Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 7
ella ætti hann á hættu að missa stöðuna. Var kristniboðunum lengi meinað að vinna að boð- un trúarinnar utan stöðvar- innar. Árið 1955 er Ingunn Gísla- dóttir vígð og fer til Konsó. Komst hún á leiðarenda í ágúst sama ár, og hafði ferðin verið einkar erfið frá Addis Abeba. Kristniboðinn hefur reist eitt hús á lóð þeirri, sem starfið hefur fengið til umráða, og býr hann fyrst um sinn í því húsi, en síðar verður það sjúkraskýli. Þá er stórt skólahús í smíðum. Auk komu Ingunnar er það helzti viðburður ársins, að sr. Felix framkvæmir fyrstu vígsl- una, er hann gifti kennarann á stöðinni og unnustu hans, kristna stúlku. Seiðmaðurinn frá Dokottó. Starfsmenn munu hafa verið tveir þetta ár, kennarinn og prédikari, sem starfar þó hálf- an daginn með hjúkrunarkon- unni. Árið eftir eru þeir orðnir fjórir. Þeir vinna við skólann, sjúkraskýlið og að prédikunar- störfum. Einn gleðilegasti við- burður þessa árs og sá, sem oss hér heima verður einna eftir- minnilegastur, er koma seið- mannsins Barrisja Germó á kristniboðsstöðina, er hann bað kristniboðann að hreinsa seið- kofa sinn og hann tók að fylgja Kristi. Barrisja var einn vold- ugasti seiðmaðurinn í þorpinu Dokottó, og vakti það mikla at- hygli og nokkurn ugg meðal fólksins, er hann sneri baki við sið feðranna, opinberlega, fyrst- ur manna í Konsó, og hóf að tilbiðja Krist. Barrisja hafði verið seiðmaður í átta ár og hafði fórnað illu öndunum um þrjátíu dýrum á þeim tíma. Hjónin Margrét Hróbjarts- dóttir og Benedikt Jasonarson eru vígð kristniboðavígslu á al- menna mótinu í Vatnaskógi ár- ið 1957, og fara þau utan sama ár, koma til Konsó í ágúst og hefjast þegar handa við köll- unarstarf sitt. Sr. Felix Ólafs- son og kona hans komu heim snemma árs 1958. Á samkomu, sem haldin er í Reykjavík til að fagna þeim, skýrir hann m. a. frá þvi, að sunnudaginn síðasta, sem hann dvaldi í Konsó, hafi hann skírt fyrsta Konsómanninn til kristinnar trúar. Þessi dagur var 5. janúar 1958. Þá skirði hann Korra Hadaya, ungan pilt frá þorpinu Bedengeltú, sem er örskammt fi'á kristniboðsstöðinni. Við sama tækifæri fermdi hann Adane, sem einnig var ungur að árum. Adane er ekki Konsó- maður að uppruna, en kom til Konsó í heimsókn til bróður sins á sínum tíma og ílentist þar. Hann var áður skirður í koptisku kirkjunni, en hallaði sér mjög að kristniboðunum og kaus sjálfur að fylgja evangel- iskum mönnum. Það hefur ver- ið sr. Felix mikil gleði að fá að framkvæma þessa athöfn, áður en hann fór heim til íslands, enda höfðu þau hjónin haft löng og náin kynni af þessum piltum. Korra kallar sig nú Jóhannes. Þeir hafa nýlega lokið námi í norska kennaraskólanum i Irg- alem og hófu kennslu í Konsó nú í haust, en þeir höfðu einn- ig kennt áður í Konsó. Báðir hafa þeir reynzt góðir náms- menn, einkum þó Adane. Hann hefur skarað fram úr jafnöldr- um sínum. Stofnaður söfnuður. Þá ber það við þetta sama ár, að stofnaður er formlega krist- inn söfnuður í Konsó. Starfið var sífellt að aukast, og þótt stofnendur safnaðarins hafi verið fáir, hefur það án efa ver- ið starfinu til góðs, að svo fljótt var hafizt handa um formlega safnaðarmyndun. Seint á ár- inu eða 5. desember 1958, skrifar Benedikt Jasonarson frá Konsó. Er auðséð, að hann fagnar yfir því að geta sagt góðar fréttir. Hann segir m. a. í bréfinu: ,,Ég get ekki stillt mig um að setjast við skriftir. Það hef- ur svo margt markvert skeð, síðan ég skrifaði síðast. Ég tel það fyrst, sem markverðast er. Átjánda dag hildarmánaðar 1951 (skv. eþíópsku timatali) eða 21. nóvember 1958, vorum við saman komin sex hér inni í stofunni hjá okkur. Það var fimmtudagskvöld, en það kvöld hef ég biblíulestur með starfs- mönnunum, Þetta kvöld var að því leyti sérstætt, að það var ekki aðeins biblíulestur, heldur jafnframt stofnfundur skipulegs safnciðar í Konsó, og stofnfund- inn sátu þrjú af hvorum litar- hætti, hvítum og svörtum, Asfá, kennari, Dinbaro, aðstoðarmað- ur Ingunnar, og Birrú, nýi pré- dikarinn, og svo við þrjú, hverra nöfn ég þarf ekki að nefna. Er við höfðum hugleitt Guðs orð saman, beðið og sung- ið eins og venja er á fimmtu- dagsstundum, töluðum við um það skref, sem við værum að stíga, hvað fælist í því og hvers vegna væri bezt að stíga það nú, þótt við værum fá. Engu okkar duldist nauðsyn þess. Við IIJAKM) 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.