Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 18

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 18
Konsó, 27. nóv. 1968. Kæru kristniboðsvinir. „Sú þjóð, sem í myrkri geng- ur, sér mikið ljós; og yfir þá, sem búa í iandi náttmyrkranna, skín ljós.“ Jes. 9,2. Hugsunin um jól vekur gleði í hug og hjarta. Jólaljósin tendr- ast og myrkrið er lokað úti í ríkara mæii en nokkuru sinni ella. Fagnaðarsöngur englanna hrífur okkur og við getum tek- ið undir: „Dýrð sé Guði í upp- hæðum.“ Hvílík gleðitíðindi, að hinn heilagi og almáttugi Guð skyldi senda soninn sinn Jesúm Krist til að vera frelsari mann- anna, — svo að sú þjóð, sem í myrkri situr, sjái ljósið. Sann- arlega finnum við oft fyrir því, að við búum í landi náttmyrkr- anna, þar sem heiðnin fer með Séia Friðrik Friðriksson Ljósið lýða Jesú, lýöa Ijósið skært, líf þú aleinn getur fœrt, án þín allt er dauöi. Þú ert guödómsgeislinn skœr, glœöir þrótt og mettaö fœr heim meö himnábrauöi. Einn þú hefur helgaö jöi'Ö, haggast ei fnn fórnargjörð fýrir fallna lýöi. Guðdómsfylling fólgin er, friðþœging og líf í þér, hetja, sterk í stríði. mikil völd, — en einnig þar hefur hið sanna ljós tekið að skina, og margir meðal þess- arar þjóðár sjá það og fagna. Fyrir það getum við öll í sam- einingu lofað Guð og þakkað, þið sem sendið og við, sem er- um sendiboðar fyrir ykkur á þessum stað. „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingja- dómurinn hvíla; nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi.“ Nafn frelsarans nýfædda inni- felur huggun og traust, gleði og frið. Sannarlega er okkur þörf slíks leiðtoga i lífi okkar, og vinum okkar hér i Konsó engu síður. Gefi Guð okkur náð til að hlíta ráðum þeim, sem Jes- ús gefur, þá er friðurinn okkar, mitt í þessum órólega og frið- Heilög mey og móöir hrein, mannkyns blóm á Davíðsgrein, sælust sælla kvenna, vegna þin hún vegsemd fœr, vegsemd þá, er skugga slœr á vegsemd mikilmenna. Fátæk var þín fyrsta hjörö, fáir menn á dimmri jörö, Ijós þó uröu lýða; frá þér birtu fengu og prótt, frœgri en gjörvöll jarðardrótt, slán um veröld víða. Án þín frelsast enginn má, allt er váld og dýrö þér hjá, Jesú, sölin sólna. Þinum ávállt ertu nær alla daga, þar til skœr stjörnukerfin kólna. vana heimi, þar sem alls kyns myrkravöld blinda og afvega- leiða, jafnvel þá, sem áður höfðu opnað hjarta sitt fyrir ljósinu frá hæðum. Baráttan er hörð milli Ijóss og myrkurs og margir hljóta fleiður og sár, — en þeim, sem flýr í faðm Jesú, er búinn nýr þróttur og styrk- ur til stríðsins, — með honum stendur hetjan, sem sigurinn veitir. Guð gefi ykkur öllum gleði- leg jól og nýtt náðarár. Hjart- ans þakkir fyrir liðnu árin i bæn og fórn. Mætti einnig nýja árið gefa okkur djörfung og þor til átaka og vinninga fyrir mál- efni hins hæsta meðal heiðingj- anna, svo að náttmyrkrið hljóti undan að síga og ljósið fái lýst upp hjörtu hinna hræddu og hinna hrjáðu. Við biðjum líka, að þeir, sem orðnir eru ljóssins synir, mættu stöðugir standa. Ykkar einlæg, Katrín og Gísli, GuÖlaugur, Válgeröur Arndís, Bjami, Karl Jónas og Kristbjörrg. Arsþing- Framh. af bls. 13: fram í dagsljósið kom fyrri kona. Hún hafði áður alið manninum sveinbarn, og nú var hún aftur orðin númer eitt. Hvað getum við gert fyrir LJr- möllu? Aðeins beðið hirin heil- aga og réttláta Guð að þyrma henni enn einu sinni óg gefa henni tækifæri til iðrunar og afturhvarfs. Viljið við verá rneð okkur í því? Fyrir nokkrum dögum kom Getatsjú hingað að tala við Gísla. Ég nafngreindi þann piít í jólabréfi heim. Nú vildi hann gjarnan fá fermingu og ganga í söfnuðinn. (Hann er amhara- drengur og hefur því áður hlot- ið skirn í koptisku kirkjunni). Pilturinn hefur lagt fyrir fé og fer í 7. bekk til Gidole í haust, — en eins og þið vafalaust mun- ið, var reist svokallað Konsóhús 18 BJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.