Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 8
Þegar tveir Konsóprestar hættu lífi sínu til að koma á friði Sælir mi friðflytjendur Háir grjótgarðar umlykja flest þorpin í Konsó. Þeir setja víða svip á umhverfið — en eru líka vottur um erjur og átök milli þorpsbúanna innbyrðis eða við aðvífandi óvini. Svo er Guði fyrir að þakka, að meiri háttar vopnaviðskipti eru nú sjaldgæf í Konsó. Þó eru gömul deildumál sums staðar enn þá óút- kljáð, og komið hefur fyrir, að upp úr syði, svo að mannslíf voru í hættu. Áróður og æsingar, sem fylgt hafa í kjölfar nýrra stjórnarhátta, hafa stundum blásið í gamlar glæð- ur haturs og ósættis, og hefur þá slegið í brýnu. Bjarmi bað Jónas Þ. Þórisson, kristniboða, að segja frá einu slíku atviki, þegar íbúar tveggja þorpa fóru að berjast, en kristnir menn reyndu að bera sáttarorð á milli, áður en stórslys hlytust af. í predikunarhugleiðingum „Mér er þetta ákaflega minnis- stætt,“ segir Jónas. „Það var á laugardegi. Ég sat á skrifstofunni niðri í kirkju á kristniboðsstöðinni í Konsó og var að undirbúa ræðu sunnudagsins, en ég átti að tala á stöðinni daginn eftir. Skyndilega kvað við hár skot- hvellur rétt fyrir utan kirkjuna. Ég hrökk upp úr hugsunum mín- um og skimaði út um gluggann, en sá ekkert markvert. Hér eiga Leiðrétting. Villa slæddist inn í lista yfir gjafir til Kristniboðssambandsins í janúar, í síðasta tölubl. „Bjarma“. Stóð þar, að Kristniboðsfélag kvenna i Reykjavík hefði gefið 1.185.000 krón- ur, en átti að vera 1.285.000 krónur. Er beðizt velvirðingar á þessari vangá. Kristniboðssambandinu bárust eftir- taldar gjafir í febrúar: Frá einstaklingum: NN 1.000; SÁP (áh) 2.000; PÁ (áh) 2.000; LP (áh) 1.000; ÁMJ 5.000; BS 20.000; BGE 10.000; HÞ 2.000; G (An) 1.000; ÞG (An) 2.000; NN 700; ES 10.000; KP (An) 5.000; JS Miðskála 20.000; KM 10.000; NN 700; M (kona á ellih.) margir byssur, og ég hugsaði með mér, að einhver hefði verið að prófa byssuna sína. Ég sneri mér því aftur að ræðunni. En starfsfriðurinn var úti. Ör- skammri stundu síðar kom annar hvellur og síðan hver af öðrum. Ég leit aftur út um gluggann úr sæti mínu, og sá þá, að fólk, sem var á gangi inni á stöðvarlóðinni, tók allt í einu til fótanna.“ „Þá hefur verið alvara á ferð- um?“ „Svo virtist vera. Ég stóð upp og gekk út. Undir skrifstofuglugg- anum stóðu nokkrar konur og börn, sem höfðu verið að ná í vatn. Þau þorðu greinilega ekki að fara lengra, en leituðu skjóls við kirkju- vegginn.“ „Tarmet! Tarrnet!" „Vissu þau, hvað var að gerast?" „Ég reyndi að spyrja þau, og konurnar svöruðu: „Tarmet! Tar- met! Stríð! Stríð!“ Tvö þorp, sem standa steinsnar frá stöðinni, Bendengeltú og Derra, höfðu ákveðið að útkljá deilumál sín með byssum og spjótum." „Um hvað var deilt?“ „Það var akur. Bæði þorpin gerðu tilkall til akursins. Og nú var enginn efi á því, að hér var alvara á ferðum. Stöðugir skot- hvellir glumdu við. Fólk hrópaði og kallaði, og grátandi böm og I. 000; KKÞ (áh) 5.000; GGfM 22.000; MJ 10.000; HÞ 1.241; HS 5.000; ónefnd- ur (áh) 5.000; MF 10.000; S (kona á ellih.) 500; FÓ 5.000; RS 4.000; NN 800. Frá félögum og samkomum: YD KFUK Garðabæ 5.400; YD KFUK Langagerði 11.000; Krbvika á Akra- nesi (viðbót) 7.400; Krbvika í Hafnar- firði 125.043; YD KFUM Garðabæ II. 700; YD KFUM Fellahelli 500; Élja- gangur 12.000; YD KFUK Hf 5.800; Kvenf. Fjólan Óspakseyrarhr. 1.000; UD KFUM Hf 1.600; AD KFUK Hf 32.300; Krbd. KFUM og K Hf 21.500. Baukar: GGfM 5.690; Litli krónu- kallinn 492; SG 12.322. Minningargjafir: Minningargjöf um Guðfinnu Sigurðardóttur frá SJ 10.000; Minningargjafir um Jón Ásgeirsson 46.000; Aðrar minningargjafir 81.300. Gjafir alls í febrúar: 552.988. Gjafir það sem af er 1978: 4.400.243. jarmandi búpeningur var á harða- hlaupum. Þegar ég stóð þarna og reyndi að gera mér grein fyrir ástand- inu, komu þeir prestarnir, Berisha og Kússía. Var ljóst, að þeim var mikið niðri fyrir. Þeir sögðu, að ástandið væri afskaplega alvarlegt og að við yrðum að stilla til frið- ar, annars yrði mörgum manns- lífum grandað.“ „Var það ekki orðið um seinan?“ „Satt að segja var ég hræddur um það, þvi að nú var allt komið í bál og brand og ég efaðist um, að nokkur heyrði til okkar eða hlustaði á okkur í þessum hávaða og látum. En Berisha sagði, að við yrðum að reyna.“ Gráir fyrir járnum, en . . . „Við ræddum enn saman lit.la stund, en ákváðum síðan að fara allir þrír af stað í Landroverbíln- um og taka með okkur hátalara, sem við notuðum stundum, þegar við vorum á samkomum úti í hér- aði. Við lögðum fyrst leið okkar upp í bæinn fyrir ofan, Bakále. Þar hefur lögreglan aðsetur." „Þeir vissu þá, hvað var að ger- ast í nánd við stöðina?“ „Já, því að þegar þangað kom, voru allir karlmenn í bænum vopn- aðir ásamt lögreglunni. En okkur var þó sagt, að þeir myndu að- eins verja bæinn, ef til kæmi, en ekki skipta sér af þessum „villi- mönnum“, þeir gætu drepið hver annan, ef þeir vildu, enda þýddi ekkert að tala við þá. Við spurðum, hvort við mætt- um reyna að tala við fólkið. Fyrst var okkur neitað afdráttarlaust. En eftir nokkurt þóf fengum við leyfið, en við færum á eigin ábyrgð, sögðu þeir. Við héldum nú af stað niður á „vigstöðvarnar“, vopnaðir hátalar- anum einum saman. Þegar við vor- um komnir um það bil miðja vegu á milli þorpanna, þorðum við ekki lengra, enda þutu byssukúlurnar óþægilega nálægt okkur. Við fórum út úr bílnum og lét- um bera á okkur, svo að allir sæju, hverjir væru þar á ferð. Síðan var gripið til hátalarans, og Berisha byrjaði að tala. Hann hvatti fólkið til að hætta átökum og snúa til þorpa sinna.“ „Bar þetta einhvem árangur?" „í fyrstu virtist þetta ekki ætla að hafa nein áhrif, okkur þótti 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.