Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 14
siðbótinni. Bæði Lúther og Kalvín litu svo á, að hvíldardagsboðorðið væri samkvæmt ytri orðanna hljóð- an afnumið í Kristi. Siðbótarmenn voru á sama máli og fornkirkjan, og allt, sem varðaði vissa staði, tíma, hátiðir, helgisiði o.s.frv. í Gamla testamentinu, gilti einungis sem lögmál fyrir ísrael, en ekki í kirkju Krists. Kirkjan vald.i sunnudaginn, dag Drottins, sem helgidag sinn þegar á dögum postulanna. Um leið og siðbótarmenn benda á þetta, leggja þeir áherzlu á, að sérstaða sunnu- dagsins byggist á nauðsyn ákveð- ins messudags og auk þess þurfi a. m. k. þeir, sem erfiðisvinnu stundi, á vikulegum hvíldardegi að halda. I því skyni hefði auðvitað mátt velja hvaða dag vikunnar sem væri, en engin ástæða sé til að breyta gömlum kirkjusið, þar sem sunnudagurinn sé einnig upprisu- dagur Krists. Hin frjálsa evangeliska afstaða siðbótarinnar til sunnudagsins vék fljótt fyrir lögmálsáþján alls kon- ar fyrirmæla um, hvað væri leyfi- legt og óleyfilegt á degi Drottins. Bent hefur verið á það með réttu, að sunnudagurinn sé gjöf, en ekki NOREGUR: nilly (iruham í hfíimsóhn? Sennilega heimsœkir Billy Gra- ham Noreg í sambandi viS róð- stefnu um boðun fagnaðarerindis- ins, sem norska Lausanne-nefndin œtlar aS efna til um mánaSamót- in ágúst og september á nœsta ári, segir Erling Utnem biskup. BiIIy Graham hefur gert áœtlun um herferð á Norðurlöndum um eins mánaSar skeiS, og er þá lík- legt, aS hann komi einnig til Noregs. UNGVERJALAND: Niuryir vildu hlusíu 2000 sœtin í baptistakirkjunni í Búdapest dugðu skammt, þegar Billy Graham talaði þar í byrjun september s.L Samkoman tók þrjár klukkustundir, og margir báðu um fyrirbœn. Graham hafði útisam- komu fyrir utan borgina, og þar voru um 20 þúsund áheyrendur. Prestafundur fyrir alla evangeliska predikara var einnig á áœtlun Grahams í Ungverjalandi. Hann flutti kveðju Carters, forseta Bandaríkjanna: „Ég er einnig meS- al fyrirbiðjendanna." lagaboð. Hann á að vera helgur dagur, dagur messunnar og um leið gleðidagur, sem veitir okkur kraft í lífsbaráttunni. Kirkjan bannar ekki vissa hluti á sunnudögum; hún varar við lögmálsbundnum skilningi í þeim efnum, en hvet- ur alla til að standa á verði um messutímann, að hann sé í heiðri hafður og Guðs orð fái sinn rétta sess í lífi okkar. Kristnir menn eru minntir á for- dæmi Jesú Krists. Hann gekk í guðshús á hvíldardeginum eins og hann var vanur frá barnæsku (Lúk. 4,16) til þess að hlýða á Guðs orð, en hann varaði við hin- um ströngu og margbrotnu reglum faríseanna, minnti á, að hvíldar- dagurinn varð til mannsins vegna (Mark. 2,27). Hann á ekki að verða lagaboð til byrði, heldur gjöf, sem á að verða manninum til bless- unar. 7. Sunnudagurinn og aðventistar Allar kirkjudeildir eru sammála um að halda helgan einn dag í viku hverri, og hefur einhugur ver- ið um sunnudaginn í því skyni. Þó halda aðventistar því fram, að laugardagurinn sé hinn rétti helgi- dagur kristinna manna. Þessa kenningu sína byggja þeir á því, að helgun sjöunda dagsins sé hluti af sjálfu sköpunarverkinu