Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 7
En til eru þær pólitísku stefnur, sem vilja hrífa börnin frá foreldr- um sínum. Takist að vekja tor- tryggni gagnvart sjálfsögðum rétti og skyldu foreldranna til þess að annast um bórn sín, eiga menn hægara um vik áð koma á þeirri þjóðfélagsbyltingu, sem þeir keppa ákaft að. Sálfræðingar og uppeldisfræð- ingar láta líka móðan mása og full- yröa, aö enginn sé síður til þess fallinn að ala upp börn en for- eldrarnir! Ef þessir spekingar hefðu það vald, sem þeir sækjast eftir, myndu þeir á augabragði koma því svo fyrir, að börnunum yrði sem fyrst og á sem áhrifaríkastan hátt forð- að frá skaðlegri mótun foreldranna og komið fyrir á opinberum stofn- unum til uppeldis undir handarjaðri sérfræðinga í hópi útlærðra upp- eldisfræðinga. Vér foreldrar verðum að viður- kenna, að vér misskiljum og vér förum skakkt að. Samt skulum vér ekki láta svipta oss þeim rétti, sem Guð hefur gefið oss til að vera börnum vorum vörn, leiðbeinendur og uppalendur. Vér stöndum fast á því, að upp- eldisfræðingar í skólum og barna- stofnunum hafa einungis rétt til að hafa áhrif á börn vor samkvæmt vorum skilmálum. Lúther hefur sagt, að rætur alls valds sé að rekja til foreldravaldsins, sem er af Guði. Enginn og ekkert er því ofar for- eldrunum í rétti þeirra, skyldu og ábyrgð gagnvart börnunum. Ein mesta hætta nútímans er sú, að vér sækjumst meira eftir ytri velferð og þægindum en mannlegu samfélagi. Vér staðhæfum, að þá séum vér að búa börnum vorum skjól og öryggi, og svo reynum vér að seilast eftir svo miklu jarðnesku góssi sem vér náum til, rétt eins og það færi oss og börnum vorum heill og samfélag. Vegna þessa kapphlaups verður enginn tími til að sinna börnunum. Það verður erfitt að gæta þeirra — svo að vér felum þau öðrum. Það gefst ekki tóm til að tala við börnin og lifa með þeim í gleði og undrun yfir margvíslegum dá- semdum náttúrunnar, í list og í margbreytileika mannlegra sam- skipta. Þetta felum vér svo sjón- varpinu eða félögunum úti á götu. Sleppum því, að vér foreldrar förum sjálf á mis við margvíslega gleði, sem gefst í sameiginlegri þátttöku lífsins með börnum vorum. Hitt er staðreynd, að vér sviptum börn vor því, sem þau þrá mest, vitandi eða óafvitandi: Að vér tök- um þau að oss! Foreldrar eða sjónvarp „Mörg börn verða foreldralaus af því að foreldrarnir setjast við sjón- varpstækið. Börnin kæra sig ekki um sjónvarp. Þau þrá foreldra." Þykir einhverjum væní um þig? ..Sænska kristilega æskulýðs- ráðið" (SKU) hélt árlegan fulltrúa- fund sinn á s.l. hausti ásamt ann- arri hreyfingu, ,, Kristilegu ráði starfsmanna meðal barna og fjöl- skyldna". — Meðal þátttakenda var kunn útvarpskona í Svíþjóð, Maj Ödman. Hún hafði unnið að sérstakri rannsókn meðal barna í mörgum löndum. í rannsókninni kom meðal annars fram, að engin börn meðal þeirra, sem hún kynnti sér, voru eins sjálf- stæð og sænsk börn. Hins vegar voru það líka yfirleitt einungis sænsk börn, sem svöruðu „aldrei", þegar þau voru spurð, hvort þau fyndu, að einhverjum þætti vænt um þau. Hvorki meira né minna en 11 af hundraði sænsku barnanna, eða níunda hvert barn, voru slík ,,aldrei-börn“, eins og Maj Ödman kallaði þau. Þetta er íhugunarefni á „öld barnsins". Þýtt og endursagt úr Utsyn, Indre Missions Tidende og Budbáraren. En það var sagt fleira en þetta. Mér var sagt, að ég ætti von. Mér var sagt, að Guð elskaði mig og þess vegna hefði hann komið nið- ur á jörðina í líki manns, sem Jesús Kristur, lifað þar sem sannur mað- ur með öllu því, sem því fylgir, en án syndar. Hann gerði það, sem öllum mönnum fyrr og síðar hef- ur mistekizt. Hann lifði fullkomnu lífi, og það gerði hann til að geta tekið á sig syndir alls mann- kynsins. Vegna þess að Jesús var kross- festur á Golgata, á ég nú greiðan aðgang til Guðs, og ekki bara ég, heldur allir menn. Mér var ráðlagt að gera mér far um að kynnast sjálfri mér, öllum hliðum mínum, og bera mig saman við Krist. Ég fór að þessum ráð- um, og útkoman varð sú, að ég ákvað að gera Krist að leiðtoga lífs míns. Ég þurfti svo sannar- lega á honum og fyrirgefningu hans að halda. Og nú gat ég farið að lifa sam- kvæmt upprunalegum tilgangi til- vistar minnar, í stöðugu sambandi við skapara minn. Hann er fús til að hjálpa mér að lifa lífinu eins og hann hefur ætlað mér, því að hann hefur fyrirætlanir með líf mitt, „fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju.“ Fyrir mér er hugtakið hamingja nú fólgið í því að lifa í samræmi við skapara minn og í fyrirgefn- ingu hans og í voninni um hið eilífa líf, sem mér er heitið, því að dauð- inn, laun syndarinnar, er afnum- inn fyrir þá, sem vilja taka við fyrirgefningunni. Orsök þess, að ég er að segja ykkur frá þessu, er ekki sú, að ég sé merkileg persóna eða mitt líf sé merkilegt, heldur sú, að Guð hefur gefið mér mikið og mig langar til að segja þér, að hann vill gefa þér og öllum mönnum það sama. Hann vill gefa þér meira en þig órar fyrir. Mig þyrsti’ eftir svölun á þrá minni hér, og þúsundfalt Drottinn það veitt hefur mér. Með fögnuði’ eg lindum hans ausið fæ af. sig allan hann þurfandi sál minni gaf. (B.E.). Jónína Rós Guðmundsdóttir. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.