Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 10
ákaflega mikla tilhneigingu til þess að vera nokkrum mínútum lengur í rúminu en henni bar, og það vár undir mér komið, hvort við ákvæðum að fara á fætur eða ekki. Ég vildi ekki valda henni von- brigðum og hliðraði mér hjá þessu. Undansláttur er kannski bezta lýsingin á því, hvers vegna andlegu lífi mín hrakaði. SINNULEYSI Þá var það rangt af mér, að ég lét hana ekki finna, að ég þyrfti á henni að halda. Ég gat gert hvað sem var á heimilinu, eldað matinn, annazt börnin, hreinsað, gert við húsgögnin, lagfært gluggatjöldin o. s. frv. Henni var jafnvel farið að finnast, að heim- ilisbragur mundi ekki breytast að neinu leyti, þó að hún yrði fyrir strætisvagninum einhvern dag- inn. Ekkert verkar eins illa á konu og þetta, og ég var svo sljór, að ég tók ekki eftir því. Ritn- ingin býður okkur að gleðja eigin- konur okkar, og þar skiptir það höfuðmáli, að við látum þær finna, að við höfum þær í há- vegum. Eitt var það enn, sem mér sást yfir. Það var því skylt, að mér fannst hún vera svo sjálfsögð. Ég gaf ekki nægilega gaum að þörfum hennar á sviði tilfinning- anna, einkum að því er varðar hina sálrænu hlið hjónabandsins. Sérhver sannur karlmaður veit vel, að kona hans þarfnast þess, að hún sé elskuð sýnilega, með orðum, athöfnum og umhyggju, og að þetta er ómissandi þátt- ur í sambúð þeirra. Hún fær andúð á líkamlegum mökum, nema henni sé sýnd mikil blíða á allan hátt. Þetta á við um kristið fólk eins og alla aðra. Hið líkamlega er vissulega ekk- ert aukaatriði, og ég lít svo á, að sambandið á því sviði ætti að vera auðugra, þegar trúuð, kristin hjón eiga í hlut, því að þekking þeirra á Kristi hefur auk- ið getu þeirra til að elska og sýna þá elsku. TRÚARLÍFIÐ í HÆTTU Hverjar urðu svo afleiðingar allra þessara mistaka minna? Auðvitað urðu fyrstu áhrifin þau, að ég fór að vanrækja að lesa Biblíuna mína. Ég öðlaðist engan kraft á kyrrlátu helgi- stundunum, og bænin, einkum sameiginleg bæn okkar, gufaði upp. Þegar svona var komið, fór okkur að förlast hæfileikinn til að greina í sundur rétt og rangt. Vegur Guðs og okkar vegur, gæði og mestu gæðin, allt þetta rann saman í þoku. Smám saman fórum við að velja okkur aðra vini en áður, enda notuðum við tímann æ meir í þágu okkar sjálfra í stað þess að minnast Guðs. Framkoman, talshátturinn, gamansemin, venjurnar, sem hinir nýu vinir okkar komu með inn á heimilið, mótuðu okkur óhjákvæmilega, og hjörtu okkar hörðnuðu, urðu veraldlegri, þörfn- uðust æ meiri peninga, urðu um- burðarlausari, líkaði æ betur við hæpnar skrýtlur, — í stuttu máli: Þau urðu eins og heimurinn í kringum okkur. Þetta er auðvitað nákvæmlega eins og á sér stað, þegar hvaða kristinn maður, sem er, hvarflar frá Guði og fer að gefa eftir. En ekki var það óhjákvæmi- legt, að hjónabandið færi út um þúfur af þessum sökum. Það er nú, þegar öllu er á botninn hvolft, ótölulegur fjöldi veraldlegs fólks, sem lifir í hamingjusömu hjóna- bandi. Hvers vegna sigldum við upp á sker? Ég held, að ástæðuna megi orða í stuttu máli á þessa leið: Þegar við misstum hina lifandi trú, sem hefði getað læknað mörg mistökin, þá fórum við á mis við það, sem hefur í sér kraft til að binda fólk ákaflega fast saman. Ágreiningurinn og fjandskapurinn, er átti vissulega líka rót sína að rekja til afglapa minna og mistaka, magnaðist því, án þess að stungið væri við fótum, og ógnuðu hjónabandinu. Ef við hefðum gengið heiminum á hönd, eru miklar líkur til, að ekki hefði orðið úr skilnaði. En ég reyndi að vera vinur beggja og gat ekki heilshugar tekið þátt í þeirri starfsemi, sem konan mín hafði gefið sig að með oddi og egg. Þá rofnaði yfirborðið, hin innri meinsemd varð augljós, og við fórum um allt húsið til þess að reyna að fylla í glufurnar, áður en það hryndi. Myndin er táknrœn: Við hjónaskilnað rofna böndin, sem tengja fjölskylduna saman og eiga að treysta heill henn- ar. Oft kemur skilnaður verst niður á börnunum. FJARVISTIR Það er svo að sjálfsögðu mis- jafnt, hvað það er, sem ríður að síðustu baggamuninn. I okkar til- felli var það annar maður, sem hjálpaði konu minni til þess að fást við meiri háttar heimilis- vandamál og nokkur lítilfjörleg mál, á tíma, þegar ég komst ekki hjá því að vera fjarverandi. Um það leyti, sem ég gerði mér ijóst, hvað hafði gerzt, sagði konan mín mér, að hún væri ást- fangin af þessum manni, og spurði, hvort við gætum ekki skilið að borði og sæng. Sex óraunverulegir mánuðir liðu. Þá ákváðum við að taka saman aftur og freista þess að binda saman trúss okkar með varanlegum hnútum. Þetta var löng og erfið reynsla, og oft örvænti ég um árangurinn. En smám saman vænkaðist hagur okkar, og eftir ár vonaði ég, að við gætum reist hjónaband okkar við. En þá þurfti ég enn að vera í burtu alllangan tíma vegna at- vinnunnar, og meðan ég var að heiman, komst konan mín að þeirri endanlegu niðurstöðu, að okkur mundi aldrei takast að lifa saman. Vinir, ættingjar og ég sjálfur grátbændum hana að hugsa sig betur um, en henni varð ekki haggað. ANDLEGT GJALDÞROT Það var á hálfs árs reynslu- tímanum, þegar við vorum skilin að borði og sæng, sem Guð náði um síðir að vekja mig, svo að ég gerði mér Ijóst, hversu mér 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.