Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 12
Sunnudagurinn FRAMH. af bls. 1. Auk þess voru miðvikudagur og föstudagur í hverri viku sérstakir varðstöðudagar, þegar kristnir menn voru sérstaklega hvattir til að vera á verði með bæn og föstu. Þessir dagar voru að sjálfsögðu valdir, af því að þeir voru merkis- dagar á þjáningarferli Jesú. Á mið- vikudegi var Jesús handtekinn og á föstiidegi krossfestur. Framan af voru þessir dagar í rauninni ekki sorgardagar yfir því, að Drottinn hafði verið frá þeim tekinn, heldur var um að ræða eftirvæntingar- fulla bið eftir endurkomu hans. Seinna, þegar endurkomuvonirnar höfðu daprast í kirkjunni, urðu þessir dagar í ríkari mæli minn- ingardagar um þjáningu Jesú og dauða og einkenndust frekar af sorg og yfirbót. Þær raddir heyrðust, þegar kristnin var að vinna sigur í róm- verska ríkinu, að gera föstudaginn, dánardag Jesú, að hvíldardegi, en það kom að sjálfsögðu ekki til greina, því að sunnudagurinn var þá þegar fastur í sessi sem hin vikulega hátíð kristinna manna. En við sjáum, að það er ekki ófyrir- synju, að sá siður hefur tíðkazt í kirkjunni að hafa föstumessur á miðvikudögum og föstudögum. 3. Drottins dagur Á fyrsta degi vikunnar reis Kristur upp frá dauðum og birt- ist þann sama dag lærisveinum sín- um lifandi með órækum kenni- merkjum. Þegar þeim varð þetta ljóst, fæddist páskaboðskapurinn: Kristur er upprisinn. Drottinn lifir. Með því að kalla hann Drottin játuðu þeir trúna á þann herra, sem var sterkari en dauðinn. Og að sjálfsögðu varð þeim með öllu ógleymanlegur sá dagur, er hinn krossfesti gekk fram á foldu í mynd hins upprisna, og þeir köll- uðu þann dag síðan dag Drottins. En hann var ekki aðeins ógleym- anlegur, hann breytti öllu lífi þeirra, hann var upphaf nýs tíma í lifi þeirra, upphaf nýrra tíma í sögu heimsins. Upprisudagurinn var kristnum mönnum sem fyrsti dagur nýrrar sköpunar, er Guð sagði að nýju sitt volduga orð, „verði Ijós“; hann var sá dagur, sem markaði upphaf nýrrar aldar. Kristur var frumgróði hins nýja lífs, og fyrir samband sitt við hann mundu kristnir menn öðlast hlutdeild í lífi hans, hlutdeild í krafti upprisu hans, í kröftum hinnar komandi aldar. Þannig var frá upphafi kristins siðar upprisan og fyrsti dagur vik- unnar saman tengt í vitund krist- inna manna. Það jók svo á helgi sunnudagsins, að heilagur andi kom yfir lærisveinana á sunnudegi (hvítasunnudegi). Þann dag varð kirkjan til og hin kristna prédikun hófst. Með tilvísun til upprisudags- ins getum við sagt, að páskar, frumhátíð kirkjunnar, hafi verið haldnir hátíðlegir frá upphafi krist- ins siðar og raunar hvítasunnan einnig, en sú hátíð var í raun og veru beint framhald páskanna. í frumkristni væntu menn komu Drottins á sama degi og hann reis upp frá dauðum, á fyrsta degi vik- unnar, degi Drottins, en það nafn var ekki aðeins haft um sunnudag- inn, heldur einnig hinn efsta dag. Hver sunnudagur var kristnum mönnum eins konar páskadagur og hvítasunnudagur, er þeir minntust upprisunnar og gjafar andans, en umfram allt horfðu þeir fram til hins mikla dags Drottins, er hann kæmi aftur, og máltíðin við Guðs borð var þeim forsmekkur hátíða- máltíðarinnar í guðsríki. 4. Fyrsti dagur vikunnar Það var hin volduga staðreynd upprisunnar, sem leiddi til þess, að kristnir menn söfnuðust saman til guðsþjónustu hinn fyrsta dag vik- unnar eins og berlega sést af eftir- töldum ritningarstöðum: ,,En er vér vorum saman komnir fyrsta dag vikunnar til þess að brjóta brauðið . . .“ (Post. 20,7, þar sem greint er frá viðdvöl Páls postula í Tróas í Litlu-Asíu á baka- leið í þriðju kristniboðsferðinni). „Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar taka frá heima hjá sér og safna í sjóð, eftir því sem efni leyfa...“ (I. Kor. 16,2). Sam- kvæmt því, sem hér segir, virðist fyrsti dagur vikunnar hafá sér- stöðu umfram aðra, a.m.k. í söfn- uðum Páls. Á þeim degi héldu menn helga guðsþjónustu og gengu til borðs Drottins. Þar sem I. Korintubréf er talið elzt allra rita Nýja testamentisins, þá er í I. Kor. 16,2 að finna elzta vitnisburð um sérstöðu sunnudags- ins í frumkristni. Á tímum Páls er talið sjálfsagt, að kristnir menn komi saman til guðsþjónustu á fyrsta degi vikunnar til að syngja lofsönginn, heyra fagnaðarerind- ið, meðtaka sakramentið (brjóta brauðið) og bera fram fórnargjafir málefni guðsríkis til eflingar. Þeg- ar Páll talar um að „taka frá heima hjá sér og safna í sjóð“, þá á hann við, að hver og einn geti þannig lagt fram gjöf sína af fús- um og frjálsum vilja, eftir því sem löngun og efni standa til. í þessum tveim ofannefndu ritn- ingargreinum er talað um fyrsta dag vikunnar, og er það heiti dags- ins samkvæmt gyðinglegri venju, sbr. nafngift hvíldardagsins hjá Gyðingum, sabbat, sem þýðir ein- faldlega sjöundi (dagur vikunnar). Sunnudagur var hann kallaður að rómversk-austurlenzkum hætti, en hið kristna réttnefni er Drottins dagur. í Op. Jóh. 1,10 er eini staðurinn, þar sem þetta fornkristna nafn sunnudagsins kemur fyrir í Nýja testamentinu, og má af því sjá, þar sem það er notað án allra skýr- inga, að Drottins dagur í merk- ingunni fyrsti dagur vikunnar var þegar þekkt í frumkristni. Á Drott- ins degi var hinn útlægi, kristni þjónn, sem heldur á penna í Opin- berunarbókinni, staddur í anda hjá söfnuði sínum, sem kemur saman í dögun til helgrar guðsþjónustu, og tilbiður hinn upprisna með upp- lyftum höndum. (Sjá Op. Jóh. 1,10: „Ég var hrifinn í anda á Drottins degi“). Hér er að sjálfsögðu átt við fyrsta dag vikunnar, sem kristnir menn nefndu fyrrum ávallt Drottins dag, en við köllum nú sunnudag. Á 2. öld e. Kr. var farið að tala um áttunda daginn, og er þá ber- sýnilega átt við sunnudaginn. Sjö daga vikan var í augum kirkju- feðranna tákn hinnar gömlu sköp- unar, sem hófst eftir sabbatinn. Þetta var svo tengt sögunni af Nóa, sonum hans og konum þeirra 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.