Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 5
ið komu nokkrir úr gamla hópn- um og spurðu frú Lu, hvort þau gætu ekki leyst upp kjölinn á bók- inni helgu og skipt blöðunum á milli sín, þannig að hver hefði nokkur blöð, þar sem þeir kæmu saman í kyrrþey á heimilum og í afkimum. Árangurinn af því var sá, að frú Lu sat aðeins eftir með fimm blöð, sem hún bjó til stífa kápu utan um úr samanlímdum dagblöð- um og gömlum efnisbút. Það var fastmælum bundið, að þeir, sem fengu hin blöðin, skyldu fara að á sama hátt og skiptast síðan á við aðra um blöðin eftir nokkum tíma. Og svo kom einn þátturinn enn í lífi ungu grannvöxnu stúlkunnar: Hún kom iðulega og las það, sem stóð á blöðunum fimm, sem ná- grannakonan varðveitti. Bók, sem var öðrum svona dýrmæt, varð einnig henni dýrmæt. Hún fann kyrrlátan afkima, þar sem enginn sá hana. En hún stóð andvarpandi á fæt- ur í hvert sinn, afhenti blöðin aft- ur og sagði: „Þetta eru aðeins fimm af blöðunum í bók Guðs. Það stendur miklu meira í henni.“ Hugsa sér, ef hún gæti náð í slíka bók! Hún talaði við Lu Ma, en hún hristi aðeins gráhærða höf- uðið sitt. Það var ekki löglegt að selja eða kaupa slíka bók hér í landi. Það hafði Maó ákveðið sjálfur. Nærtækasta leiðin til þess að fá hana væri að laumast út að strönd- inni og yfir strandræmuna, sem var gætt vel, og fara út í sjóinn í myrkrinu og synda sex til átta klukkustundir og komast til Hong Kong. Hún hafði heyrt um nokkra, sem höfðu teflt á tvær hættur til þess að komast undan. Sumir komust alla leið, sumir féllu fyrir skotum varðmannanna á ströndinni og aðr- ir urðu hákörlum að bráð. En að það skyldi vera svona erf- itt að ná í svona góða bók! Hún hafði fundið, að Guð var að kalla á hana. Hún vildi verða krist- in, og biðja Guð um að hjálpa sér til þess að ná í bók hans. Svo kemur síðasti þáttur í þess- um sjaldgæfa harmleik, og við er- um aftur stödd þar sem við byrj- uðum: Hún vildi halda á hinni helgu bók í höndum sínum — hún varð! Lífið hafði ekkert gildi á móts við það að fá að reyna það. í kyrrþey safnaði hún saman þurru brauði í poka og nokkrum skildingum, sem hún hafði sparað saman, læddist burt frá heimili og vinum og notaði bæði nætur og daga til þess að komast til strand- arinnar, — þar til hún kom auga á Hong Kong eyjamar í f jarska. Svo faldi hún sig inni á milli hæðanna, blés upp svínsblöðrurnar sínar, sem festar voru við buxna- belti, og renndi sér á dimmu kvöldi niður í dökkan, djúpan sjóinn — og lagði varlega til sunds. Hún fann fisk snerta sig, en gaf ekkert hljóð frá sér. Þegar bjart leitarljós strandvarð- anna lýsti með stuttu millibili yfir dökkan gáróttan vatnsflötinn, fór hún í kaf. Er hún hafði verið þrjá daga meðal hinna ókunnu vina sinna í Hong Kong, spurði hún, hvort hún mætti eiga Biblíuna, sem hún héldi nú á í höndum sínum. „Já, auðvitað." „En getið þið búið svo vel um hana, að vatn komist ekki að henni?“ spurði hún. Vatn? Ætlaði hún að hafa Biblí- una í vatni? Já, hún ætlaði að synda aftur til meginlandsins, heim til sín og vina sinna og hafa hana sem örugga eign sína, það sem eftir var æv- innar. En skildi hún þá áhættu, sem hún tæki á sig með því að fara í aðra sundferð, með því að laum- ast í land með slíka bók og ætla sér meira að segja að eiga hana, þegar hún væri komin heim heilu og höldnu? Áhættan vegna há- karlanna, leitarljósanna og vél- byssnanna ætti að vekja nægan ótta. „Já, ég er hrædd,“ svaraði hún, „en ég var líka hrædd, þegar ég lagði út í þessa ferð. Nú hefur sá Guð, sem ég er farin að trúa á, varðveitt mig og leitt mig heila á húfi hingað. Hann hefur gefið mér bókina sína, sem ég hef þráð svo mjög, og hann mun áreiðanlega varðveita mig, þangað til ég kem heim með Biblíuna mína.“ Þau skildu þarna um kvöldið í niðamyrkri hitabeltisnæturinnar, sem grúfði yfir vaggandi og sog- andi hafinu. Hún var með svíns- blöðrurnar sínar á bakinu og Biblí- una undir handleggnum. — Meira vitum við ekki! Við vitum aðeins, að Guðs orð er dýrmætt á okkar dögum í Kína. Ég er með eina af þessum fyrstu, nýprentuðu Biblíum fyrir framan mig. Hún er prentuð með einfald- ari táknum en sú, sem við höfðum áður. Það var ein slík, sem þessi grannvaxna, seytján ára stúlka fór með í sjóinn og les í — ef hún hefur lifað af hina glæfralegu ferð til baka. Alltaf þegar ég lít á hana, hlýt ég að minnast ungrar, krist- innar stúlku, sem getur lagt út í svona mikla hættu til þess að eign- ast Guðs orð. Hvað með okkur? „Sjá, þeir dagar munu koma, segir herrann Drottinn, að ég mun senda hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Drottins“ (Amos, 8,11). Eftirmáli. Fyrir tveim árum fundust yfir tvö hundruð lík á ströndum Hong Kong. Það var fólk, sem drepið hafði verið af hákörlum eða skotið af hervörðunum á ströndunum. Það gefur svolitla bendingu um þá áhættu, sem þetta unga fólk tek- ur á sig með því að synda yfir — en einnig um löngunina eftir iýð- ræðislegu frelsi. Greinin er þýdd úr Útsýn, en höfundurinn, P. A. Bredvei, var árum saman kristniboði í Kína. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.