Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 7
við stjórnendur lúthersku kirkj-
unnar, með það í huga að hefja
þar starf. Var þeim tekið opnum
örmum og bent á þéttbýlt svæði
alllangt norðvestur af höfuðborg-
inni. Þar býr fólk, sem nánast eng-
in kynni hefur haft af kristinni
trú og er því fjötrað í hlekki heið-
indóms. Fyrir nokkrum vikum fóru
fyrstu fjölskyldurnar frá Osló til
Kenýu og stunda nú nám í swahili-
máli, en það tungumál tala milljón-
ir manna í allri Austur-Afríku.
Væntanlega stendur málanámið
yfir fram að áramótum, en þá
munu .kristniboðarnir hef ja störf.
íslenzkir sendiboðar
Svo sem Bjarmi hefur áður
greint frá, hafa íslenzkir kristni-
boðsvinir ákveðið að hefja starf
í Kenýu. Vonir stóðu til, að Skúli
Svavarsson og fjölskylda færu
þangað til starfa í byrjun næsta
árs. Nú er ljóst, að svo verður ekki.
Norskan barnaskóla verður að
stofnsetja í Nairóbí fyrir börn
kristniboðanna, og mun það taka
lengri tíma en menn höfðu vonað.
Samkvæmt síðasta bréfi, sem
stjórn S.I.K. hefur fengið frá sam-
starfsfélagi okkar í Osló um þetta
mál, verður skólinn ekki tilbúinn
fyrr en haustið 1978. Af þeim sök-
um munu Skúli og fjölskylda hans
ekki fara fyrr en þá. —
„Þér, sem minnið Drottin á,
unnið yður engrar hvildar" í fyrir-
bæn fyrir þessum nýja starfsakri
— jafnframt sem við knýjum dyra
hjá Drottni fyrir Konsó og Eþí-
ópíu allri. Liggjum ekki heldur á
liði okkar í fyrirbæn fyrir starf-
inu hér heima, að boðskapurinn um
Krist Jesúm fái framgang.
Gísli Arnkelsson.
r----------------------------n
FltlMERKI
Aðalskrifstofan veitir móttöku
» notuðum, íslenzltum
frtmerkjum
og selur þau til ágóða fyrir
kristniboðið. — Frímerkin séu
ógöiluð og ekki losuð af um-
slögunum, heldur klippt af
með nokkurri spássíu í kring.
Sendið þau þannig til Sam-
bands íslenzkra kristniboðs-
félaga, Amtmannsstíg 2B,
pósthólf 651, 121 lteykjavík.
v.___________________________/
Vorblær...
FRAMH. aí bls. 3.
lútherska kirkjan hefði fullt leyfi
til þess að starfa eins og áður.
Við vorum síðan kallaðir inn til
lögreglunnar ásamt kennurum rík-
isskólans á staðnum, og umræð-
urnar hófust.
Yfirlögregluþjónninn neitaði því
að hafa sagt neitt annað en það,
sem hcnum hefði borið. Hann hefði
aðeins lesið yfirlýsingu herstjórn-
arinnar á markaðstorginu sam-
kvæmt beiðni lögreglustjórans í
Konsó. Það, sem hann las, hefði
hann skriflegt, og eins hefði hann
bréf frá lögreglustjóranum um,
hvar og hvernig yfirlýsingin skyldi
lesin. Allt þetta gætum við fengið
að sjá.
,,En hvað um starfsemi Mekane
Jesús?“ spurðum við.
„Hér stendur ekkert um hana, í
því, sem ég las,“ var svarið.
„Sagðir þú ekkert um, að loka
ætti öllum kirkjum Mekane Jesús?“
spurðum við.
„Ekkert,“ svaraði hann.
„Þeir, sem standa hér fyrir utan,
hafa aðra sögu að segja.“
„Þeir hafa misskilið mig eða þá
túlkurinn túlkað rangt.“
Túlkurinn hafði ekki túlkað
rangt, því að kennarar okkar skilja
bæði Konsómál og amharisku.
