Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1968, Page 10

Bjarmi - 01.11.1968, Page 10
I ...... ÞAÐ SEM GAMLA KLUKKAN KUNNI FRÁ AÐ SEGJA >f Eítir H. A. Tandberg ofursta Góða, gamla klukka! Æ, hvað þú vekur margar minningar — minningar, sem við eigum nú bara tvö saman. 1 meira en hálfa öld hefur þú nú gengið þinn gang, trúföst og söm við þig. Og þú gengur enn þá. Slátturinn er svolitið ójafn, eins og hjarta mitt, stundum þungur og erfiður, stundum leikandi léttur, rétt eins og þú værir komin upp á fjallstind eftir erfiða göngu og kastaðir mæðinni, eða eins og þú dveldir við minningar, sem ollu því, að þú titraðir af harmi eða hopp- aðir af gleði. Þú hefur enda reynt sitt af hverju. Veröldin fyrir utan hrjáði þig ekki, það er nú svo. Þú gekkst þinn gang og lézt ekki truflast af miklum heims- viðburðum, þegar flugvélar drundu og sprengjur féllu eins og regn. Það hafði engin áhrif á þig. Þinn heimur var lítið, fátækt heimili, þar sem þú varst brúð- argjöf hana ungum elskendum, sem ætluðu að stofna þar heim- ili. Sá heimur var þitt ríki. Enda stjórnaðir þú eins og svo- lítill einvaldur. Ákvaðst, hve- nær menn skyldu rísa úr rekkju og ganga til náða, og eins hve- nær menn skyldu koma og fara. Æ, gamla og góða klukka! Hljómandi slög þín boðuðu komu jólakvöldsins í meira en 50 ár. Þú hefur verið vitni að komu lítilla mannssálna í þenn- an heim, verið vitni að miklum og litlum áhyggjum þeirra, blandað geði við þær með góð- látlegu tikk-takki þinu langar vökunætur og séð augu þeirra bresta í dauðanum. ,,Já, það væri víst sitt hvað, sem þú kynnir frá að segja,“ andvarpaði ég á hljóðri nætur- stund, þegar ég hlustaði á in- dæiu höggin þín. Og hvernig sem á þvi stóð, þá varð skyndi- lega eins og tikk-takk og öll einkennilegu aukahljóð klukk- unnar yrðu að skiljanlegum orðum, sem tóku að bregða upp, á þessari hljóðu nætur- stund, hverri myndinni af ann- arri frá löngu liðnum dögum, eins og óstöðvandi straumur: ,,Já, ég get víst sagt frá, en það verða að mestu gamlar, fölar myndir úr heimi bernsku þinnar. Ég veit, að nú ert þú kominn á þann aldur, þegar þú dvelur gjarna í þeim heimi, hinni glötuðu paradís bernsku þinnar. Tikk-takk!“ Ég sé hana enn þá fyrir mér, ungu móðurina, þegar hún lá á hnjánum við vöggu frum- burðar síns og helgaði hann Guði. Og ég minnist hennar síðar, kvöldstundina, er hún sat við gluggann með barnið í skauti sér, syngjandi Síons- söngva. Sérstaklega er mér í minni kyrrlátt vetrarkvöld í ljósaskiptunum. Tunglið skein, stórt og skýrt, og stjörnurnar tindruðu svo bjart á bláum himinboganum. Móðirin unga fór að syngja: f landi himinsins þarna fyrir handan er kærleikshátíð, sem varir um eilífð, þar sem Jesús er konungur og prestur okkar og allra hinna heilögu Guðs. Ó, hugsa sér, hvílíkt landið er þarna fyrir handan. „Segðu okkur, mamma, segðu okkur frá himnurn," sagði litla barnið. Og svo sagði hún frá þessu dásamlega landi, og það var eins og augu barnsins ljóm- uðu í kapp við stjörnurnar úti í vetrarkvöldinu. Tikk-takk. Ég minnist einnig þeirra tíma, þegar svartar bárur sorg- arinnar skullu á þessu litla heimili. Enn finnst mér ég sjá þjakaða móðurina á sjúkrabeð sinum, þegar hún kallar á litla drenginn og biður hann að syngja sönginn, sem hafði orð- ið henni til huggunar svo oft. Og barnið sezt á lítið skammel við rúmið og syngur huggunar- söng móður sinnar með mjórri röddu: Vinaraugu líta þig frá háum himni. Sérðu brosmilt augað, vertu hljóður, hvers óskar þú framar? — Ef þú grætur, tel- ur hann tárin. Kvartir þú, er hann nálægur þér. Hann læknar allt, sem hefur þig sært, vertu hljóður, hvers óskar þú framar? Tárin streymdu óhindrað nið- ur fölar kinnarnar, en samt brosti hún hreinu, fallegu brosi og þrýsti að brjósti sér litla sveininum, sem sjálfur var með augun full af tárum. En ég var ekki aðeins vottur að sorgum heimilisins. Ég geymi svo margar fagrar minningar um sólbjarta daga, þótt oft væri þröngt í búi á árunum, sem lið- in eru. Tikk-takk. # Di’engurinn óx úr grasi, en hjarta hans var ekki eins hreint og áður. Og Síonssöngvar, sem mamma söng, voru ekki fram- ar gleði hjarta hans. Aðrir tón- ar höfðu fundið hljómgrunn i hjarta hans. Æsandi tónlist heimsins togaði í hann. Fleiri höfðu áhrif á hann en móðir hans, og hlið bernskuparadísar- innar lokuðust að baki hans. Mamma var með á nótunum, og hjarta hennar var eins og opin und. Hún talaði raunar ekki mikið við drenginn um Guð, en þeim mun meira talaði hún við Guð um drenginn, eins og einungis móðir getur gert i kvöl sálar sinnar og ótta vegna barnsins síns. Hún átti bæna- altari í horninu, þú manst víst eftir því: Það var hennar allra- helgasta. Þangað fór hún með öll áhyggjuefni sín. Hún sakfelldi ekki son sinn. IO nJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.