Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 9
Var skilnaður leyfilegur frammi fyrir Guði? Hvers vegna? Hvers vegna? Ekki slitnar upp úr hjónabandi á einum degi, ef í hlut á eðlilegt, heilbrigt, venjulegt fólk. Það er eins og með hús, sem í er þurra- fúi. Skemmdin er að verki í nokk- urn tíma, jafnvel mánuði eða ár. Venjulega verður ofurþungt álag að koma til, svo að yfirborðið rofni, en því aðeins kemur skemmdin í Ijós, að uppistöðurn- ar hafa verið látnar fúna. Ef djúpt var grafið fyrir húsinu og vel frá því gengið hátt og lágt, getur röskun orðið, ef á það reyn- ir, en það brotnar aldrei. Það er líka annað atriði, sem er mikilvægt í þessu sambandi. Þó að maður og kona taki á móti Jesú sem frelsara sínum og gangi síðar í hjónaband, er það engin trygging fyrir því, að Kristur sé þeim Drottinn, hvorki þeim sjálfum eða í hjónabandi þeirra. Hermaður er hermaður frá þeim degi, sem hann lætur skrá sig í herinn. En það getur liðið langur tími, þangað til hann lær- ir að lúta aga og hann verður rólegur, þótt hann sé í miðri skothríðinni. Oft er mikill mun- ur á kristnu hjónabandi, þ. e. hjónabandi, þar sem Kristur er í öndvegi, og hjónabandi krist- inna hjóna. Þá skal bent á þriðja atriðið, og því þykir einkum „saklausa" aðilanum erfitt að kyngja. Þegar illa fer í hjónabandi, hafa báðir aðilar stuðlað að því, að sú verði reyndin. Ef til vill er sök annars aðil- ans meiri en hins. En það þarf vitrari mann en jafnvel Salómon til þess að draga mörkin í svo flóknu máli. Það er betra að vera auðmjúkur og einbeita sér að því að leiðrétta eigin ávirð- ingar heldur en reyna að útskýra sök hins aðilans. Sé slík viðurkenning ekki fyrir hendi, eru engar líkur á, að sætt- ir takist, ef hjónabandið rekst á sker. MÍN ÁKVÖRÐUN, EKKI GUÐS Þegar ég virði þetta fyrir mér núna, kemst ég að raun um, að hún var ekki rétta stúlkan. Hún var ekki sú, sem Guð valdi handa mér. Hún var sú, sem ég valdi mér sjálfur. Hún var glaðlynd, aðlaðandi, gáfuð, jafningi minn í þjóðfélags- stiganum, hafði sæmilegt fjár- málavit og var frá trúuðu heimili. Að ytra hætti virtist allt slétt og fellt, frá mannlegu sjónarmiði. Mér fannst hún vera forkunnar fögur. Það geislaði af okkur, þegar við vorum saman. Við hlóg- um og létum eins og kjánar — en Guð skipti okkur ekki mestu máli. Við höfðum ekki beðið hann að leiða okkur til makans, sem hann ætlaði okkur. Við báðum ekki saman. Við rannsökuðum ekki orð hans saman. Við unn- um ekki í víngarði hans saman. Við vorum ekki fús til þess að fórna tíma, sem við eyddum hvort með öðru, svo að Guð gæti not- að hæfileika okkar og tækifæri. Og umfram allt: Ég átti ekki friðinn, þennan „innri vitnisburð" í hjartanu, að ég fetaði veg Guðs. Ég átti enga fullvissu um, að þetta væri rétt. Ég man vel, að ég reyndi að kveða niður hljóðlátar efaspurn- ingar, sem gerðu vart við sig, með skynsemisrökum eins og þessum: Þetta eru bara tilfinn- ingasveiflur, sem verða á undan hjónabandinu; trúlofunin er alltaf erfiður tími; þetta lagast allt, jafnskótt og við erum komin í örugga höfn hjónabandsins; Guð fylgist með mér í öllu, enda vill hann ekki, að kristilegt hjóna- band sigli í strand. Ég minnist þess meira að segja, að ég vildi ekki hleypa þeirri laumulegu ásökun inn í huga minn, að ég héldi því til streitu að giftast, einungis vegna þess, að ég gæti ekki hugsað til þess að slíta sambandinu við stúlkuna og sjá hana þjást. Þegar ég skoða hug minn núna, held ég, að með þessum efasemdum hafi heilagur andi verið að verki og að hann hafi viljað forða mér frá að gera slík afdrifarík mistök. UNDANSLÁTTUR Hvað varð mér á, eftir að við vorum gift? Fyrst og fremst láðist mér að byrja á byrjuninni. Þar sem ég var húsbóndinn á heimilinu, var það skylda mín að krefjast þess, að við hefðum ætíð þann hátt- inn á fyrst á morgni hverjum, að við tækjum okkur tíma til hljóðrar stundar, hvort um sig, þar sem við værum ein með Guði. Konan mín var yngri en ég og líka yngri í trúnní. Hún hafði 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.