Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 16
LOth. kirkjan í Júgóslavíu Framh. af 5. síðu: þess, að einnig er loku fyrir það skotið, að fólk geti búið í sveit, en unnið jafnframt í þorpunum. Þess vegna er hætta á því, að æskan hverfi af þessu svæði, þar sem slóvensku kirkjuna er einkum að finna, og kemur það þá einnig niður á kirkjunni sjálfri. í þessu efni á kirkjan um tvo kosti að velja. Annars vegar verður hún að efla starf sitt í stóru slóvensku borgunum, Lju- bljana og Maribor, en þangað streymir stór hluti æskunnar. Hins vegar verður hún einnig að laga starf sitt að nýjum að- stæðum í því héraði, þar sem hún á sér fornar rætur. Þetta er hún reyndar að gera, og það svo, að um munar. Kristindóms- fræðslan hefur verið skipulögð að nýju og gerðar sérstakar kennslustofur til þeirrar fræðslu. Unnið er að gerð bæna- bókar og sálmabókar á slóv- nesku. Reynt er að fara nýjar leiðir í æskulýðsstarfi og fræðslu meðal fullorðinna. Sum- ir ungu mennirnir í hópi hinna tuttugu presta og leikprédikara, sem þessi kirkja hefur yfir að ráða, hafa gert sér ljóst, hvern- ig taka verður á málunum, og þeir starfa af lofsverðum áhuga. Jafnframt lifa menn miklu meira í nútímanum en raunin er meðal Slóvaka. Vandamálin í sambandi við gjörbreytinguna í búnaðarháttum eru nokkurn veginn þau sömu hér, og víða er skorturinn mjög mikill. Samt gefa safnaðarmenn í þessari kirkju meira til kirkjulegrar starfsemi en bræður þeirra í hinum lúthersku kirkjunum í Júgóslavíu, og nokkurrar bjart- sýni um framtíðina gætir með- al framámanna þessarar kirkju. f,— — - 1--------------- ■" v- SÁ SEM EFAST „VeriS mildir við suma, þá, sem eru ef(d>landnir.“ (Júd. 20). Á meðal vor er fólk, sem þjáisl af efa. Það heldur, að aðrir trúaðir menn þekki ekki til efa, heldur eigi sífellt vissu um fyrirgefningu syndanna og efist aldrei um, að Biblían sé Guðs orð. Þess vegna hlygðast það sín og kann ekki við að minnast á það við aðra, hvernig því líður. En Júdas, sá, sem liefur ritað hréfið litla, sem er síðast allra bréfanna í Nýja testamentinu, hefur verið skynsam- ur og kærleiksríkur þjónn Jesú Krists, eins og hann nefn- ir sig í upphafi hréfsins. IJann hefur ugglaust vitað, að slíkir menn eru ævinlega í söfnuðunum. Ert þú einn þeirra? Vittu þá, að ástand þitt er ekki óeðlilegt. Það er margt hér í lieiininum, sem getur valdið því, að trú vor riðar. Vér sjáum, live Drottinn vor Jesús talaði mildilega við lærisveina sína, þegar hann hirtist þeim upprisinn: „Hví eruð þér óttaslegnir? Og hvers vegna vakna efasemdir í lijarta vðar?“ — Það er einnig athyglisvert, að Jesús kallar lærisveina sína aldrei trúaða, en hann segir oft: „Þér lítiltrúaðir.“ Það er eitt, sem skiptir sköpum, þegar efinn sækir að oss á allar hliðar, það, að vér hvikum ekki frá Jesú. Þá mun hann á sínum tíma leiða oss frá efa til trúar. Því skulum vér gæta vor, að vér sýnum efasenularmanni aldrei kuldalegt viðmót. Chr. tíartlioldy. --------- ---------- 'J Það er greinilegt, að allar lúthersku kirkjurnar í Júgó- slavíu vilja ráða sjálfar bót á vandamálum sínum. Þó hafa þær af ýmsum ástæðum þörf á stuðningi annars staðar að. Alls ekki verður sagt, að um sé að ræða ofsókn af hálfu ríkisvalds- ins. Kommúnistaflokkurinn heldur því raunar stöðugt fram sem grundvallaratriði, að trúar- brögðin tákni úreltan hugsana- gang. En allir Júgóslavar nema flokksfélagar njóta fullkomins trúfrelsis. Samt finnst lúthersku kirkjunum á þessum svæðum þær vera nokkuð einangraðar, og því fagna þær hverjum \ tengslum við hinn vestræna heim. Reyndar sækjast Júgó- slavar yfirleitt eftir samneyti við Vesturlandabúa. Kirkjurnar þarfnast einnig fjárhagslegs stuðnings, fyrst og fremst vegna hinna almennu þjóðfélagsbreyt- inga, sem eru að gerast og munu gerast á komandi árum, og einn- ig sökum þess, að mörg hús kirknanna eru orðin á eftir tím- anum og þörf á, að þeim sé skipt fyrir ný húsakynni. Þar koma einkum prestsetrin við sögu. Þar hefur rakinn sums staðar komizt í gegnum alla steinveggi, svo að húsin eru ekki hæf til búsetu og yfirleitt hættuleg til dvalar. Þá kallar það loks á hjálp, að sumir söfn- uðirnir eru svo bláfátækir, að vér eigum erfitt með að gera oss það í hugarlund. Vér lútherskir menn á Vest- urlöndum höfum skyldum að gegna við lúthersku minnihluta- kirkjurnar í Austur-Evrópu. Er þess að vænta, að skilningur á því aukist, eftir því sem menn fræðast meira um þessar kirkj- ur. Jafnvel þeir, sem tortryggja mestallt alþjóðlegt kirkjustarf, hljóta að sjá, að í þessu efni er ekki um það að ræða, að nokkr- ir háttsettir prelátar frá ýmsum löndum þurfi að hittast við og við, heldur er í raun og sann- leika þörf á því fé, sem gefið er í þessu skyni, svo að þessar kirkjur geti haldið starfi sínu áfram. Kristeligt Dagblad. 16 BJABMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.