Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 21

Bjarmi - 01.11.1968, Qupperneq 21
kom varla fyrir, að honum væri stuggað í burtu. Og svo flutti hann hugvekju fyrir þessum fátæku og oft barnmörgu fjöiskyldum. Áður en hann fór, lofaði hann að koma aftur næsta sunnudag og sækja börnin í sunnudagaskólann. Og þá urðu þau að vera tilbúin á tilsettum tíma! Já, já, þau lofuðu þvi. Og Georg var barnavinur — börnin elskuðu hann. Síðan lá leiðin áfram upp í næsta stigagang. Þegar Georg hafði barið á fyrstu dyrnar, sem hann kom að, kallaði gróf rödd: — Kom inn! Og hann gekk inn. Herbergið var lágt undir loft og fullt af tóbaks- reyk. Fjórir fullorðnir menn sátu við borð und- ir óhreinum glugganum og spiluðu á spil. Þeir voru allir Irar. Georg taiaði einarðlega við þá. Þeir reyndu að afsaka sig með því, að þeir hefðu hlýtt messu um morguninn. En þegar hann hafði kvatt þá, sátu þeir eftir þögulir og sýnilega snortnir. Einn vina Georgs sagði um hann síðar: — Hann gat verið ástúðlegur eins og móðir við börnin, en hann var hugaður sem ljón við þá, sem rufu hvíldardagshelgina. Margt undarlegt kom fyrir hann þarna í fá- tækrahverfunum. Smám saman vaknaði með honum löngun til þess að gera eitthvað meira fyrir vini sína þarna. Hann komst að raun um, an enn hafði hann nokkurn tima aflögu, sem hann varð einnig að verja til starfa í guðsríki. Bi’átt fór svo, að hann var ekki aðeins að verki í sunnudagaskólastarfinu. Nú fór hann að tala dálítið sjálfur. Georg varð aldrei neinn ræðuskör- ungur í venjulegum skilningi. En vitnisburðir hans bái'u vott um innri þörf og gleði. Og það sannfærði menn og vakti virðingu þeirra. Hann var baráttumaður í eðii sínu og kunni því bezt við sig í fremstu víglínu. Það var því eðlilegt, þegar hann skyldi kjósa sér starfssvið, að fyrir valinu yrðu nokkur hverfi í skuggalegasta og fátækasta hluta Austur-Lundúna. Þangað hélt hann eftir hádegið á hverjum sunnudegi. Hann var óhræddur að fara þangað inn, sem eymdin var mest. Einmitt þar fann hann sér verkefni. Engir aðrir fóru þangað með orð Guðs. Hann hélt samkomur sínar í húsagörð- unum eða inni í fátæklegum stofunum. Þar vitn- aði hann fyrir mörgu ógæfufólki, sem var fallið í synd og spillingu. Og mörgum varð hann til hjálpar. Og aldrei kom það fyrir, að neinn gerði honum mein. Þannig óx starf hans, er tímar liðu. Og mest- ar urðu annirnar á sunnudögum. Að lokum var svo komið, að hann átti naumast nokkra hvíldar- stund. Nú hóf hann sunnudagaskólastarf á morgnana. Síðan talaði hann fyrir litlum hópi fátæklinga á Husbord Street eftir hádegið, og um kvöldið hélt hann útisamkomu í Duck Lane. Auk þess tók hann þátt í mörgum bænasamkom- um, fór í húsvitjanir í nokkur gömul hreysi í Paddington Green og leitaði uppi þau börn, sem ekki höfðu komið í sunnudagaskólann þann dag- inn. Hinn ungi Georg átti sannarlega ekki að stirðna af iðjuleysi. En Georg ástundaði engan einhliða sunnudags- kristindóm. 1 vikunni voru sex virkir dagar, og þeir voru allir einnig vel notaðir. Hann gerði sér vel ljóst, að fyrsta verkefnið og það, sem stóð honum næst, var í fyrirtækinu meðal starfs- bræðra hans. Þeir voru nú tveir kristnir vinir í verzluninni. Ábyrgðartilfinningin gagnvart öllum hinum fé- lögunum varð æ sterkari hjá þeim. Uppi á litla loftherberginu hittust þeir á hvei’jum degi og báðu saman. Þeir höfðu einlæga og raunsæja trú á bæninni. Og sennilega hefur sjaldan verið háð eins skipuleg bænabarátta og þeir háðu. Þeir rituðu skrá yfir félaga sína, sem þeir ætluðu að biðja fyrir. Þeir nefndu þá á nafn og báru þá þannig fram fyrir Guð. Samt var þetta ekki skipulagið tómt. Það voru brennandi hjörtu, sem báru fram bænirnar. Og þeir þráðu þann dag, er Guð svaraði þeim. Þeir efuðust ekkí um það andartak, að Guð mundi svara þeim. Guð svarar. Orðrómurinn breiddist út í fyrirtækinu. Það var ekki laust við, að sumum léki foi’vitni á að vita, hvað þeir hefðu eiginlega fyrir stafni félagarnir tveir þarna inni í herberginu þennan ákveðna hálftíma. Þegar þeir spurðu, var þeim svarað, að þeir hefðu „bænastund“. Fyrir þeim flestum var þetta óþekkt hugtak. Þeir höfðu gleymt að biðja. En það var ekki aðeins forvitni hjá þeim öll- um. Þeir voru sumir, sem fóru að hugleiða meira en áður afstöðu sjálfra sín til Guðs. Gat verið, að þessir tveir piltar hefðu rétt fyrir sér? Ættu þeir einnig að taka að biðjast fyrir og það sem fyrst? Þeir komu og spurðu, hvort þeir mættu vera með þeim. Georg og vinur hans áttu mörg og mikilvæg samtöl við þessa pilta. Síðan stækkaði hópurinn. Litla herbergið varð brátt of lítið. Þeir urðu að fara til félaganna og beiðast þess að fá lánað stærra herbergi. Það var höfð atkvæðagreiðsla um herbergið, sem þeir báðu um, og meirihlutinn mælti með því, að „hinir heilögu“ fengju það lánað á ákveðnum tíma dagsins. Fyrr en varði fylltu þeir einnig þetta herbergi. Þetta voru gleðilegir tímar. Og þó var róður- inn oft þungur hjá Georg. Allt þetta snart hcmn mjög djúpt. Bænabaráttan vegna félaganna her- tók hann. Stundum fannst honum, að eitthvað væri það innra með sér, sem væri að því komið að springa. Hann hafði höfuðþyngsli, og erfitt reyndist að festa svefn á kvöldin. Stundum sviptu tilfinningarnar hann öllum mætti. Hann átti til BJARMI 21

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.