Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1968, Page 22

Bjarmi - 01.11.1968, Page 22
■JJnglingstelpa er að leik með jafnöldum sínum, hrasar og fær smáskeinu á fótinn. Stuttu síðar er þessi sama telpa á leið út á akur með systkinum sínum. Hún ætlar að stytta sér leiðina og brjótast gegnum kjarr, en rífur sig á þyrnirunna svo blæð- ir úr. Hvort þetta litla og raun- ar sakleysislega sár var upphaf- ið, eða hitt, sem hún fékk þeg- ar hún datt i leiknum, er hún ekki viss um sjálf, — en hitt er víst, að með því hófst rauna- saga Æsollu, sem þá var um það bil 13 ára gömul. Óhreinindi settust í þessa skeinu og i stað þess að gróa, stækkaði hún og varð að stóru sári. Fyrst reyndu foreldrar og aðrir nánir að hjálpa, en það fór versnandi og gróf illa i öllu saman. Leggur- inn var orðinn bólginn og hræðilega aumur, og ódaun lagði úr sárinu. Þá var óhreinni bómull troðið upp i kaunin og telpan borin til seiðmannsins, töframannsins, þess eina hjálp- ara, sem völ var á. Nei, ekki hjálpara. Hvenær hefði hjálp fengizt hjá honum? Hann lað- aði ekki fólkið til sin vegna góð- semi sinnar eða kraftaverka. Þvert á móti hafði hann leitt ógæfu yfir fjöldann og orsakað tilgangslausa kvöl og oft dauða fórnarlamba sinna. Ávöxtur og afieiðing verka hans var því neyðin ein. Við fætur slíks manns lá nú telpan unga og beið hrædd örlaga sinna. Hún vænti þess tæpast að fá hjálp, — annarra bitur reynsla var jafnvel henni, svo ungri, nægi- lega kunn til að svipta hana kjarkinum til að vona. Og vissu- iega bjóst faðir hennar ekki heldur við góðu. Þó fórnaði hann miklu á altari seiðmanns- ins, lagði fram ýmislegt á nauts- húðina, sem lá á gólfinu í kofa þessa myrkrahöfðingja. Og seið- maðurinn tók til við sitt kukl. Alls kyns óþverri var lagður við sárið, og það sem áður var vægast sagt Ijótt, varð enn verra. Kvalirnar fóru vaxandi og urðu nánast óbærilegar. Ýmsar aðferðir aðrar hafði hann í frammi með sama ár- angri. Þar kom, að snúið var heim aftur með telpuna, og hún lá þar fjötruð við fletið sitt í dimmum kofanum. Á þessum fjariæga stað, Kolme, er annars ytri afkoma fólksins öllu betri en víða annars staðar í Konsó. Jarðvegurinn er tiltölulega frjó- samur og regn tíðara. En þeg- ar illa er komið, eins og var fyrir Æsollu, standa þeir i ná- kvæmlega sömu sporum allir saman: hjálparlausir og frið- vana, hræddir við tilveruna og slegnir ótta yfir örlögum sínum og sinna. Foreldrarnir voru telpunni framan af góðir, og systkinin vildu lika gjarna hjálpa, en eftir því sem ástand- ið versnaði, urðu þau þreytt á sjúklingnum og leið, sáu vel fram á, að henni hnignaði óðum og hlaut að deyja. Æsolla á erfitt með að tjá þær þjáningar, sem hún leið, og allar hugsanir og spurningar, sem vöknuðu með henni á enda- lausum vökunóttum næstu árin. Hún man vel einn svokallaðan hátíðisdag. Þegar um hádegi hófu konurnar í nágrenninu söng og dans, og þegar kvölda tók, var hópurinn orðinn stór og karlmennirnir komnir með. Þeir höfðu margir hverjir ver- ið á markaði og voru hreifir eftir drykkju. Myrkrið skall á, biksvart og þétt, og inn í kof- ann lagði enga glætu, fyrr en tunglið kom fram undan skýj- unum. Allir höfðu safnazt sam- an úti kringum bálið, og hávað- inn og lætin jukust æ meir. Fórnarhátíð heiðingja er ugg- vænleg, og þar á seiðmaðurinn sinn heiðurssess. Þungar stun- ur bárust gegnum þunnan kofa- vegginn, stunur, sem enginn heyrði fyrir ólátunum úti. Dauðvona stúlkan var utan við þetta allt, alein. Breytt voru kjör frísklegu, kátu telpunnar. Hún var hætt að geta unnið á akrinum, hætt að leika sér með jafnöldrum, hætt að geta hleg- ið glöðum hlátri, en dæmd til að liggja og þjást. Og nú læt ég hana sjálfa hafa orðið: ,,Ég heyrði seiðtrumburnar og taktfast trampið í berum fótum fólksins fyrir utan. Ég heyrði sönglið og veinin, — og þetta nísti mig gegnum merg og bein. Það minnti mig svo óþægilega á allt þetta óþekkta, sem beið mín, umfram líkam- lega kvöl. Um leið og mér fannst, að það hlyti að vera gott að fá að deyja frá þjáningunni, var þó eins og ófriðurinn í hjarta minu magnaðist og ég gat ekki heldur hugsað til þess að deyja. Fátt átti ég þó vísara en einmitt það. Þá grét ég sárt og lengi þetta kvöld og ótal, ótal önnur, bæði af sársauka og hugarkvöl. Já, svo heltekin var ég af ótta og angist, að jafnvel nístandi sársaukinn í fætinum hvarf í skuggann. Enginn gat hjálpað mér. Þeir, sem ég þekkti til, og áður hafði vænzt hjálp- ar af, vissu nú sjálfir enga hjálp mér til handa. Þannig leið óra- langur tími. Fóturinn var orð- inn alveg krepptur og ég gat mig tæpast hreyft.“ Nú kreistir Æsolla aftur augun og hristir til höfuðið eins og hún vilji hrista af sér allar þessar sáru minningar. Þá gerðist það dag nokkurn, að menn, sem komu af mark- aði, fluttu tíðindi, sem glæddu örlítinn vonarneista í hjarta ungu stúlkunnar. Mennirnir *2 BJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.