Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 15
í Reykjavík eru tvö stór elli- og hjúkrunarheimili, sem einkaaöilar reka án opinberra styrkja. Um þaö má deilda, hvort stæröin og tilhögunin sé það æskilegasta. Smærri og stærri dvalarheimili eru meö Jíku sniöi víös vegar um landið og mörg til fyrirmyndar. í Hveragerði hefur veriö gerö stórmerk tilraun um breytta tilhögun slíkra heimila — og nær reyndar til margra annarra en aldraðra. Vistun hefur oftast langan aðdraganda, hundruö eru á biðlista fyrir hvern, sem aö kemst. Reykjavíkurborg hefur tekið forystu í heimilishjálp og hjúkrun aldraðra ásamt tóm- stundastarfi o.fl. til dægrastyttingar. Kirkjan stendur að sumarbúðum fyrir gamalt fólk, og allir, sem að málum vinna, gera sitt til þess, að þessi aldurshópur einangrist ekki. Ríkisspítalarnir starfrækja deild fyrir ellisjúkdóma. En íslenzk læknisfræði er treg til að viðurkenna slík læknis- störf sem sérgrein, eins og er þó gert nú með sumum grannþjóðum okkar. Allt, sem hér er talið, er gott og þarft. En þó kemur það ekki til móts við nema brot af þörfinni. Og „kerfið" virð- ist varla gera ráð fyrir, að neinn verði gamall. Veikist gamalt fólk, er mun örðugra að útvega því sjúkrahúsvist en öðru fólki. Almennu sjúkrahúsin virðast ekki hlynnt þvi að taka við háöldruðum sjúklingum, vísast af ótta við, að spítalarnir verði að langlegustöðvum fyrir karlæg gamal- menni, þegar svo margir aðrir þurfa að komast að. Fólk yfir 70—75 ára á þarna erfiðast. Stundum veldur heilakölkun geðtruflunum hjá öldruðu fólki. Það getur lifað þannig árum saman, hraust að öðru leyti. En heimilum og aðstandendum er þetta oft alger ofraun, og ber margt til þess, sem of langt yrði upp að telja. En einmitt þessu fólki er langerfiðast að koma til sjúkravistar. Geðsjúkrahús hafa enga sérdeild fyrir það og taka alls ekki við því, af því að það er ekki ,,geðveikt“ í venjulegri merkingu orðsins. Og því er hvergi ætlaður staður. Dvalarheimilin anna eingöngu frísku fólki og eiga ekki sjúkrarúm fyrir aðra en þá, sem veikjast þar innan veggja. Vandkvæðin eru raunar miklu fleiri, en fátt eitt upp taliö. Til úrbóta virðist hver leið allt of seinfær. Elli- og hjúkr- unarheimili virðast nokkuð mörg miðað við fólksfjölda, sjúkrarúmin einnig, en einhver ágalli er í samspili og sam- vinnu þeirra, sem að málum vinna, svo að eitt rekur sig á annars horn, að því er virðist. Umfram allt þarf hér hugarfarsbreytingu almennings, og líklega þó helzt það, að upp komi kristnir áhugahópar, sem láta sig velferð aldraðra einhverju skipta í alvöru. Fólk, sem er annt um mannlegar sálir og sýnir þeim kær- leik í verki. Þar er mikillar fórnfýsi þörf. Allt önnur hlið málsins er svo sú, að allir þeir, sem ætlað er líf, eiga fyrir sér að breytast með tímanum í gamalt fólk. Ellin á, eins og öll önnur æviskeið, sín verðmæti og tilgang. Menn breytast með háum aldri, ekki aðeins iíkam- lega á ýmsa vegu, heldur einnig andlega. Minnið dvelur við löngu liðna tíð, en fólk gerist gleymið á sumt, sem er því nær. Margir verða gagnrýnir, tortryggnir, gleymnir á verðbólgugildi peninga. Sitthvað getur orðið örðugt, sem áður var létt. En aldrað fólk á líka sitt hlutverk í lífinu. Lífsreynslan er mikilvæg til að miðla af. Trúarreynslan dýr- mætust af öllu. Sá aldraði hefur fleiri tækifæri en nokkur annar til að kafa dýpra í bæn og íhugun. Og fyrirbænar- starf ellinnar er flestu öðru starfi mikilvægara hér í heimi. Margur trúaður öldungurinn kynni frá því að segja, hvernig andvaka breyttist í bænavöku eða vitund þess að vera „settur til hliðar" kallaði fram nýtt starfssvið, þar sem hægt var að umvefja heilan heim f kærleika og fyrir- bæn. Enginn verður of gamall til þess að þjóna Guði. Það skiptir mestu máli. Lárus Halldórsson. HLJOMUR Skipholfi 9 - Sími 10278 Þjónusta á sjónvarpstækjum (svarthvítum og lit) og öðrum rafeindatækjum r 1 G. Ólafsson & Sandholt Brauö- og kökugerö Laugavegi 36 - Símar 12868 og 13524 * Ný brauð daglega * Nýjar kökur daglega * Opnum kl. 8 daglega -J 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.