Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 15
FÆDDUR 1. JANÚAR 1B76 DÁINN 2. ÁGÚST 1969 sama hvað það kostaði, hann skyldi takast hlutverkið á hend- ur, er heim kæmi. Sú stund olli þáttaskilum í lífi hans og átti eftir að hafa margháttuð áhrif hér heima í ættlandi hans. II Er heim kom hófst S.Á.G. þegar handa. Hann reyndi að vekja áhuga trúaðra manna á markvissu kristilegu starfi og ákveðinni boðun fagnaðarerind- isins, sem vekti einstaklingana til umhugsunar um sálarheill sína og umhyggju fyrir náunga sínum og þeim, sem við neyð ættu að búa. Hann efndi til sam- komuhalda og fékk ýmsa í lið með sér. Hann tók að gefa út smárit og bækur, gerðist þátt- takandi í félagi því, sem stofn- aði til útgáfu „Bjarma“. Hann átti sæti í fyrstu ritnefnd blaðs- ins nokkur fyrstu árin og tók siðan við ritstjórninni af Bjarna Jónssyni, kennara. Varð S.Á.G. þá einnig eigandi blaðsins og kom það út á hans vegum til ársloka 1935. Hann lagði mikla áherzlu á það öll ritstjórnarár sín að birta góðar fréttir frá erlendu kristni- lífi í von um, að það yrði sem flestum hvatning til að vinna að framgangi sannrar Guðs kristni hér á landi. Auk útgáfu blaðs- ins hélt hann dyggilega áfram að gefa út rit og bækur, eftir því sem kostur var. Þar að auki var hann ákaflega kostgæfinn við að útvega erlendar bækur og blöð og koma því sem víðast. Verður seint metið það mikla starf, sem hann vann í marga áratugi við að útvega og út- breiða þessar erlendu bækur. Náskyldar því voru tilraunir hans til að fá góða fulltrúa er- lendrar kristni, prédikara og kristniboða, til að leggja leið sína hingað til lands. Sjálfur ferðaðist séra Sigur- björn mikið um landið, hélt fyr- irlestra og samkomur og dreifði út ritum, blöðum og bókum. III Séra S.Á.G. var frá upphafi ljóst, að líknarstarf, aðstoð í hvers konar mannlegri neyð, var óaðskiljanleg frá sönnum kristindómi. Sú kristilega hreyf- ing, sem hann komst í nánust tengsl við í Danmörku, hafði einnig ávallt lagt ríka áherzlu á það, og starfrækti fjölda alls konar líknarstofnana. Hann reyndi að vekja áhuga og skiln- ing á því, að stofnað væri til líknar og hjálparstarfs á vegum safnaðanna hér, en róðurinn var þungur. Séra Sigurbjörn var áhuga- samur félagi i Góðtemplararegl- unni, og innan þess félagsskap- ar fékk hann ýmsa samverka- menn. Áhugahópur þar stofnaði ,,Samverjann“ svonefnda, sem stóð fyrir matgjöfum um skeið. Segja má, að í framhaldi af starfi því hafi fæðzt sú stofnun, sem kunnust varð og stórbrotn- ust af því, sem hann gjörðist hvatamaður að. Það var Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Var hann formaður stjórnar- nefndar þess frá upphafi og til andláts síns. Þar var hann og heimilisprestur frá því er hann var vígður til þess starfs, er hann var um sjötugt og gegndi þvi starfi til dánardægurs. IV Það stóð stundum styrr um séra Sigurbjörn fyrr á árum. Skoðanir þær, sem hann hélt fram, og fastheldni hans við fornar kenningar kirkjunnar voru mörgum þyrnir í auga. Það var og óspart notað í baráttunni gegn honum, að hann fengi styrk frá danska heimatrúboð- inu. Það eitt var á þeim árum ærin ástæða til að vekja andúð á mönnum, ef unnt var að bendla þá eitthvað við það, sem danskt var. Þess galt hann vafa- laust svo og málefni það, sem hann unni af hjarta og vildi berjast fyrir. En hann var óhagganlegur við það, sem hann taldi rétt og satt. Ótrauður vann hann sáðmannsstarf alla daga síns lífs, allt til hins síðasta. Stærsti og sýnilegasti minnis- varðinn, sem hann hefur reist sér, er Elli- og hjúkrunarheim- ilið Grund og það ótrúlega starf, sem þar hefur verið unnið. Að vísu er öllum ljóst, að margir hafa lagt þar gott starf og mik- ið af mörkum, en óhaggað er, að forystuna hafði hann í upp- hafi og árum saman. Erfiðara verður fyrir mannleg augu að sjá, hvar er að finna árangur ýmislegs þess, sem hann vann að trúboði og kristilegri pré- dikun. Frækorn hans féllu þar víðar en nokkur veit, ekki sízt í því, sem hann gaf út í rituðu máli. Þar naut hann mikils stuðnings konu sinnar, frú Guð- rúnar Lárusdóttur, alþingis- manns, sem var þjóðkunn fyrir störf sín og hæfileika. Studdi hún mann sinn í hvívetna og þau hvort annað. Einn af ávöxtum trúfasts starfs hans er tilvera þessa blaðs, „Bjarma“, sem hann hélt úti árum saman, oft við mikla erfiðleika og kostnað. Hann gafst ekki upp og tryggði þar með tilveru þess blaðs, sem nú er eitt af elztu blöðum landsins. Þá átti séra Sigurbjörn og mik- inn þátt í auknu safnaðarstarfi hér í borg og var einn þeirra, er á sínum tíma börðust ákveðn- ast fyrir stofnun nýrra safnaða í ört vaxandi borg, er hann átti sæti í sóknarnefnd Dómkii’kj- unnar og var um mörg ár for- maður hennar. Það yrði oflangt upp að telja starfssvið hans, því ekkert kristilegt starf var honum óvið- komandi hvorki meðal barna, sjómanna, skólafólks, sjúkra, sorgbitinna og fanga eða gamal- menna. Alls staðar sá hann verk- efnin og hófst handa, víða sem brautryðjandinn. Þess vegna er hans minnzt með virðingu og þakklæti og ástvinum hans og aðstandendum vottuð einlæg samúð. Bjarni Eyjólfsson. ■ JARHI 1S

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.