Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 17

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 17
inn, þar sem Gísli hafði beðið mig að tala á sunnudags samkom- unni. Á mánudag vann ég í sjúkraskýlinu, sem ég og gerði dag- inn sem ég kom, laugardag. Við hófumst. þá handa óðar en ég kom og höfðum lokið skurðaðgeröum um hádegi. Bæði Kjellrún og Áslaug aðstoðuðu okkur. Áslaug er nálega alltaf með mér á skurðstofunni, og þarf ég þá engar áhyggjur að hafa af undir- búningi fyrir aðgerðir. Margrét hefur einnig boðizt til að aðstoða á sjúkrahúsinu. Nú er verið að koma á mæði'a- og ungbarna- skoðun, sem hún mun sjá um. Síðasta bréf frá Jóhannesi er dagsett 3. nóv. — sunnudag: Hér var í dag svokölluð mánaðarsamkoma og í kvöld kvöld- máltíðarsamkoma fyrir safnaðarfólk hér og í söfnuðunum í ná- grenninu. Kirkjan var þétt setin, og margir sátu fyrir utan kirkj- una, sennilega um 500 manns. Benedikt lagði út af fyrstu vers- unum í fjallraiðunni. Var það langt mál en vel undirbúið og náði sínu marki. — Við Áslaug hétum því í dag að reyna framvegis að fara út í þorpin um helgar, þegar ég á ekki að tala hér. Það er óþarfi, að fjórir til fimm prédikarar séu hér í kirkjunni og hlusti hver á annan til skiptis, þegar vöntun er svo brýn á mönn- um, sem eru það vel að sér í Guðs orði, að þeir geta flutt það. 1 bréfi, sem skrifað var nokkru fyrr, segir: — Ég fékk kvaðn- ingu frá heilbrigðismálaráðuneytinu og var óskað að ég kæmi til viðtals. Erindið var að spyrja mig, hvort ég mundi fáanlegur til að taka aftur við fylkislæknisstöðunni í Sídamó. Ég vísaði spurningunni fi'á mér, sagðist vera ráðinn og að Kristniboðssam- bandið staðsetti mig. Hann vildi samt vita, hvort ekki væri tek- ið tillit til persónulegra óska. Ef ég vildi taka stöðuna, þá vildi hann tala við Kristniboðssambandið. Ég lét í ljós, að við vildum ógjarna flytja frá Gidole, yfirgefa sjúkrahúsið. Einlægar kveðjur til kristniboðsvina frá Áslaugu og Jóhannesi. Fi’amh. af bls. 15: anum, auk þess sem hann vann að ýmsu hér innanhúss. Ég byrj- aði líka fljótlega að hjálpa til á sjúkrahúsinu og taka þátt í kvennastarfinu. Við höfum saumafundi fyrir konur tvisvar i viku. Auk þess fer ég einu sinni í viku út í eitt af þorpunum með bibiíukonunni. Kennum við þeim þá handavinnu og kristinfræði. Þessar ferðir finnst mér alveg sérstaklega ánægjulegar, því þarna kynnist maður fólkinu við þeirra eigin aðstæður og fær einhvern veginn betra samband við það. Biblíuskóiinn byrjaði nokkru eftir að við komum, og er alveg furðulegt, hvað Benedikt komst fljótt inn í málið aftur og yfirleitt inn i allt starfið. Hann tekur líka þátt í safnaðarstarfinu, sem er mjög umfangsmikið og vandasamt. Safnaðarmeðlimir hér í Gidole eru nær 7 þúsundum, kirkjur víðs vegar um héraðið eru 74, með yfir 100 öldungum og enn fleiri díakónum. Fjöldamargir staðir biðja um kennara og prédikara, en við höfum ekki nærri nógu marga til að senda. Vandamálið hefur verið og er enn: „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir, biðjið því heira uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar.“ Gleðileg jól í Jesú nafni, og blessunarríkt nýtt ár. EJVIV FllA koxsó Konsó, 7. nóv. 1968. Kæru kristniboðsvinir. Það var á sólfögrum degi, ein- um þessara heitu daga, sem við í Konsó höfum ógrynnin af á ári hverju, svo að þið í frosti og kulda heima mættuð vel öf- unda okkur af. Upp veginn kom stór hópur fólks, og fremstir fóru tveir stæltir karlmenn, ber- andi mann á sjúkrabörum. Ég taldi yfir 60, og er það stærsti hópur, sem ég hef séð koma í fylgd með sjúkum. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja eftir ferðum þeirra. Þeir voru komn- ir langt að úr fjarlægu seli, og vinurinn þeirra sjúki hafði dott- ið ofan úr háu tré og hrygg- brotnað. Meðan Elsa rannsak- aði sjúklinginn, stóð fólkið kveinandi og æpandi fyrir utan. Meiðslin reyndust mjög alvar- leg og litil von um bata. „Hann verður að liggja lengi, og senni- lega getum við ekki læknað hann“, sagði Elsa, „en við get- um að minnsta kosti linað þján- ingar hans.“ Þögn sló á hópinn, — þeir skildu, hvað fyrir lá, enda ekki i fyrsta sinn, sem slíkt slys dregur til dauða. Nú hófust háværar samræður, sem lauk með því, að þeir lyftu lemstruðum líkama mannsins aftur upp á sjúkrabörurnar og skunduðu sem skjótast sina leið. Fortölur og bænir megnuðu ekki að hefta för þeirra, og Elsa leit til mín döpur í bragði. Hún vissi sem ég, að nú myndi leið- in liggja til töframannsins i Vol- anta. Það er einn hinna stóru, sem enn eru við lýði og láta margt illt af sér leiða. Mér var ríkt í huga sams konar atvik, sem gerðist ekki alls fyrir löngu. Maður, sem lamazt hafði við Framh. á bls. 19. BJABNI 17

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.