Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 8
hádegis og síðan einnig á fund- inum eftir hádegið og kom ým- islegt fram í umræðum þessum. Umræðunum lauk kl. 4.15 og var þá kaffihlé. Að kaffihlé loknu hófst fundur aftur, og tóku þá fyrst þrír til máls, sem enn voru eftir á mælendalista. Síðan hófust atkvæðagreiðslur og kosningar. Ur stjórn áttu að ganga Hilmar Þórhallsson, Jó- hannes Sigurðsson, frú Sigríður Magnúsdóttir og sr. Sigurjón Þ. Árnason. Voru þau öll endur- kosin. Varamenn voru kosnir þeir Sigursteinn Hersveinsson, Ingólfur Gissurarson og Magnús Oddsson. Fyrir voru í stjórn- inni: Bjarni Eyjólfsson, Baldvin Steindórsson og frú Herborg Ól- afsson. Endurskoðendur reikn- inga voru kosnir þeir Einar Th. Magnússon og Sigurbergur Árnason. Friðbjörn Agnarsson var kosinn endurskoðandi minn- ingarsjóðs Eiínar Ebbu Runólfs- dóttur. BRAUTRYÐJEIY»IJK 1 liítvsrt HKIÐRAÐIR Kristniboðsþing þetta bar mjög keim af því, að litið var aftur til liðsins tima og stofn- unar og starfs Kristniboðssam- bandsins. Var ekki sízt rætt um fyrstu árin, og kristniboðið í Kína, en Sambandið hefur starf- að rúmlega helming tíma sins í Kína. Nú orðið ber hæst kristniboð- ið í Eþíópíu, og þekkja kristni- boðsvinir það svo vel, að ekki var eins mikil þörf á að kynna það. Þó voru þar sýndar mynd- ir frá því starfi, eins og áður segir. Öllum var ljóst, að með kristniboðsstarfinu í Eþíópíu hófst merkur þáttur í starfi islenzkra kristniboða, og sá sem mannlega séð hefur borið skjót- asta og mesta ávexti. Var því ekki nema sjálfsagt, að margoft væri þeirra minnzt, sem þar höfðu lagt hönd á plóginn, og þá einkanlega brautryðjendanna, þeirra frú Kristínar Guðleifs- dóttur og sr. Felixar Ólafssonar. Gert hefur verið snotur mappa, en framan á hana hafði verið grópuð mynd af Kristi, sem bendir út á akrana, og fyr- ir neðan þá mynd nöfn þeirra hjóna. Á fyrstu síðu í möppunni var rituð kveðja og þakkar- ávarp til þeirra brautryðjenda, og lá mappan frammi tvo síðari daga þingsins til undirskriftar fyrir þátttakendur í þinginu. Var þeim hjónum siðan send mappan sem kveðja og þakkir, ekki aðeins frá þinginu heldur frá íslenzkum kristniboðsvinum. Höfðu þá 159 nöfn verið skráð undir kveðjuna. Þótt aðrir séu nú starfandi á starfssvæðinu í Eþíópíu, hafa þau hjónin Kristín og Felix skráð nöfn sín óafmá- anleg í kristniboðssöguna sem brautryðjendur íslenzkra kristniboða í Eþíópíu. Samþykktir, sem gerðar voru á þinginu, eru birtar á öðrum stað. GÓMR GJAFIR I sambandi við kristniboðs- þingið voru afhentar ýmsar gjaf- ir, bæði minningargjafir og gjafir frá einstaklingum í tilefni 40 ára afmælisins, sem samtals námu um kr. 65.000,00. Er fyr- ir þær kvittað á öðrum stað í blaðinu, en að meðtöldum sam- skotunum, sem komu á mótinu, höfðu Sambandinu verið afhent- ar um kr. 176.000,00 af þeim, sem í Vatnaskógi voru. Var það óneitanlega góð og mikilsverð uppörvun, sem öllum eru færð- ar þakkir fyrir. Frá K.F.U.M. og K. ^----------- -------- SAM- KOMUR f júlímánuði var samkomu- salur félaganna við Amtmanns- stíg málaður og lagfærður á ýmsan hátt. Var þvi ekki unnt að hafa samkomur þrjá sunnu- daga í þeim mánuði, en tvo þessara sunnudaga hefðu þær fallið niður vegna tjaldsamkom- anna. Þriðja sunnudaginn, sem ekki var unnt að hafa samkom- ur í salnum, var samkoman höfð í sal félaganna í Langagerði 1, en það er nýjasta hús þeirra. Var samkoman vel sótt, en sal- urinn er mjög vistlegur og hent- ugur til samkomuhalda. Hann tekur að vísu ekki nema 130 —140 manns, þegar aukastólar hafa verið notaðir, en það næg- ir, þegar dreifing er mest á sunnudögum á sumrin. 01*10 ntrs Barnavinafélagið Sumargjöf hefur haft afnot af húsi K.F. U.M. og K.F.U.K. við Holtaveg undanfarin ár. Hefur það haft efri hæð í vesturhluta hússins til afnota og starfrækt þar dag- heimili, sem nefnist Holtaborg. Þann 1. júlí flutti dagheimilið burtu, því reist hefur verið nýtt heimili fyrir nærliggjandi hverfi. Hefur húsnæðið verið óleigt síðan. Á fimmtudagskvöldum síðan í lok júlí hefur verið efnt til samverustunda fyrir meðlimi og gesti þeirra og reynt að hafa 8 n J A R M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.