Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 16
TAIVAN: Verkefnin kalla Kristniboði ó Taivan (Formósu) segir svo fró: — Þrír afbrotamenn voru teknir af lífi nýlega hér á eynni. Hétt fyrir aftökuna voru þeir sýndir í sjónvarpinu. Þeir voru reyrðir böndum, svo að þeir gátu ekki hreyft handleggina. Andlitsdrœtt- irnir báru merki um ótta, örvœnt- ingu og vonleysi. Að kínverskum sið fengu þeir lögg af víni og kjúkling að borða í síðasta sinn. Síðan voru þeir leiddir til aftöku- staðarins og skotnir. Einn mannanna hafði ritað konu sinni bréf skömmu fyrir dauða sinn, þar sem hann iðraðist at- hœfis síns og vonaði, að hún gœti alið börnin upp og kennt þeim að hugga anda hans. Það var hörmulegt að lesa þetta. Ef til vill höfðu þeir aldrei heyrt nafn Jesú nefnt, hann, sem kom til að frelsa syndara, hann, sem þjáðist á krossinum vegna allra, líka vegna þeirra, en kannski vissu þeir það ekki. Það er of seint að gera neitt fyrir þessa þrjá menn, en þeir eru margir enn hér á Taivan, sem þekkja Jesúm ekki. fbúarnir eru rúmlega 16 milljónir. Einungis 600 þúsund eða þar um bil eru kristnir, og eru þá taldir bœði kaþólskir og mótmœlendur. Þetta eru aðeins f jórir af hundraði. Hér er þvi margt ógert enn. En hér eru opnar dyr. HOLLAND: Meðal Kínveria f Amsterdam í Hollandi eiga 15 þúsund Kínverjar heima. Meðal þeirra hefur nú verið stofnaður kristinn söfnuður. Kristniboðssam- tök, sem starfa sérstaklega meöal Kínverja í Evrópu, sendu séra Frank Cheung til borgarinnar fyrir þremur árum. Áður en Cheung varð kristniboði, rak hann kín- verska veitingastofu. Nú kemur það sér vel í starfi hans, því að flestir Kínverjar í Amsterdam vinna í kinverskum veitingastof- um. RÚSSLAND: Byrlað eiftur Rússneski presturinn Davið Klassen á nú heima í Vestur- Þýzkalandi. Fyrir nokkru fékk hann segulbandsspólu frá Lýdíu Vins, móður prestsins Georgij Vins, sem afplánar tíu ára refsingu vegna trúar sinnar. Á segulband- inu segir Lýdía frá því, að rúss- neska Ieynilögreglan KGB hafi byrjað nýja aðferð til þess að kveða niður kristna menn. At- hafnasömum, kristnum mönnum er byrlaö eitur, sem vinnur smám saman á þeim. Vonar Lýdía, að al- menningur á Vesturlöndum veiti þessu athygli og láti í ljós andúð sína. Klassen skýrði frá þessu í viðtali við sœnska blaðið Hemmets Van. ENGLAND: Vín og fósftur Böm mjög vínhneigðra kvenna em svo drukkin, þegar þau fœð- ast, að lœknirinn getur fundið vin- lyktina úr vitum þeirra, þegar þau fara að anda. Vínið í naflastrengn- um er helmingi meira en hámark vínanda, sem ökureglur gera ráð fyrir, að finnast megi hjá þeim, er stjómar bifreið. Norskt blað birtir þessar óhugnanlegu fréttir úr enska lœknaritinu Puls. Er þar sagt frá niðurstöðu rannsóknar um þessi efni í Bandaríkjunum og FrakklandL Niu af hverjum tíu bömum, sem drykkjusjúkar konur eignast, skaðast á geösmunum. Sum fœðast með galla í hjarta eða aðra annmarka. VÍETNAM: Neyddar ftil að gifftasft Kristniboðsblaðið Útsýn hefur það eftir austurlenzku blaði, aö kristnar stúlkur í Suður-Víetnam séu neyddar til að giftast rauð- liðum meðal fyrrverandi hermanna eða kommúnistum úr flokki Viet- kong-manna, hvort sem þeim þyk- ir vœnt um mennina eða ekki. Séra Tran Quoc Phu hefur lagt allt annað starf á hilluna og ein- beitir sér að því að halda nám- skeið til þess að veita ungu, kristnu fólki sem bezta undirstöðu- þekkingu í kristnum frœðum. Aðrir kristnir leiðtogar hafa hvatt 15 og 16 ára gamlar kristnar stúlkur til að giftast kristnum piltum sem fyrst, svo að þœr komist hjá þvingunarhjónaböndum kommún- ista. Yfirvöld hafa gagnrýnt þessa leiðtoga harðlega. BANDARlKIN: Ekki úr ösrk Náa Fyrir rúmum 20 árum fannst bjálki í fjallinu Ararat, og hefur verið mikið rœtt um, hvort hann gœti verið úr örk Nóa, sem frá er sagt í Biblíunni. Nú telja frœði- menn í Los Angeles, að fullyrða megi, að sú niðurstaða, sem enskir vísindamenn komust að árið 1970, sé rétt, þ.e. að tréð sé um 1200 ára gamalt, eða frá því um 700 e. Kr., og sé því ekki úr örk Nóa. NOREGUR: Trúin lælmar Fyrir nokkru risu deilur um það í Osló, hvort borgin œtti að veita Ten-Center, sem er kristileg stofn- un til hjálpar eiturlyfjasjúkling- um, fjárhagsaðstoð. Sumir Norð- menn vilja ekki vita af neinu starfi, sem reist sé á ákveönu lífs- viðhorfi. Varaborgarstjóri Oslóborgar, Per Höybráten, hefur mœlt eindregið með því, að stofnun þessi fái stuðning. Hefur hann meðal ann- ars bent á ummœli sœnska dós- entsins Nils Bejerot, sem er heims- kunnur sérfrœðingur varðandi ávanalyf og starfar við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Orð hans birtast í sœnska blaðinu Dagen: „Meðferð með trú er bezta lœkn- ingaaðferð, sem til er. Trúaður maður sigrast á mörgum erfiðleik- um, sem vantrúaður maður rœður ekki við. Trúuðum manni eykst sálarstyrkur, í honum gœtir já- kvœðra áhrifa eins og heiðarleika, skyldutilfinningar o.s.frv. Cg er gamall guðleysingi, og ég gledd- ist yfir því, ef allir menn frelsuð- ust, segir Bejerot, er hann hafði heimsótt Nalen, sem er rekinn af Lewi Petrus stofnuninni. Enginn lœknir í viðri veröld hefði getað séð, að þetta rólega, friðsama, staðfasta fólk, sem ég talaði við, var áður illa farnir eiturlyfjasjúkl- ingar og ofdrykkjumenn'. ÍSRAEL: Þörf vilEiisburðar Fimm þátttakendur í bandarisku hreyfingunni „Gyðinga fyrir Krist" hafa kynnt sér stöðu kristindóms- ins í ísrael. Þeir telja, aö í land- inu séu varla fleiri en tvö hundruð þekktir, kristnir menn. Segja þeir, að mikil þörf sé á því, að kristnir innflytjendur af Gyðingaœttum veiti frœðslu í Bibliunni, að þeir geti skrifazt á við kristna menn í öðrum löndum, að settar verði á fót fleiri kristilegar bókaverzlanir og að sífellt sé beöið fyrir hinum kristnu í Hebreum í Landinu helga. 16 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.