og fyrirmælin um helgihald hans sé að finna í sjálfum tíu boðorð- unum, sem séu óumbreytanlegur vilji Guðs fyrir mennina, og enn fremur benda þeir á það, að gyð- ingkristnir söfnuðir í frumkristni hafi haldið fast við 3. boðorðið (hvíldardagsboðorðið, sem aðvent- istar kalla 4. boðorðið. Ef þeir því halda fast við hvíldardagsboðorðið í bókstaflegri merkingu, þá hljóta þeir líka að taka alvarlega boð- orðið um myndbannið: Þú skalt engar líkneskjur gera þér né nokkr- ar myndir eftir því, sem er á himn- um uppi, eða því, sem er á jörðu niðri, eða því, sem er í vötnunum undir jörðinni — og er það boðorð þá annað í röðinni). En öll boð og bönn Gamla testa- mentisins gilda einungis í hinu forna ísrael, ekki í kirkju Krists; lögmálið er aðeins skuggi þess, sem í vændum var, segir Nýja testa- mentið (Hebr. 10,1; Kól. 2,17). Kirkja Krists var ekki bundin af ákvæðum Gamla testamentisins um hátíðisdaga, henni var frjálst að velja hvaða dag, sem var, sem guðsþjónustu- og hvíldardag. Hún kaus hinn fyrsta dag vikunnar, Drottins dag. Það hefur áreiðan- lega gerzt fyrir tilverknað andans, sem starfandi var í postulunum og fornkirkjunni. Af bréfum Páls og Postulasög- unni sjáum við, hve harðvítuga baráttu hann háði gegn lögmáls- mönnum, sem vildu leggja ok Móse- laga á herðar heiðinkristnum söfn- uðum. Þegar þeir reyndu að þvinga heiðinkristin söfnuð til að halda sabbatinn hátíðlegan í stað Drott- ins dags, þá reis Páll postuli önd- verður gegn því (sjá Kól. 2,16). Sérstaða sunnudagsins í söfnuðum, sem Páll stofnaði, kemur líka ber- lega í ljós í I. Kor. 16,2, en I. Kor- intubréf er talið elzt allra rita Nýja testamentisins. En hvað segja þá aðventistar um Op. Jóh. 1,10, þar sem beinlínis er talað um sunnudaginn sem Drottins dag? Þeirri spurningu svara þeir á þessa leið: „Þegar Jóhannes . . . segir „á Drottins degi“, getur hann ekki átt við neinn annan dag en hvíldardaginn, sjöunda daginn, vegna þess að langflest hugtök í Opinberunarbók- inni eru tekin úr Gamla testament- inu . . .“ (Erling B. Snorrason, Dagbl. 17. 5. 1977). Hér er sem sé fullyrt, að kristnir menn í frum- kristni hafi kallað sabbatinn Drott- ins dag, en það hafa þeir aldrei gert og þaðan af síður heimfært ákvæði sabbatsins upp á Drottins dag. Hvað hvíldardaginn áhrærir feta aðventistar í slóð lögmálssinna, sem Páll postuli háði svo harða baráttu við, sbr. orð Páls til Galata- manna: „Þér hafið gætur á dögum og mánuðum og tíðum og árum. Ég er hræddur um að ég kunni að hafa haft erfiði fyrir yður til ónýtis“ (Gal. 4,10—11). Vel mættum við hafa hugfast það, sem Lúther segir í Fræðunum meiri, að samkvæmt ytri orðanna hljóðan snerti 3. boðorðið ekki kristna menn, en við höldum sunnudaginn, sumpart til að hafa dag til hvíldar handa þeim, sem erfiðisvinnu stundi, en þó einkum til að fá tíma til guðsþjónustunn- ar. En í rauninni sé sama, hvaða vikudagur sé valinn til þess. En þar sem sunnudagurinn hafi frá fornu fari verið frá tekinn til þess- ara hluta, eigi menn að láta þar við sitja, svo að rikt geti regla í 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.