Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 5

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 5
laust hvern minnsta blett og tötra: „Og urðu þeir mjög hræddir.“ Þeir urðu hræddir — en flýðu samt ekki af hólmi. Þeir reyndu ekki að komast hjá birtu Drottins með því að hörfa undan ljósinu. Þeir stóðu kyrr- ir í ljósinu að ofan. Engillinn hughreysti þá og boðaði þeim fögnuðinn mikla, svo að hann seig djúpt niður í huga þeirra. Hugsum oss, að er ljósið frá himni ljómaði um hirðana á Betlehemsvöllum, hefðu þeir hlaupið út í náttmyrkrið og falið sig þar — hefðu þeir þá heyrt boðskap engilsins og eign- azt hlutdeild í þeim fögnuði, sem þeim var ætlaður? Auðvitað ekki. Það sem hirðarnir gerðu ekki, gera einmitt þúsundir nútíma- manna: Þeir flýja ljósið að ofan. # Jólaráðlegging mín er þvi þessi: Flýðu ekki bh'tuna, sem kemur að ofan. Vertu fús til þess að sjá sjálfan þig í ljósi Guðs orðs og ásjónu hans. Oss hættir til að lenda i and- legu rökkri. Myrkur vægðar- lausrar heiðni er ekki versti óvinurinn. Vér getum ekki al- gerlega skotið oss undan ljós- inu frá Jesú. sem hefur skinið yfir þjóð vora í meira en þús- und ár. Vér viljum samt oft ekki einskæra birtuna. Vér höf- um ósjálfrátt óbeit á henni. Hún skelfir oss. Margir fara aldrei lengi’a en að vex'a hálfi'ökkurs- ki'istnir. Fögnuðurinn mikli þrífst ekki í rökkrinu. Ef þér því finnst fögnuðurinn vera innihaldslaust orð eða frið- ur Guðs hvarflar frá þér, eða beiskja ætlar að ná valdi yfir þér, segðu þá vægðai'laust við sjálfan þig: Ég er í birtu Di’ott- ins. Það er það, sem að ei’. Gakk svo inn í algeran trúnað við Di’ottin. Foi'ðast ekki ljós- ið fi'á heilögu orði hans, jafn- vel þótt hjartað verði „mjög hrætt“. Vertu svo lengi frammi fyrir augliti Drottins, að hann fái að opinbera þér þær syndir þínar, sem þú getur ekki sjálf- ur séð. Leitaðu birtu Drottins yfir vegu þína, svo að þú farir að greina þráð Guðs í hinni miklu flækju lífsins. „Dýrð Drottins ljómaði í kringum þá.“ Guð gefi, að vér skjótum oss ekki undan þeim ótta, þeirri þjáningu og auð- mýkingu, sem fylgir því að ganga inn í dýrð Guðs. Viljir þú gjöra þessa hógværu jóla- ráðleggingu mína að einlægri jólabæn, muntu fá að reyna það, að fögnuður jólanna tekur að vaxa í huga þínum. Hann kem- ur ekki alltaf með mætti og mikilli dýrð, en hann kemur með frið, öryggi, þakklæti og lofgjörðarþrá. Og síðar mun hann bera ávexti hjálpræðisins á landi eilífðarinnar. C. Skovgaard-Petersen. Mynd þessi er tckin ú sainkoinu í ÆskulýSsviku KFUM og KI'UK í nóv. s. 1. Sjú grein ú bls. 14. B J A R M I 5

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.