Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 17
^ra heimsborg til ^ara veraldar Framha!dssaga um Georg Williams, stofnanda K.F.U.M., eftir Sverre Magelssen Georg Williams sá daglega mik- inn skara verzlunarfólks og verkamanna streyma til vinnu sinnar í Lundúnum. Honum var oft liugsað til þess, livílíkir möguleikar vœru þar til kristi- legs starfs. Fékk liann vini sína í lið með sér, og 6. janúar 1844 stofnuðu tólf ungir menn fyrsta K.F.U.M.-félagið í heiminum. Formaðurinn, James Smith, gat ekki komið á fyrstu fundina. Það var ekki nema eðlilegt, að Georg yrði forystumaðurinn í hópi þeirra og stjórnaði fundi, þótt hann væri ekki í stjórn fé- lagsins í orði kveðnu. Að nokkrum vikum liðnum hafði félaginu vax- ið fiskur um hrygg og það svo, að kaffihúsið St. Martin var orðið allt of þröngt. Þeir fóru því enn á hnotskóg eftir nýju og stærra húsnæði. Og það var ekki auðvelt verk. Það kom í ljós, að menn voru lítt fúsir til að leigja bindindismönnum sal- arkynni sín. Það var of lítið á þeim að græða. Að lokum fundu þeir góðan stað. Það var lítið herbergi í Radleyhóteli í Bridge Street. Leigan hækkaði upp í sjö og hálfan skilding á viku. Það þótti þeim mörgum vera morð fjár. Georg var ekki gefinn fyrir mikla og glæsilega dagskrá á fundum. Þess vegna var það ekki kæn- iega hugsað, fjölbreytt og skemmtilegt fundar- efni, sem félagið bauð þátttakendum upp á. Það, sem veitti félaginu hinn undursamlega kraft og blessaði starfið, voru þrír einfaldir en máttugir þættir — þrjú atriði, sem einkenndu einnig einka- líf Georgs Williams. Piltarnir stefndu allir að „personal work“, per- sónulegum áhrifum. Sjaldan hefur slíkur hópur vitna, fylltur eldmóði, verið saman kominn á ein- um stað. Og þeir, sem þeir umgengust, fundu sannarlega fyrir því. Það var eðlileg afleiðing þessa erfiða, per- sónulega starfs, að þeir voru knúnir til ákafrar og markvissrar fyrirbænar. Það var annað ein- kennið á félaginu. Þeir komu stöðugt saman til að lesa Biblíuna og til að sækja í hana nýjan kraft og djörfung. Þessir þrír þættir voru uppistöðurnar í starfi fyrsta KFUM-félagsins. Einn pilturinn úr hópi fyrstu félagsmannanna hefur síðar sagt frá því, hvernig þeir skipulögðu starfið: „Áætlunin, sem við störfuðum eftir í félagi okkar, var á þessa leið: öllum ungu mönn- unum, sem við þekktum í fyrirtækjunum og við töldum, að hefðu ekki tekið trú, var skipt niður á félagsmenn, þannig, að hver maður bar ábyrgð á fimm piltum. Við gáfum ekkert formlegt loforð, en allir fundum við, að við höfðum hátíðlega tek- ið þá skyldu á herðar að nota hvert tækifæri til þess að víkja vinsamlegu orði að ungu mönnun- um, sem við bárum ábyrgð á. Þetta knúði okkur til þess að biðja stöðugt fyrir þeim, og svo reynd- um við að fá þá til að koma með okkur á bæna- fundi og biblíulestra og til þess að sækja kirkju með okkur á sunnudögum." Innan tíðar fóru þeir að heimsækja önnur verzlunarhús. Georg var í hópi þeirra áhugasöm- ustu. Ekki var alltaf tekið vel á móti þeim. Ýms- ir starfsmenn í fyrirtækjunum fóru á kristilegar samkomur. En þeir höfðu engan áhuga á að tengjast sérstöku félagi eins og Kristilegu félagi ungra manna. Auk þess voru þeir í mörgum mis- munandi kirkjudeildum. Sumir voru „hákirkju- legir“, aðrir fremur ,,breiðkirkjulegir“. Margir tilheyrðu ýmsum stefnum innan ensku kirkjunn- ar. Það var því ekki alltaf auðvelt að fá þá til að hittast og standa einhuga saman. Þá litu sumir forstjórarnir félagið hornauga. Það leið ekki á löngu, þar til piltarnir voru sakaðir um að vera deild í „Félagi vefnaðarverzlunarmanna í höfuð- borginni“. Það var ,,stéttarfélagið“ á þeim tíma og vann meðal annars að því, að verzlun yrði lokað fyrr á kvöldin. Og þetta félag var þyrnir í augum margra þeirra, sem ráku verzlun í Lundúnum. Sjaldan varð Georg eins glaður og þegar hann bar slíkar ásakanir til baka. Hann átti eftir að forða félaginu frá mörgum hættulegum skerjum með glaðlyndi sínu. Félagið dafnaði jafnt og þétt. Sífellt gátu þeir sagt frá nýjum piltum, sem eignuðust lifandi trú. Örofin blessun hvíldi yfir starfinu á þessum ár- um. Strax kom Georg á venju, sem félagið hélt fast við í mörg ár. Hann vildi gjarna, að sam- verustundirnar hæfust með bolla af rjúkandi tei og kringlum. Þá varð blærinn á stundum frjáls- legur og óþvingaður. Það var blátt áfram stór- kostlegt, hvernig þeir notfærðu sér slík minni háttar teboð. Enginn var sá, er þangað kom, að hann fyndi ekki ljóslega, hvað lifandi kristin- dómur væri. BJABHI 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.