Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 5
að lútherskir prestar veittu Hitler stuðning. Það var því í rauninni skiljanlegt, að ætt- jarðarvinir réðust einnig til at- lögu gegn safnaðarmönnum þýzku lúthersku kirkjunnar á stríðsárunum og eftir stríðið. Varð þá ekki fyrir það siglt, að níðzt væri á saklausum mönn- um. Einnig var níðzt á sjálfri kirkjunni. Það voru engir sæld- ardagar í Júgóslavíu fyrstu árin eftir ófriðinn, og það tók lang- an tíma, áður en forystumenn í þessum héruðum vildu viður- kenna, að menn gætu verið lúth- erskir án þess að vera nazistar, já, meira að segja án þess að vera þýzkir. Kirkjur, skólar og önnur hús voru tekin eignar- námi, og enn þan dag í dag legg- ur ríkið hald á hús, sem Króata- kirkjan átti með fullum rétti. En að þessu frátöldu hefur að- staða þessarar kirkju batnað til muna. Þó getur hún alls ekki vænzt neins stuðnings frá rík- inu. I guðsþjónustu og kirkjulegu starfi minnir króatíska kirkjan helzt á lúthersku kirkjurnar í Vestur-Evrópu, t. d. lúthersku kirkjuna í Austurríki. Kirkju Slóvaka vikur öðruvísi við. Hún er stærst lúthersku kirknanna, og eru í henni um sextíu þúsund manns. Höfuðstöðvar hennar eru i Novi Sad. Þar situr leið- togi hennar, Struharik biskup, og þar hefur hún kirkjulega miðstöð, eins konar akademiskt lærdómssetur, þar sem efna má til námskeiða og annarra ráð- stafana fyrir hópa innan kirkj- unnar. Þarna eru haldnir reglu- bundnir fundir fyrir presta kirkjunnar, en þeir eru um tutt- ugu talsins. Nýlega voru hundr- að safnaðarráðsmenn kallaðir þar saman á fund til þess að ræða sameiginleg málefni kirkj- unnar. Síðustu þrjú árin hefur auk þess verið starfræktur í þessu húsi leikmannaskóli fyrir tíu unga menn úr slóvakísku og slóvensku kirkjunum, en þeir mennta sig til starfa í kirkj- unni. Þegar skólanum lýkur, munu nokkrir þeirra verða söngstjórar, en aðrir hefja guð- fræðinám í Bratislava. Slóvakiska kirkjan er að nokkru leyti þjóðkirkja Slóvaka i Júgóslavíu. Hún breiðir raun- ar úr sér yfir stórt svæði milli Belgrad og ungversku landa- mæranna. En lútherskir menn eru ekki dreifðir smáhópar á þessu svæði, heldur eru næstum allir íbúar margra þorpa lúth- erskir. Á sínum tíma komu Sló- vakar til þessa landssvæðis og settust þar að. Jafnframt hafa komið þangað önnur þjóðabrot, en þau hafa greint sig hvert frá öðru. Þar er um friðsamlega sambúð að ræða, en þau virðast ekki hafa tiltakanlega mikil áhrif hvort á annað. Ekki var heldur náið samband milli sló- vakísku þorpanna fyrr á tímum. Þorpin eru nefnilega stór og langt á milli þeirra. íbúafjöldi sumra þeirra er á níunda þús- und. Eru íbúarnir svo til ein- göngu bændur og handverks- menn. Akrar bændanna eru ekki við bæina, heldur dreifðir kring- um þorpin. Engir mannabústað- ir eru á milli þorpanna. Þetta er ástæðan til þess, að lítil tengsl hafa verið milli þeirra og að söfnuðirnir á þessum svæðum lifa lífi, sem oss virðist vera aftan úr öldum. Þetta á einnig við hið kirkju- lega líf. öll starfsemi að kalla má beinist að guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta er haldin snemma á sunnudagsmorgnana, og síðan tvær guðsþjónustur sama. dag, og oft er það að mestu sama fólkið, sem kemur i bæði skiptin. Um það bil tí- undi hluti þorpsbúa kemur til guðsþjónustunnar fyrir hádegið og auðvitað miklu fleiri við há- tíðleg tækifæri. Guðsþjónustan er söngguðsþjónusta. Söngurinn hefst, áður en presturinn kemur. Þannig er háttað, að fyrsti safn- aðarráðsmaðurinn, sem kemur inn í kirkjuna, má syngja sálm, sem söfnuðurinn tekur svo und- ir. Halda menn svo áfram að syngja, þangað til hin eiginlega guðsþjónusta hefst, en þar ger- ist einnig allt í söng, nema pré- dikunin að sjálfsögðu. Almenn- ur safnaðarsöngur tekur við af víxlsöng prests og safnaðar, en við og við syngja karlakórinn, kvennakórinn og æskulýðskór- inn. Það er mjög einkennilegt fyrir Vesturlandabúa að vera viðstaddur slíka guðsþjónustu. Þetta er eins og að vera kom- inn margar aldir aftur í tímann. En einnig er daglega lífið furðu- lega fornt. Það er Ijóst, að ekki líða mörg ár, þar til þetta verð- ur úr sögunni eða tekur að minnsta kosti miklum breyting- um. Þessi heimur mun taka stakkaskiptum, þegar breyting- ar í nútímahorf ná einnig til landbúnaðarins í Júgóslavíu, þ. e. þegar stjórnin heimilar bændunum vélvæðingu í starfi sínu og akfærir vegir verða lagðir á milli þorpanna og frá þeim til borganna. Á þeim um- brotatímum mun kirkjan horf- ast í augu við mikil verkefni. Bæði þarf hún að varðveita samband sitt við íbúana, en það samband hefur verið sjálfsagð- ur hlutur til þessa, og hún þarf að geta veitt safnaðarfólkinu andlegan stuðning, og þess verð- ur því mikil þörf. Svipuð eru vandamál þau, sem slóvenska kirkjan á við að glíma. Leiðtogi hennar er sen- ior Kercmar, en aðalstöðvar hennar eru í Murska Sobota. Hún er um þessar mundir að reisa nýja, kirkjulega miðstöð í þeirri borg. Er þess að vænta, að hún gegni sama hlutverki fyrir slóvensku kirkjuna og mið- stöðin í Novi Sad hefur gegnt fyrir Slóvakakirkjuna. Slóv- enska kirkjan er minni, safnað- armenn aðeins um tuttugu þús- und. Svæðið fyrir norðan ána Mur í átt til landamæra Aust- urríkis og Ungverjalands hefur verið vanrækt. Þar eru íbúarn- ir líka flestir bændur, og þeir verða að heyja harða lífsbar- áttu. Þvi fara margir ungu mennirnir til borganna eða halda af landi brott. Ekki hefur reynzt unnt að hef ja neinn stór- iðnað á þessum slóðum, og veld- ur því hið aumlega ástand í vegamálum. Söm er ástæðan til Framh. á 16. síðu. UJAIIMI S

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.