Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 14
MINNING Séra Sigurbjörn Á. Gíslason Nemendafjöldi barnaskólans er 250. Nemendurnir hafa mætt mun reglulegar en undanfarin ár. 50 piltar og ungir drengir búa í heimavist. 1 desember voru tekin í notkun 4 ný heima- vistarhús. Eitt þeirra er ætlað stúlkum. Annað hús er nú not- að fyrir skólann, þ. e. 2 kennslu- stofur. Gamli skólinn var rifinn skömmu eftir að nýju húsin komust í gagnið. Hús það, sem heimavistardrengirnir notuðu áður, en það er klætt bárujárni, er nú notað sem geymsla. Einn- ig bjuggu nokkrir drengir í húsi því, sem upphaflega var byggt sem sjúkraskýli. Eftir viðgerð mun m. a. Barrisja fá þar af- drep fyrir kirkjubækur og ann- að tilheyrandi söfnuðinum. Fastráðnum, innlendum starfsmönnum kristniboðsstöðv- arinnar hefur fjölgað nokkuð. Við skólann starfa 7 kennarar, biblíukona er 1, vinnumenn 3 og næturverðir 2. Sjúkraskýlið hefur 5 fasta starfsmenn . Á sjúkraskýlinu var yfirleitt meira en nóg að gera allt árið. Tala sjúklinga óx frá fyrra ári og meðhöndlanir þar urðu alls 22.779. Fæðingarkonur voru óvenjumargar, eða 40. Sjúkra- rúmin, sem eru tæplega 20, voru að heita má stöðugt upptekin. Jóhannes kom 10 sinnum í lækn- isvitjun og framkvæmdi m. a. 22 minni uppskurði. Ársfundur „prófastsdæmis- ins“ (Gídole-Konsó) var hald- inn hér í september eins og áður hefur verið skrifað um. 1 desember var haldinn árs- fundur safnaðarins, eða öllu heldur safnaðanna fjögurra í Konsó. Til mikillar gleði fyrir okkur öll voru Benedikt, Mar- grét og Ingunn hér. Urðu að vonum fagnaðarfundir með mörgum gömlum kunningjum og vinum. Á laugardagskvöldið voru þátttakendur mótsins orðn- ir um 900. Til sunnudagssam- komunnar komu um 17—1800 manns Mjög áberandi var, hve unglingarnir fjölmenntu. Takist í raun og sannleika að ná til þessa unga fólks með Guðs orð og fái það að vinna sitt verk i I Séra Sigurbjörn Á. Gíslason andaðist aðfaranótt 2. ágúst s.l. Hann var fæddur að Glæsibæ í Skagafirði 1. janúar 1876 og var því á nítugasta og fjórða aldursári, er hann lézt. Séra Sigurbjörns hefur verið getið í mörgum minningargrein- um og þar fjallað um ýmsar hliðar á starfi því, sem hann vann á langri ævi. Þótt nú sé nokkuð um liðið frá andláti hans, væri óviðeigandi, ef hans væri ekki einnig getið hér i blaðinu, og þá einkum fyrir þann þátt starfs hans, sem tilheyrir málefni því, sem ,,Bjarmi“ vill vinna að. 1 síðasta tölublaði var all- rækilega minnzt 40 ára afmælis Kristniboðssambandsins og þess þá einnig getið, að aðalhvata- maður að stofnun þess hefði ver- ið S.Á.G., þáverandi ritstjóri ,,Bjarma“ og útgefandi. Hann var kosinn fyrsti formaður Kristniboðssambandsins og gegndi því starfi í 10 ár. Alllöng barátta og þróun lá að baki, áður en málum var svo hjörtunum, er framtíðin björt fyrir söfnuðinn i Konsó. Góðu kristniboðsvinir. 1 huga okkar og hjarta býr þakklæti til ykkar. Þið hafið stöðugt axlað stærri byrðar og það þrátt fyr- ir vaxandi efnahagslega örðug- leika. Fyrirbænir ykkar hafa megnað mikið, — Guð hefur ekki daufheyrzt, þess ber starf- ið vitni. Við sendum okkar beztu kveðjur með orðunum í Róm. 12,12: „Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni, stað- fastir í bæninni." Gisli Arnkelsson. komið, að talið var kleift að stofna samband milli íslenzku kristniboðsfélaganna. Kom séra Sigurbjörn þar mjög við sögu. Að loknu kandídatsprófi í guð- fræði sigldi hann til framhalds- náms og nánari kynna af er- lendri kristni. Dvaldist hann það sinn lengst í Danmörku. Um það leyti voru tímar mikilla við- burða í dönsku kirkjulífi. Átök voru hörð milli efnishyggju og niðurrifsafla annars vegar og þeirra, sem einarðlega játuðu kristna trú og börðust fyrir framgangi fagnaðarerindisins. Miklar vakningar höfðu verið og voru í landinu og margt stór- brotinna prédikara og andans manna innan kirkjunnar, svo að sjaldgæft er, að svo margir and- ans menn komi fram á sjónar- sviðið samtímis. Allt það, sem ungi kandídat- inn sá og kynntist, varð honum því ærið íhugunarefni. Hann bar ósjálfrátt saman ástand á heimalandi sínu og svo það, er hann varð vottur að i ókunnu landi. Var það harla ólíkt, og satt að segja mörgu af þessu nýja svo farið, að ekki var árennilegt að ætla að bera það á borð fyrir Islendinga. Honum var ljóst, að stefnur þær, sjón- armið og starfshættir, er hann kynntist nú, ættu ekki upp á pallborðið hjá löndum hans. Bezt væri að skjóta sér undan jafnóvinsælu hlutverki og því, sem hann vissi, að það yrði að færa íslenzkri kristni slíka strauma. Baráttan var hörð, en eitt sinn, er hann var staddur á kristilegu móti úti á landi í Danmörku, þjarmaði köllunin svo að honum, að hann kast- aði teningunum og sagði allt í einu við sjálfan sig, að það væri 14 BJABMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.