að þessi kenning hefur verið kennd í hinni fyrstu kristni. Þessar tilvitnanir allar tek jeg úr brjef- um, sem viðurkennd eru að vera eftir Pál postula. Jeg gjöri það með vilja. Það eru til ýmsir menn sem með mikl- um fögnuði grípa frásögn Páls postula í 2. Kor. 12, 2—4 til sönnunar og saman- burðar við sálarfræði og' sálarannsóknir. Þessi frásögn er um þann atburð, er hann var hrifinn í hinn andlega heim. Jeg efast ekki um g'ildi og sannleika þess- arar frásagnar. Ilún sýnir mjer hversu Páll lifði algjörlega í trúnni og hversu hann var leiddnr af andanum, er opinberaði hon- um leynda hluti. Maður getur víðar í brjef- um Páls fundið þetta sama, hversu hann ei' algjörlega helgaður maður. En andinn sem hreif Pál til hins æðri heims opinberaði honum fleira en dýrð Paradísar. Við skulum t. d. sjá Róm. 9, 1 3.: Jeg tala sannleika í Kristi, jeg lýg ekki, samviska mín vitnar það með mjer, upplýst af heilögum anda, að jeg hefi hrygð mikla og sífelda kvöl í hjarta míuu, því þess mundi jeg óska, að rnjer væri sjálfum útskúfað frá Kristi til heilla fyrir bræður mína; ættmenn mína að holdinu.« Við sjáum alvöruna í þessu. Samviska hans vitnar, upplýst af heilögum anda, ao hann hefur hrygð í hjarta. Það er þungi hrygðarinnar, er hann fær að sjá og skynja (að svo miklu leyti sem hægt er), hina hræðilegu alvöru þessara orða. Hann staðfestir alvöruna með skírskotunum til andans, sem er opinberari leyndra hluta. Það er ekki kastað fram af ónógri umhugs- un, nei; það er vottað af þeim anda, sem rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs (1. Kor. 2, 10.). Aðeins á einum stað hjá Páli standa orð- in, að engin fyrirdæming sje til, en sið- ari bluti greinarinnar útilokar alveg að Páll haldi því fram. Staðurinn, sem jeg á við, er Róm. 8, 1. Þar stendur: »Svo er þá engin fyrirdæming til - fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.« Það geta allir skilið, hvað átt er við með versinu öllu, en sje síðari hlutinn tekinn burt, kemur augsýnilega í ljós hugsun, sem er fjarskyld því, sem fyrir postulan- um vakir. Það, sem jeg vildi gert hafa með því, sem að framan er ritað, er að sýna fram á það, að útskúfunarkenningunni hafi ver- ið haldið fram í frumkristninni; en hvað er kristindómur, ef ekki það, sem hinir fyrstu boðuðu? öðru máli er að gegna með álit nútíma- mannsins. Hann hefir sínar eigin skoðanir á þessum málum, og hann getur afneitaö hinum ýmsu kenningum kristindómsins, en hann hefir engan rjett til að krefjast þess, að hinar fyrstu kenningar kristin- dómsins sjeu teknar burtu og hans eigin skoðanir settar í staðinn. Kristindómur- inn hefur sínar kenningar fastskorðaðar, og það er ekki annað fyrir menn að g'era, en að velja eða hafna, en ekki að breyta; því sú kenning, sem kölluð er kristni, er kenning' út af fyrir sig, eins og t. d. kenn- ingar hinna ýmsu spekinga, og það hefur enginn frekar leyfi til að breyta honum en t. d. einhverri kenning einhvers spek- ings, og segja svo, að kenningin, þannig breytt, sje hin rjetta kenning. Sætti menn

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.