Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1968, Page 20

Bjarmi - 01.11.1968, Page 20
Fra heimsborg til ^ara veraldar Framhaldssaga um Georg Williams, stofnanda K.F.U.M., eftir Sverre Magelssen 1 síðaslu tbl. var þar komiS frá- sögninni aS lýst var lífi og hátt- tini sumstarfsmanna í fyrirtæki |>ví, scni Ceorg ItnfS'i ráSiS sig lijá. I*á var og sagt frá því, er fyrsti vísir kristilcgs félags- starfs og samfclags hófsl þar nieS kynnum Georgs og trúaSs pilts, seni vann þar. þvottakonu“, og auk þess voru þeir ekki vanir að vera inni á þeim tíma, sem Georg ræddi um. — Gott og vel — þið skuluð fá herbergið, en ekki mínútu fram yfir það, sem samið er um! Síðan hófu vinirnir tveir bænabaráttu sína fyr- ir félögum sínum. Georg var önnum kafinn. Hann var tíður kirkjugestur. Það leið ekki á löngu, þar til hann átti sinn fasta sess á þeim mörgu stöðum, sem hann sótti. Og hann sat ekki og svaf. Hann fylgdist með af lifandi áhuga. Hann hafði bók, sem hann skrifaði í það, sem hann heyrði. Síðan rakti hann ræðurnar í hug- anum um kvöldið, áður en hann sofnaði. Og hon- um fannst hann stöðugt læra meira og meira, eftir því sem vikurnar liðu. Kristinn persónu- leiki tók að mótast, án þess að hann vissi af því sjálfur. Á þessum árum lagði hann grundvöll allrar framtíðar sinnar og starfs í guðsriki. Hann fór ekki á samkomurnar til þess eins að þiggja. Hann var sjálfur trúboði. Hann fékk marga aðra með sér. Áður en langt um leið, voru þeir einungis fáir, sem höfðu ekki komið oftar en einu sinni á samkomur með Georg. í hvert sinn, sem hann hafði verið á samkomu, skrifaði hann niður nöfn þeirra, sem hann hafði fengið með sér. Dagbók hans varð brátt full af slíkum nafnalistum. Þetta var algerlega nýtt og óþekkt hjá Hitch- cock og Rogers. Það var staðreynd, að sífellt fjölgaði þeim, sem farið höfðu á kristilegar sam- komur. Ef nánar var aðgætt, hver ástæðan væri, kom fljótlega í ljós, að hana mátti rekja til tveggja ungra manna, sem aldrei þreyttust á að bjóða öðrum piltum með sér. Eini frídagurinn, sem Georg átti í vikunni, var sunnudagurinn. En hann var líka notaður vel. Strax stundarfjórðung yfir sjö á morgnana var hann vanur að sækja bænasamkomu mðri í Woodbridge. Síðan tók hann alltaf þátt í stærri bænasamveru í einni kirkjunni kl. 9—10. Þá var að sækja guðsþjónustuna. Eftir hádegið var hann sunnudagaskólakennari. Síðan aftur til Hitch- cock í te, og svo enn af stað á bænasamkomu. Og hann lauk deginum með þvi að fara á kvöld- samkomu til þess hlusta, hlusta — og læra. — Góður dagur! skrifar hann í dagbókina. Mörgum okkar dytti sjálfsagt í hug að mót- mæla slíkri dagshögun á ,,hvíldardegi“. Á þess- um árum var sunnudagurinn eini dagurinn í vik- unni, sem Georg hafði tækifæri til að hlusta á kristilega boðun. Það var lika eini dagurinn, er hann gat sjálfur tekið virkan þátt í kristilegu starfi. Og við vitum, eftir því sem læknarnir segja, að dauðþreyttur verkamaður getur oft hlotið hvíld í því að fá að starfa við eitthvað allt annað en það, sem hann fæst við að jafnaði. Þannig var Georg áreiðanlega einnig farið. Sunnudagurinn varð honum sannur hvíldardag- ur. Hann mátti setjast niður og hlusta á boðun Guðs orðs — og taka sjálfur þátt í starfi kirkj- unnar — og öðlast þannig hvíld og jafnvægi, sem hann þarfnaðist í erilsömu hversdagslífi í verzl- uninni. Nú var Georg óvenjulegum hæfileikum gædd- ur. Hann hafði sérlega mikið starfsþrek. Hann var sterkur og hraustur, og aldrei virtist hann þreytast í höfðinu. Það var sem hann geislaði af lífsþrótti. Þess vegna varð hann svo afkastamik- ill sem raun bar vitni. Sunnudagaskólinn var það fyrsta, sem hann tók ástfóstri við. Enginn í kirkjunni hafði eins fjölmennan bekk og Georg. En enginn af kenn- urunum lagði heldur eins mikið á sig og hann. Börnin í sunnudagaskólabekknum voru úr nokkrum fátækrahverfum niðri við Thempsá. Georg varð brátt kunnugur þar í hverfunum. Ef einhvern vantaði í sunnudagaskólann, fór hann alltaf heim til hans. Hann var liðugur eins og köttur og hljóp upp næstum lóðrétta stigana í gömlum kumböldunum. Barnaraddir heyrði hann fyrir innan flestar dyrnar. Þótt fjölskyldumar ættu einatt ekki málungi matar, þyrftu þær ekki að kvarta yfir barnleysi. Georg barði óhikað á dyrnar. Fólkið opnaði gætilega, og var hann þá fljót- ur að setja fótinn á milli stafs og hurðar. Oft fóru fram ákafar samræður gegnum dyragætt- ina stundarkorn. Fólkið var alls ekki alltaf á því að hleypa honum inn. Annað hvort þótti því nóg um djarfmannlega áleitni hans eða það blygðað- ist sín fyrir að láta þenna unga og snyrtilega mann sjá, hve sóðalegt og óvistlegt væri um að litast hjá þeim. En Georg var snillingur að tala sínu máli. Það 20 BJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.