Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 6
Nokkur orð um Kenýu Land og þjóð Kenýa er rúmlega 580 þúsund ferkílómetrar að stærð. Miðbaug- ur liggur mitt um landið. Suðaust- urhluti þess liggur að Indlandshafi. Að sunnan er Tanzanía, að suð- vestan Úganda, en Súdan og Eþí- ópía að norðan. Sómalía liggur að austurlandamærunum. Stór hluti landsins er háslétta. Þótt landið liggi við miðbaug, er aðeins um 1/4 hluti þess heppi- legur til ræktunar. Stafar það af því, að úrkoma er lítil tiltölulega og mikil uppgufun. Engu að síður er landbúnaður aðalatvinnuvegur landsmanna. Af útflutningsvörum má nefna bómull, sykur og hrís- grjón. í landinu býr fjöldi þjóðflokka. Þeirra þekktastir eru Masaímenn og Kíkújúmenn. íbúar Kenýu eru rúmlega 12 milljónir. Höfuðborg- in, Naíróbi, stendur í miðju landi sunnan til, í 1680 metra hæð yfir sjávarmáli. Landið varð brezk ný- ienda árið 1905, en hlaut sjálfstæði í desember 1963. Forseti Kenýu er Jómó Kenýatta. Fyrir þróunar- hjálp margra landa er víða verið að leggja nýja vegi um landið. Einnig er veitt aðstoð við að byggja upp landbúnað á svæðum, sem áður tilheyrðu hvítum landnem- um. Miðað við mörg önnur lönd í Afríku er Kenýa nokkuð vel á veg komin með skipulagningu skóla- kerfis. Mjög víða um landið eru reknir barnaskólar 1,—4. bekkjar og 1,—7. bekkjar. Að vísu er mikill skortur á menntuðum kennurum, og háir það skólastarfinu veru- lega. Sama er að segja um heil- brigðisþjónustu. Lítil sjúkraskýli hafa verið reist i mörgum héruð- um, en þar er skortur sérmenntaðs fólks jafnvel enn meiri en í skól- unum. Kirkja og kristniboð Stjórnvöld hafa oft farið lofsam- legum orðum um störf kristniboðs- félaga og kirkna. Auðvelt virðist vera fyrir starfsmenn slíkra sam- taka að fá landvistar- og starfs- leyfi. Ohurch Mission Society hóf starf í Austur-Afríku fyrst allra kristni- boðsfélaga mótmælenda. Þetta fé- lag sendi Johan Krapf til starfa í Kenýu árið 1844. í dag starfa í landinu mörg félög, en þeirra stærst er Africa Inland Mission, sem hefur um 280 kristniboða á sínum vegum. Þrátt fyrir öflugt starf margra félaga og kirkna eru stór landsvæði með milljónum ibúa, sem ekki hafa enn fengið að heyra fagnaðarerindið. Til safnaða mót- mælenda teljast í dag 2.365.000, til kaþólsku kirkjunnar 2.140.000 og í rétttrúnaðarkirkjunni eru 260 þúsund manns. Sértrúarkirkjur eru margar, með rúmlega 1.700.000 meðlimi. Múhameðstrúarmenn eru um 770 þúsund. Aðrir landsmenn, um 5.300.000, eru heiðingjar, sem flestir tilbiðja illa anda, stokka og steina. Lútherska kirkjan í Kenýu er sprottin upp af starfi sænskra, finnskra og bandariskra kristni- boðsfélaga. Hún er ekki stór, hef- ur aðeins 15 þúsund meðlimi. Starfandi prestar á hennar vegum eru 10. Þá eru einnig 42 prédikarar að störfum, og fara þeir á milli 100 prédikunarstaða. Aðalstarf- svæði kirkjunnar hefur verið í Naíróbí og vestur og norður af höfuðborginni. Fulltrúar frá Norska lútherska kristniboðssambandinu fóru til Kenýu í ársbyrjun til þess að ræða 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.