Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 1
Bréf frá Berisha Húnde, presti í Konsó Vakningar og vöxtur í Eþíópíu Bréf hefur borizt frá Berisha Húnde, prestinum, sem er stöðvar- stjóri á kristniboðsstöðinni í Konsó. Segir Berisha ýmsar góðar fréttir, enda ber bréfið með sér, að fagn- aðarerindið breiðist sífellt út meðal Konsómanna og annars staðar í Eþíópíu. Bréfið er ritað 21. janúar, og segir Berisha frá því, að Jó- hannes læknir Ólafsson hafi kom- ið til Konsó daginn áður. Tíundi aöalfundur Lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu var haldinn í janúar. Getur Berisha þess, að fundurinn hafi sérstaklega valið sér orð úr spádómsbók Jesaja: „Eg þekki þær fyrirætlanir, sem eg hefi í hyggju með yður, fyrirætlanir til heilla og ekki til óhamingju". — „Þessi orð benda til þess, hvernig Guð ákveður tíma og tíðir“, segir Berisha. „Þau minna mig sífellt á, að handleiðsla Guðs er óvenjuleg og yfirnáttúrleg“. Kristnir menn í Konsó höfðu allsherjarmót á kristniboðsstöð- inni um miðjan janúar. Þangað komu bæði fulltrúar safnaðanna og almenningur. Fundur fulltrúa var haldinn á laugardag, og að honum loknum hófust almennar samkomur. Hinni síðustu þeirra, á sunnudeginum, lauk með heilagri kvöldmáltíð, sem mörg hundruð manns tóku þátt í. Alls sóttu mótið um tvö þúsund þátttakendur, og hefur þá verið margt um manninn á stöðinni. Frá upphafi kristniboðsins I Konsó hefur veriS lögS áherzla á starf meSal barna og unglinga. Sjö hundruS sextíu og fjögur Konsó- börn voru skírS á árinu sem leiS, auk fuIlorSinna. Myndin er tekin á barnasamkomu. Hinn 3. marz átti að vígja tvo menn. Annar heitir Sokka Gig- nante. Hann lauk prófi fyrir nokk- urum árum og er leiðtogi kristinna manna á Geldehasvæðinu. Hinn er Kússía Gújola. Hefur hann nýlega lokið prófi og verður hirðir safn- aðanna í Kolmehéraði. „Starf okk- ar í Kolme og Dúrra er í miklum vexti. Guð er sjálfur að verki á sérstakan hátt. Starfið gengur einnig vel í öðrum sveitum". Margir bættust viö í söfnuö Guös í Konsó á liðnu ári. Samkvæmt skýrslum voru skírðir 365 karlar, 283 konur og 764 börn, samtals 1512 manns. „Við vonumst til að geta byrjað bráðlega trúboðsstarf á tveimur nýjum svæðum, þar sem fólk hefur komið til búsetu, þ.e. við Voítóána og við ána Seggen“, segir í bréfinu. Berisha gleðst yfir því, að vakn- ingar séu í ýmsum bæjum í Eþí- ópíu. Þær fylgja æskufólki, sem syngur algjörlega innlenda söngva, er það semur sjálft. „Það er hríf- andi að heyra söng þeirra, og íbú- ar bæjanna streyma í kirkjurnar. Hér í Konsó er líka sönghópur. Ég er alveg sannfærður um, að hann er sérstök gjöf til safnaðarins í Konsó“. í lok bréfsins segir Berisha: „Kæru kristniboðsvinir á íslandi, biðjið fyrir okkur. Drottinn blessi ykkur allt til dags Jesú Krists. Kærar kveðjur frá kirkjunni í Konsó, ávexti kristniboðsstarfs ykkar í Drottni“. 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.