Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 3
Skúli Svavarsson Vorblær lék um Kolme segir frá -en þá var líka reynt að spilla gróðrinum Kolme heitir suðvesturhluti Konsóhéraðs. Þar er byggð dreifð- ari en annars staðar í Konsó. Lítið er um stór þorp, en hver f jölskylda býr út af fyrir sig og oftast þar, sem hún hefur akra sína. Ekki eru nema rúm fjögur ár, síðan kraftur kom í vakninguna þar, en þá vildu, á skömmum tíma, allflestir íbúanna trúa á Jesúm Krist. Var mikið beðið um fræðslu í Guðs orði. Þeir, sem mætt höfðu Kristi og eignazt samfélag við Guð, vitnuðu fyrir nágrönnum sínum um allt, sem Kristur hafði gert fyrir þá. Hinn persónulegi vitnisburður snart þá, sem heyrðú. Hér var fólk, sem þeir þekktu og hafði verið í sömu andlegu neyð og þeir sjálfir. Nú voru þeir nýir menn og höfðu losnað úr öllum böndum hins gamla átrúnaðar. Jesús er sterkari en Satan og andamir. Það var vitriisburðurinn, borinn fram af krafti og út frá reynslu. Kirkjur risu, hver af annarri. Kristnir söngvar hljómuðu um allt. Fólk gekk langar leiðir til þess að fá tækifæri til að heyra Guðs orð og söng á leið sinni hástöfum kristna söngva. Það lék andlegur vorblær um landið. Jesús var kom- inn til Kolme. Ekki voru allir jafnánægðir yfir þessari breytingu. Töframenn og aðrir höfðingjar og ráðamenn, sem drottnað höfðu yfir fólkinu og hagnazt af fáfræði þess og vantrú, voru reiðir. Satan sjálfur notaði svo þessa menn til þess að brjóta niður og eyðileggja það, sem Guð hafði látið gerast. Hann hafði all- ar klær úti og beitti óspart vopn- um sínum, svikum og lygi. Það gagnaði þó litið. Guðs ríki fór sigurför. Nafn Jesú var á allra vörum. Áróðurinn gegn þeim, sem byrj- að höfðu að trúa á Jesúm, var hert- ur. Hópum, sem gengu syngjandi til kirkju, var tvístraö og jafnvel skotið á þá. Menn voru ákærðir fyrir óspektir og hávaðasöng á al- mannafæri. Þegar Ijós ICrists skín inn í hús og hjarta, kemur margt í ljós, sem hreinsa þarf í burtu. Hér er verið að taka töfragripi út úr kofa í Eþíópíu. Höfðingjarnir leigðu fólk til þess að ráðast á lcristna menn og mis- þyrma þeim. Þeir reyndu að brenna eða rífa kirkjurnar,1 en hinir kristnu byggðu nýjar kirkjur og enn þéttar en áður. Þá kvörtuðu höfðingjarnir yfir því við valdhafana, að allt of stutt væri milli kirknanna. Kirkjurnar taka mikið landrými, sem áður var ræktað, og fólkið er hætt að vinna, en syngur bara sálma og vitnar hvert fyrir öðru, sögðu þeir. Lögreglan í Kolme gekk í lið með höfðingjunum og töframönnunum. Kristnir menn voru nú fangelsaðir unnvörpum án nokkurs tilefnis. Þegar lögreglan las á aðalmark- aðstorginu yfirlýsingu um, að nú væri Eþíópía sósíalskt ríki, bætti yfirlögregluþjónninn við annarri yfirlýsingu um, að lútherska kirkj- an, Mekane Jesús, hefði ekki leng- ur heimild tii að starfa. Það átti að loka öllum þessum nýju kirkj- um og refsa öllum leiðtogum og starfsmönnum hennar. Starfsmenn kirkjunnar í Kolme skrifuðu niður yfirlýsinguna og sendu boð til kristniboðsstöðvar- innar um, hvað væri að gerast. Við fengum svo lögreglustjórann í Konsó með okkur daginn eftir og ókum til Kolme. Bezt var að kryf ja þetta mál til mergjar. Þegar við komum til markaðs- torgsins í Kolme, var þar múgur og margmenni, enda þótt ekki væri markaðsdagur. Augljóst var, að mikil ólga var meðal fólksins. Yfirlögregluþjónninn í Kolme varð undrandi að sjá okkur. Hann heilsaði með skjálfandi röddu og sagðist vera ánægður yfir, að við skyldum koma og heimsækja sig. Okkur var boðið inn til hans og veitt kaffi. Síðan vildi hann ræða við lögreglustjórann í einrúmi. Við gengum því út og töluðum við fólk- ið á meðan. Því þóttu yfirlýsingar herstjórnarinnar um að loka kirkj- unum einkennilegar og spurði um margt. Það var heitt í kolunum. Við gátum frætt fólkið um, að FRH. á bls. 7. t------------------------------ COMORO: Áhrif am ihill ritnishurður Þegar Comoro-eyjarnar í Ind- landshafi losnuðu undan yfirráð- um Frakklands og urðu sjálfstœð- ar í júlí 1975, fóru allir kennarar og lcelcnar á brott frá eyríkinu. Þannig varð það án lœlcnishjálpar. Eina undantekningin var kristni- boðslœknir frá innri hluta Afríku, sem var þar á þessum tíma af til- •._____________________________ viljun. Hann hafði svo jákvœð áhrif á leiðtoga landsins, þar sem allir eru múhameðstrúar, að þeir báðu hann um að senda eftir fleiri kristnum Iœknum. Rétt á eftir voru samþykkt ný lög, sem veittu trú- arbragðafrelsi í landinu. Kristnir menn fengu ókeypis útsendingar- tíma í rikisútvarpinu einu sinni í viku fyrir evangeliskt dagskrár- efni. Nú starfa 15 kristniboðar á eyjunum, og nýlega bárust fregnir um, að fyrsti maðurinn hefði snúið sér til Krists. ( 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.