Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.1969, Blaðsíða 12
Fyrsta heimsókn frá eþíópskri kristni til íslenzkra kristniboösvina Ato Asfaw Kelbero kom hingað til lands að- faranótt 21. ágúst s.l. Hann er fyrsti Eþíópíu- maðurinn, sem heimscekir íslenzka kristniboðs- vini. Undanfarna þrjá mánuði hafði hann dvalið í Noregi, en kom hér við á leið sinni til Banda- rikjanna, þar sem hann mun stunda framhalds- nám í guðfrœði. Verður það að minnsta kosti eins árs nám. Asfaw er ekki Konsómaður. Hann er af Kam- bata-œttflokki, en hann hefur verið starfsmaður kristniboðsins lengi og m. a. dvalið í Konsó mörg ár. Hann var fyrst barnákennari við skólann á kristniboðsstöðinni þar, en var síðan kostaður af íslenzka kristniboðinu til framháldsnáms við biblíuskóla og safnaðarforstöðumannsskólann. Síðan kom hann aftur til Konsó og var þá ráð- inn kennari við 'námskeið, sem háldin voru m. a. fyrir skírnþega. Reyndist hann ágœtavel í starfi sínu. Alls mun hann hafa starfað 6 ár fyrir ísl. kristniboðið, en verið 11 ár álls í Konsó. Þegar lestrarkennstuherferð var hafin í um- dœminu, þar sem kristniboðsstöðvarnar í Gídole og Konsó eru, var Asfaw ráðinn forstöðumaður þeirrar kennsluherferðar og reyndist þar einnig vel. Hann var annar tveggja, er til greina komu sem fyrsti prestur innlenda safnaðarins í Konsó. Sjálfur segist hann frekar hafa haft hug á að ger- ast kennari við biblíuskólann í Irgálem, og það hefur hann verið undanfarin ár. Jafnframt kenn- arastörfum við skólann, hefur hann gegnt marg- háttuðum störfum fyrir kirkjuna þar, m. a. ver- ið ritari umdæmisstjórnarinnar, veitt œskulýðs- starfi safnaðari'ns forstöðu o. fl. Meðan Asfaiv dvaldi hér á landi, bjó hann hjá þeim hjónum frú Kristínu Guðleifsdóttur og séra Felix Ólafssyni, en þeim kynntist hann, er þau störfuðu í Eþiópíu. Asfaw tálaði á tveim sam- komum í Reykjavík og Akureyri og einni sam- komu á Akranesi. Til Vestmannaeyja fór hann einnig og talaði þar á samkomu og varð nokkur röskun á ferðaáœtlun hans vegna þess, að þar varð hann veðurtepptur í tvo daga. Heimsókn Asfaw varð kristniboðsvinum til mikillar gleði. Var mjög ánœgjulegt að sjá og heyra þennan fyrsta fulltrúa innlenda safnaðar- ins á starfssvœði kristniboðsins í Eþíópíu. Auð- fundið var, hve þakklátur hann var fyrir þá að- stoð, sem hann og fleiri lanclar hans hafa notið frá íslenzkum kristniboðum og kristniboðsvinum. Þá var og skemmtilegt að sjá gleði þá og kœr- leik, sem lesa rnátti úr svip margra kristniboðs- vinanna, er þeir heilsuðu þessum fulltrúa eþí- ópskrar kristni. Von er um, að Asfaw komi hér aftur við, er hann verður á heimleið, að ári liðnu. Ef af því verður, verður það enn styttri heimsókn en nú var. Að þessu sinni staðnæmdist hann í tólf daga, en þá yrði aðeins um tveggja til þriggja daga dvöl að rœða, ef af yrði. Beztu óskir og fyrirbœnir fylgja honum héðan. Á þessum sex samkomum, sem hann tálaði á, gáfust kristniboðinu um 50.000 krónur í samskot. AltSSKYIlMA frá Konsó Ársskýrsla Gísla Arnkelsson- ar, kristniboða, barst hingað til lands fyrir nær hálfu ári. Hún var síðan lánuð til afnota á kristniboðsfundi og varð fyrir bragðið utanveltu svo lengi, að hún birtist ekki fyrr en nú, er uppgötvazt hafði, að hún hafði aldrei í blaðinu birzt. Eru bæði hann og lesendur beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. B.E. Það er vani margra að líta til baka um áramót og virða fyrir sér liðna tíð, sem aldrei kemur til baka. Oft vakna þá minningar, sem vekja meiri sársauka en gleði. Veikleiki 12 B Jí A R M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.