Bjarmi - 01.11.1977, Blaðsíða 15
Bœkur - Jólagjafir
K.S.F. býður upp á úrval kristilegra bóka, sem eru tilvaldar til jólagjafa.
NÝ BÖK:
FYLGSNIB
eftir Corrie Ten Boom.
Væntanleg í byrjun desember.
Hrífandi frásögn um viðleitni krist-
innar fjölskyldu í Hollandi til að
bjarga Gyðingum undan ofsóknum
nazista á stríðsárunum.
Auk þess eldri útgáfubækur K.S.F.,
þar á meðal 5. smárit K.S.F.:
KrisÉiiMÍóinur ■ jafnvsegi
o. fl.
Einnig mikið úrval kristilegra bóka
á erlendum málum.
Skrifstofan er opin
mánudaga kl. 18,00—19,00 og
miðvikudaga kl. 16,30—17,30.
Póstsendum.
KRISTILEGT STÚDENTAFÉLAG
Amtmannsstíg 2B, sími 28710, pósthólf 1203, 121 Reykjavik.
þessum efnum og enginn skapi
ringulreið með ónauðsynlegum
breytingum.
8. Sunnudagurinn og nútíminn
Hér á undan hefur verið lögð
áherzla á það, að sunnudagurinn
sé ekki lagaboð, heldur gjöf. En
hvernig förum við með þá gjöf?
Látum við sunnudaginn verða
svefndag eða líða í fánýtu iðju-
leysi án þess að taka okkur nokk-
urt gagnlegt eða gott verk fyrir
hendur?
Sumir halda að sunnudagurinn
sé notaður á réttan hátt, ef við lát-
um hann liða í aðgerðarleysi, og
mörgum kann að finnast sunnu-
dagarnir og aðrir helgidagar séu
hreinasta kvöl, því að þeir vita
ekki, hvað þeir eiga af sér að gera.
Aðrir fara í hinar öfgarnar, eru
alltaf á þönum, sífellt að vasast í
einhverju, unna sér aldrei hvíldar,
hvað þá messuhelginnar, og eru því
illa undir það búnir að byrja nýja
vinnuviku á mánudagsmorgni.
Sunnudagurinn er dýrmæt gjöf,
perla, sem við megum ekki fara
kæruleysislega með. Sunnudagar
eru líka stór hluti hverrar manns-
ævi, og gamalt máltæki segir:
Segðu mér, hvernig þú notar
sunnudaginn, og ég skal segja þér,
hvernig þú ert. Áður fyrr voru
reglurnar í sambandi við hvíldar-
daginn of margar, nú eru þær of
fáar, og hjá flestum nútímamönn-
um virðist engin regla á helgihald-
inu. Við megum ekki missa sjónar
á því, að sunnudagurinn á að vera
helgur dagur í lífi okkar. Við eig-
um að standa vörð um messuhelg-
ina, að sem fæstir séu bundnir við
störf eða annað, svo að þeir geti
tekið þátt í sameiginlegri guðs-
þjónustu safnaðarins. Sunnudagur-
inn á að vera dagur messunnar,
gleðidagur sem veitir okkur styrk
og endurnæringu í samfélaginu við
Drottin.
Nú verður kirkjan að horfa upp
á það, að þorri barna hennar er
lítið hjá henni, en hún neyðir eng-
an að koma. Margir segjast ekki
hafa tíma til að sækja kirkju, og
sumum finnst það jafnvel leiðin-
legt.
En það skyldum við jaínan hafa
hugfast, að við þurfum að gera
margt, sem er okkur nauðsynlegt,
þótt okkur finnist það ekki alltaf
skemmtilegt. Margur ungur mað-
urinn hefur þakkað foreldrum sín-
um, að þeir knúðu hann blátt áfram
til skólavistar, þótt hann teldi það
þá mesta óþarfa. Margir mundu
síðar á ævinni þakka foreldrum
sínum þá dýrmætu reynslu, sem
þeir öðluðust í messuferðum
bernsku- og unglingsáranna, og
jafnvel þótt oft væri farið frem-
ur af hlýðni og virðingu við for-
eldrana en beinni löngun, þá hlaut
margur maðurinn í kirkjunni eða
kristilegum félagsskap það vega-
nesti, sem varð honum hvað happa-
drýgst í lífinu.
Og hvar ættum við fremur að
vera á helgum degi en í kirkjunni,
þar sem Drottinn kallar lærisveina
sína saman til fundar við sig?
Drottinn vill koma til móts við
okkur hvern og einn, og hann vill,
að kirkjan sé okkur forgarður
guðsríkis. Þótt við hrósum okkur
af frelsi kristins manns og það
með réttu, þá megum við ekki for-
smá reglur og venjur í sambandi
við helgihaldið. Mesta hætta, sem
steðjar að á okkar tímum í þess-
um efnum, er sú, að við týnum
sunnudeginum sem helgidegi og
gerum hann að venjulegum virk-
um degi.
Magnús GuGmundsson.
15