En ekki vildi lögregluþjónninn
játa neitt, hvað sem við sögðum.
Hann var háll eins og áll og hafði
afsökun við öllu. Hann hafði meira
að segja vitni, sem vitnuðu með
honum.
Eftir langar og leiðinlegar um-
ræður sagðist hann að vísu hafa
rætt svolítið um skólastarf Mekane
Jesús kirkjunnar og skólastarf rík-
isins í Konsó. Ríkið hefur fullkom-
inn barnaskóla í Kolme, en kifkjan
aðeins lestrarskóla.
Og þegar hér var komið sögu,
byrjaði hann að ákæra okkur fyrir
að standa í vegi fyrir því, að böm
færu í ríkisskólann. Allir færu í
þessa lestrarskóla, en fáir í barna-
skólann. Nú voru ríkisskólakenn-
ararnir látnir staðfesta þetta.
Við skildum ekki í fyrstunni,
hvers vegna kennarar ríkisskólans
voru viðstaddir þessar viðræður.
En nú áttuðum við okkur á því,
hvað lögreglustjórinn í Konsó og
yfirlögregluþjónninn í Konsó ætl-
uðu sér.
Ekki var útlit fyrir, að yfirlög-
regluþjónninn mundi játa neitt.
Við, sem komum frá kristniboðs-
stöðinni, stungum þá upp á því,
að bæði ég og yfirlögregluþjónn-
inn færum út og héldum hvor sína
ræðuna, því að fólkið, sem beið
fyrir utan, vænti þess að heyra af
viðræðum okkar. Fyrst vandamálið
væri skólastarfið, buðumst við til
þess að hvetja fólkið til þess að
senda börn sin ekki aðeins í lestrar-
skólana, heldur notfæra sér einnig
barnaskólann, sem veitti miklu
betri almenna menntun.
En ef við segðum þetta, þá yrði
lögreglumaðurinn að skýra fólkinu
frá því, að lútherska kirkjan hefði
fulla heimild til þess að starfa í
Konsó og hún mætti byggja kirkju-
hús um allt Kolmehérað eftir
þörfum.
Málið var útkljáð. Ræðurnar
voru haldnar, þótt önnur væri flutt
með ólund. Hinir kristnu voru
ánægðir.
Seinna skildum við þó, að þetta
var upphaf nýrra erfiðleika. Þó að
yfirlögregluþjónninn hefði orðið að
viðurkenna Mekane Jesús kirkjuna,
hafði hann ákveðið að nota hvert
tækifæri til þess að hefna fyrir, að
hann varð að niðurlægja sig og
halda ræðu, gagnstæða þeirri, sem
hann hafði haldið daginn áður.
Skúli Svarvarsson.
Kristniboðssambandinu hafa borizt
eftirfarandi gjafir í september 1977:
Fró einstaklingum: SJ 5.000; BS
10.000; Stekkjarholt 2.000; EB 10.000;
GB (ICeflavík) 15.000; ÁG (Siglufirði)
40.000; A og G 7.000; SS 25.000; ÞS
5.000; NN 1.000; NN 30.000; GK 5.000;
HH 15.000; MÍ (Seyðisfirði) 25.000;
NN 500; JÁ 10.000; VÞ 25.000; Seld
frímerki 13.400; NN 12.500; MJ 5.000;
ETh 5.000; M (kona á ellih.) 1.000;
NN 500; JÞ 10.000; Dvalarfólk Heilsu-
hælinu í Hveragerði 2.300; ÁJ 400;
GGfM 12.000; S og E 30.000; BE 11.000.
Frá félögum: UD KFUM Breiðholti I
3.841.
Baukar: ÞS 1.200; M 5.021; NN 2.714;
MÞ 8.547; Vindáshlíð 1.968; GGfM
10.632.
Minningargjafir: 30.900.
Gjafir í september 1977: 399.162.
Gjafir alls það sem af er árinu 1977:
8.875.200.
7