Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 9
Sprctt úr spori á vellinuni í Vatnaskógi. stutta en fjölbreytta dagskrá með frásögnum, söng, hljómlist og veitingum. Höfðu þær sam- verustundir, sem búið var að halda, er þetta var ritað, tekizt vel og jafnframt orðið nokkur hjálp félögunum i sambandi við kostnað við húseignina. Mikið hefur verið unnið í húsinu og lóðinni í sumar, bæði að endurbótum á velli og breyttri innréttingu í kjallara hússins. Er verið að koma þar fyrir steypibaði og búningsklef- um fyrir þá, sem nota leikvell- ina. Þá verður og komið fyrir geymslum í kjallaranum. Breyt- ist aðstaða þá öll mjög fyrir starfsemi félaganna í húsinu við þetta. I.MilJMiA- MÓT S VAT’NA- SKÓGI Starfslið unglingadeildar K.F. U.M. og K.F.U.K. í Reykjavík hafa efnt til unglingamóts í sumarbúðunum í Vatnaskógi um verzlunarmannahelgina und- anfarin 5 ár. Mótin hafa aðeins verið auglýst innan deildanna. Mótið í ár var hið fjölmennasta þeirra, en þátttakendur voru um 290. Hin árin hafa verið þetta frá 220 til 240 þátttakendur. Eins og kunnugt er eru ungl- ingadeildirnar ætlaðar ungling- um á aldrinum 13 Ví> til 16 ára. Mótið hófst í yndislegu veðri kl. 6 e. h. laugardaginn 2. ágúst. Friðbjörn Agnarsson og Hrafn- hildur Lárusdóttir töluðu á þess- ari fyrstu samkomu, en yfir- skrift hennar og mótsins var „Nú víst ég veit“. Kl. 8.30 um kvöldið var kvöld- vaka með mjög fjölbreyttri dag- skrá, og önnuðust unglinga- flokkarnir í Vatnaskógi og í Vindáshlíð kvöldvökuna. 1 lok kvöldvökunnar voru tvær stuttar hugleiðingar með yfirskriftinni „Ég varð sjáandi". önnuðust þau Valdís Magnús- dóttir og Gunnar Jóhannes Gunnarsson þær. Síðari hluta nætur skall á óskaplegt veður, mikið hvass- viðri og rigning. Leituðu þá nokkrir úr tjöldum og inn í skála, en húsakostur er mikill og góður í Vatnaskógi. Veðrið lægði undir morgun og batnaði ■er á daginn leið allt fram undir kl. 4 um daginn. Þá tók aftur að rigna svolítið, en veður var kyrrt. Kl. 11 á sunnudagsmorgun var guðsþjónusta út frá öðru guðspjalli dagsins. Eftir hádeg- ið voru svo alls konar leikir á leikvöngum Vatnaskógar, en þar er ágætis aðstaða til iþrótta og' leikja. Kl. 5 var unglingadeildar- fundur, þar sem Sigursteinn Hersveinsson hafði frásöguþátt í upphafi fundarins, en Hilmar Baldursson talaði út frá efninu „Óhætt að treysta?" Kl. 8 var svo aftur kvöldvaka, sem K.F.U.M. á Akranesi og mótsnefndin sáu um. Var dag- skráin mjög fjölbreytt og vakti mikla ánægju þeirra, sem nutu. Er léttari hluta dagskrárinnar var lokið, varð nokkurra mín- Framh. á bls. 11, 3. dálki. U J A R M 1 O

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.