Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 6
 o 03 03 GO O C3 'SZ' H 03 c= =3 M GO GO C=> ”o3 03 03 C= Frá starfinu C= :o C3 C/5 >■* 03 Q= GO 03 oo vco 03 j= GO 'e t/J c= 03 O M co 03 vo o 4-í 'CO O io il? “co JSd 03 oo 03 L.AUGAR- DAGUR Þótt langt sé um liðið frá því að almenna kristilega mótið var haldið í Vatnaskógi, er rétt að segja svoiítið frá því. Mótið hófst, eins og fyrirhug- að var, laugardaginn 28. júní. Mikil rigning hafði verið dag- ana á undan, en á laugardags- morgninum var veður allsæmi- legt og fór sífellt batnandi, er á daginn leið. Var yndislega failegt veður í Vatnaskógi síð- ari hluta dagsins og allt kvöldið. KI. 6 e. h. hófst mótið með guðsþjónustu, þar sem séra Jó- hann S. Hlíðar, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, prédikaði og annaðist guðsþjónustuna. Hafði hann fyrir texta orð Jesaja spá- manns: „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég samt ekki. Sjá, ég hef rist þig á lófa mína.“ Talaði hann siðar um það, að Guð gleymir ekki sín- um. Mótsþátttakendur þessarar setningarguðsþjónustu munu hafa verið um 330. Kl. 9 um kvöldið var svo aft- ur samkoma, og var efni hennar „Ég vil lofsyngja Drottni“. Það efni annaðist Bjarni Eyjólfsson. Veðurfegurðin um kvöldið hélt fólki úti þar til langt eftir miðnætti, enda hafði verið vætu- samt á undan, svo sem áður segir. SUIVAU- DAGUR Er þátttakendur vöknuðu á sunnudagsmorgni, var komin rigning og hélzt óslitið allan daginn, og oft mikil rigning. Úr bætti, að stillt var í veðri og mjög hlýtt. Fyrsta samverustund dagsins var guðsþjónusta kl. 10, sem sr. Jóhann S. Hlíðar hafði, og tal- aði þá um það, að Guð gleymdi. Boðaði hann þar fagnaðarerind- ið um fyrirgefningu syndanna, fyrir Jesúm Krist. 1 guðsþjón- ustunni var altarisganga, og að- stoðaði sr. Lárus Halldórsson við þjónustuna. Altarisgestir vor um 250. Kl. 2 e. h. var kristniboðs- samkoma. Gylfi Svavarsson, kennari, bróðir Skúla Svavars- sonar, kristniboða, sagði fréttir frá Gídole og las úr bréfum frá Skúla, sem hann hafði sent ætt- ingjum. Á sama hátt hafði Jón Dalbú Hróbjartsson fréttaþátt úr bréfum frá Margréti Hró- bjartsdóttur, systur sinni, og Benedikt Jasonarsyni, mági sín- um. Þá var og fréttastubbur úr bréfi, sem borizt hafði frá Katr- ínu Guðlaugsdóttur. Á samkom- unni var og minnzt þess, að 40 ár væru liðin frá stofnun Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga. Voru samkomugestir beðnir um að minnast þess með því að gefa til starfs Kristniboðssambands- ins góða afmælisgjöf. Urðu þeir vel við þeim tilmælum, því að í samskot í lok samkomunnar komu kr. 111.102,30. Eru það langmestu samskot, sem inn hafa komið á kristniboðssam- komu í Vatnaskógi. Kl. 5 síðdegis var samkoma. Þar töluðu þeir Sævar B. Guð- bergsson, kennari, Friðrik Ó. Schram, verzlunarmaður, og Sigursteinn Hersveinsson, út- varpsvirki. Síðasta samkoma mótsins var svo kl. 8 á sunnudagskvöld. Sverrir Arnkelsson, prentari, byrjaði samkomuna með nokkr- um orðum, en síðan var orðið gefið frjálst og þátttakendur vitnuðu um trú sína. Stóð sú samkoma til kl. rúmlega 10 um kvöldið, og bifreiðir komu að sækja þá þátttakendur, sem ætl- uðu heim þá um kvöldið. Með samkomu þessari lauk mótinu að þessu sinni. Var það styttra en vant er, og var það vegna þess, að kristniboðsþing átti að hefjast daginn eftir. Var það einum degi lengur en vant er, þar sem minnzt skyldi 40 ára afmælis Sambands ísl. kristni- boðsfélaga í sambandi við það þing. 6 B J A R M 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.