Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 18
Æ meiri störf hlóðust á stjórnina, eftir því sem félagið efldist. Þess vegna leið ekki á löngu, þangað til farið var að ræða um að ráða sér- stakan starfsmann. Það var mikil fjárhagsleg áhætta. En þeir hættu á það. Vorið 1845 var T. H. Tarlton ráðinn. Hann var fyrsti K.F.U.M- framkvæmdastjórinn í heiminum. Upphaflega var hann prédikari. Georg hafði kynnzt honum á guðræknisstundunum hjá Hitchcock. Tarlton var um tima ráðinn til að halda morgunbænir niðri i verzluninni í Kirkjugötu. Þá vaknaði áhugi hans á starfi því, sem Georg og vinir hans unnu að, og hann varð einn af fyrstu félagsmönnunum. Þegar staða starfsmanns í félaginu var auglýst og þeir fundu engan nothæfan mann, gaf Tarlton sig fram af fúsum vilja. Þetta kom mönnum á óvart. Allir gerðu sér ljóst, að hann yfirgaf stöðu, þar sem hann hafði miklu betri laun. En Tarlton var fús til þess að færa þá fórn. Á þessum árum, þegar Kristilegt félag ungra manna var að slíta barnsskónum, óx vegur Georgs Williams mjög í viðskiptaheiminum í Lundúnum. Hann stjórnaði deild sinni hjá Hitchcock með slíkum ágætum, að húsbóndinn fékk honum brátt enn mikilvægara verkefni. Vinátta Georgs og húsbónda hans varð æ nán- ari. Þegar Hitchcoch hafði gengið í félagið og varð þar jafnframt gjaldkeri, tóku samræður þeirra að snúast um persónulegri mál en verzl- unarviðskipti eingöngu. Það var því eðlilegt, að Georg væri oft boðið heim til húsbónda síns. Þetta varð ,,örlagaríkt“ fyrir Georg. Einu sinni hafði Georg ákveðið að kvænast ekki. Ástæðan var alls ekki sú, að hann væri kvenhatari, en hann óttaðist, að það hindraði hann í starfi hans fyrir guðsríki. En svo stóð hann dag nokkurn frammi fyrir dóttur húshónda síns, Helene Hitchcock. Þá var „friður hjartans" rokinn út í veður og vind. Og það leið ekki á löngu, þangað til hann varð að íhuga að nýju fyrri ákvörðun sína. Dag einn kastaði hann teningunum. Helene eða enga aðra! Sumum mönnum kann að reynast torvelt að biðla til konu nú á dögum. Það eru þó ekki nema smámunir hjá öllu því vafstri og þeim formsatr- iðum, sem menn urðu að gæta á dögum Georgs Williams. Fyrst sendi hann vininn sinn góða, Tarlton framkvæmdastjóra, á fund Hitchcock. Það eru ýmis furðuleg verkefni, sem K.F.U.M.-fram- kvæmdastjóra kann að vera á hendur falið! Fyrir tilstilli Tarltons fékk hann nú upplýsingar um, að bón hans yrði ekki illa tekið. Þá varð Georg að herða upp hugann og fara sjálfur til Hitch- cock og biðja um hönd dótturinnar. Og Hitch- cock veitti honum eindregið jáyrði. En enn þá betra var það, að Helene hafði sjálf ekkert á móti ráðahagnum. Georg var þrjátíu og tveggja ára, þegar hann gekk í hjónaband. Rétt fyrir brúðkaupið var hann einnig gerður að meðeiganda í fyrirtækinu. Fyrirtækið skipti fljótlega um nafn. Þá hét það: Hitchcock, Williams & Co. Hjónabandið varð mjög farsælt. Helene varð eini, raunverulegi trún- aðarvinur Georgs. Hún stóð ætíð við hlið hans í öllu, sem að höndum bar. Einkum studdi hún hann með ráðum og dáð, þegar um var að ræða starfið í félaginu. Og það kom sér vel. Því að enn þá hafði Georg mörg spjót úti og gat ekki fórnað heimilinu miklum tíma. Hvorki fyrirtæki hans, hjónaband né hin stóra fjölskylda máttu hindra hann í starfinu. Hann lagði mikla áherzlu á, að honum tækist að framfylgja áætlun sinni á sunnudögum út í æsar. Það er ljóst, að þetta var mikil fórn fyrir heimilið, ekki sízt fyrir kon- una, sem varð þannig að bera hita og þunga dags- ins á heimilinu. Þau eignuðust fimm syni. Þrír þeirra tengdust fyrirtækinu, einn varð lögfræð- ingur og einn prestur í ensku kirkjunni. Auk þess áttu þau eina dóttur, er Nellis hét. Hún var sól- argeislinn á heimilinu, og faðirinn elskaði hana og tengdist henni sterkum böndum. Hún var heil- brigt og eðlilegt barn og full af kátínu. Veikindi bundu skjótan endi á líf hennar. Þetta var eina verulega sorgin, sem menn sáu greinilega, að tók á Georg Williams. Hann jafnaði sig aldrei eftir harminn vegna dóttur sinnar. En þó að Helene væri oft ein heima með barna- hópinn, sýndi Georg henni mikla ástúð og auð- sveipni. Sagt er, að síðar meir hafi margir haft gaman af að sjá, hversu riddaralegur Georg ,,gamli“ Williams hafi verið gagnvart konu sinni. Og brúðkaupsdagurinn var sá dagur ársins, er enginn mátti ónáða þau. Oft ferðuðust þau til staða, sem þau áttu bjartar minningar frá, frá fyrstu árum sambúðar sinnar. Annars veitti hann börnum sínum strangt upp- eldi. Einkum urðu þau að halda margar reglur á hvíldardeginum. Þetta var í samræmi við ströng- skozk fyrirmæli. Á hverjum sunnudagsmorgni fór hann með þeim í Portman-kapelluna. Þegar heim var komið, var þeim hlýtt yfir. Þá urðu þau að segja honum, hvað presturinn hefði sagt. Fólk- inu á þeim bænum hélzt sannarlega ekki uppi að sofa í kirkjunni! Laugardagurinn var hinn mikli hátíðisdagur fjölskyldunnar. Þá var pabbi alltaf heima, svo framarlega sem hann var í Lundúnum. Þá söfn- uðust allir í kringum hann. Og Georg var vanur að lesa úr vikublöðunum fyrir þau, og á þann hátt kenndi hann þeim að fylgjast með í því, sem var að gerast umhverfis þau og efst var á baugi. Hann var léttur og ljúfur í lund og eignaðist því fullan trúnað barna sinna, þrátt fyrir strangleik- ann, svo að þau, sem næst honum voru, ástvin- irnir, elskuðu hann heitast. 1B B J A K M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.