Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 4
Er- / lent kristni- líf Séra Peter Stokholm lýsir í þessari grein kjörum lúthersku minnihlutakirknanna í Júgóslavíu. Þetta er jafnframt frásögn af fornum þjóöfélagsháttum, þar sem kirkjan skipar sinn sess. En kirkjan verð- ur aö horfast i augu viö þá þróun til nútímalvorfs, sem verða mun í þjóöfélaginu á nœstu árum. ÞaÖ, sem ógnar kirkjunum, eru ekki pólitískar ofsóknir — þeirra veröur ekki vart í Júgóslavíu um þessar mundir — heldur einangrun og stöönun. Vegna hinna miklu ferðalaga nútímans hefur þekking vor aukizt á ýmsum löndum, sem vér þekktum áður aðeins lítið eitt til. En oft er sú þekking yfirborðsleg, sem ferðamenn afla sér. Margir Danir hafa dval- izt í leyfum sínum í Júgóslavíu undanfarin ár, og hafa þeir yfir- leitt farið hinum lofsamlegustu orðum um hið fagra land, þegar þeir komu aftur. En til er einn- ig sú Júgóslavía, sem er utan þeirra svæða, er ferðamönnum eru ætluð. Það land er jafn- athyglisvert og ferðamannastað- irnir með fram ströndinni, sem svo mjög eru auglýstir. Þar er að finna hina margvíslegu trú- arsöfnuði, sem búa dreifðir um landið við ýmisleg skilyrði. Júgóslavía er mjög merkilegt land í trúarlegu tilliti, einmitt vegna þess, að ekki verður tölu komið á þær kirkjur og trúar- brögð, sem búa hér í sátt og samlyndi. Kaþólskir menn eni ríkjandi i norðvesturhluta lands- ins, rétttrúnaðarmenn í austur- hlutanum, en múhameðstrúar- menn eru í meirihluta í Suður- landinu. En hve margir ferða- menn gera sér Ijóst, að hópar lútherskrá manna eru einnig í landinu, éinkum í norðlægum héruðum? Þrenn lúthersk kirkjusamtök eru í landinu. Þessi þrískipting stafar þó ekki af því, að deilt sé um kenningar- leg eða siðferðileg efni, heldur birtist hér annar þáttur í marg- breytni Júgóslavíu. I þessu landi búa saman ótrúlega margar þjóðir. Áður fyrr urðu oft erjur á milli þeirra. Eftir heimsstyrj- öldina síðari hafa slík átök í æ ríkara mæli orðið að víkja fyr- LÚTHERSKI) KIRKJURNARí JÚGÖSLAVÍU ir þjóðlegri einingu. Má þakka þjóðarleiðtoganum Tító þá þró- un, en óhrekjandi vald hans nær til allra landshluta. Vonandi tekst að varðveita þessa þjóð- legu einingu, einnig eftir daga Títós. Lúthersku kirkjurnar eru því tengdar í landssamtökum. Þetta hefur reynzt nauðsynlegt, þótt ekki sé litið á annað en tungu- málin. Raunar læra allir núna serbó-króatísku, en það er að- eins hið opinbera mál, og hvert þjóðarbrot mælir yfirleitt á sína tungu. Af þeim sökum hafa lúth- erskir menn orðið að mynda eina króatíska kirkju, eina slóv- enska og eina slóvakíska. Að sjálfsögðu hefur nokkurt sam- starf tekizt milli þessara þriggja kirkna á síðustu árum. Þannig eru sameiginlegar prestastefnur haldnar árlega, og reistur hefur verið sameiginlegur leikmanna- skóli. Erfiðleikar af völdum tungumálanna hafa takmarkað þetta samstarf til muna, enda hefur samvinnan ekki verið árekstralaus, með því að sló- vakakirkjan hefur mátt sín mest, og valda því ýmsar ástæð- ur. Þannig hefur það vakið nokkra óánægju, að þessi eina kirkja hefur verið tekin í al- kirkjuráðið fyrir Júgóslavíu. Fyrir nokkrum árum var einnig fjórða kirkjan í Júgó- slavíu, ungverska lútherska kirkjan. Þessi kirkja hefur æ meir horfið af sjónarsviðinu, jafnframt því sem prestar henn- ar hafa látið af störfum fyrir aldurs sakir. Hefur kirkjan því verið leyst upp og hinir dreifðu ungversku söfnuðir sameinazt öðrum lútherskum kirkjum. Um þessar mundir vantar þessa kirkju presta, sem geta haldið guðsþjónustur á ungversku. Enn ein rök hníga að því, að samstarf lúthersku kirknanna í Júgóslavíu hefur ekki orðið víð- tækara, nefnilega þau, að lífs- hættir þeirra eru mismunandi. Þegar ferðazt er á milli kirkn- anna, er engu líkara en farið sé úr einum heimi í annan. Hin lúthersku viðhorf í Júgóslavíu eru engan veginn ein heild. Kirkjurnar búa hver um sig við mismunandi kjör. Kirkja Króata, sem lýtur leið- sögn senior Deutsch í Zagreb, er minnst kirknanna þriggja. Hún hefur einna mest átt við erfiðleika að etja. Erfiðleikarn- ir hafa verið tvenns konar. Fyrst og fremst er kirkjan mjög lítil. I henni eru aðeins um sex þúsund manns, og þeir eru dreifðir á svæði, sem er eins stórt og Austurríki. Safnaðar- fólk á því erfitt með að koma saman til guðsþjónustuhalds, og ekki er auðvelt fyrir presta og leikmenn að ná til safnaðanna. Jafnvel alla leið suður í Serajevo er söfnuður, sem tilheyrir þess- ari kirkju. 1 annan stað koma til greina erfiðleikar af sögu- legum uppruna. Króatíska kirkj- an er arftaki þýzku lúthersku kirkjunnar, en safnaðarmenn hennar voru 150 þúsund fyrir stríð, og eftir styrjaldarlok var þeim gjörsamlega útrýmt. Þjóð- verjar voru hataðir í Júgóslavíu, eins og vonlegt er. Það átti ekki aðeins við hernámsliðið, heldur einnig Þjóðverja, sem bjuggu í landinu, en flestir þeirra studdu eindregið stjórn nazista. Því miður verður því ekki neitað, 4 II ,1 A II M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.