Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 3
Norskir kristniboðar undirbúa nýtt starf í Vestur-Kenýu Góðar viðtökur Tíu norskir sendiboðar frá Kristniboðssambandinu í Noregi eru nú komnir til Vestur-Kenýu, þar sem ætlunin er að „brjóta land“ og hefja starf á nýjum kristni- boðsakri. Aðrir kristniboðar í Vestur-Kenýu hafa tekið þeim tveim höndum, og svo virðist sem íbúarnir vilji fúsir hlusta á boð- un fagnaðarerindisins um Krist. Svæðið, sem norsku kristniboð- arnir hafa augastað á, er eigi all- fjarri landamærum Úganda. Þrír þjóðflokkar eru einkum nefndir á þessum slóðum, Pokotmenn, Mara- kvetmenn og Túrkanar. Þeir eru sagðir mjög dökkir á hörund, en hafa að öðru leyti ekki ósvikin einkenni negra. Þeir eru miklir göngugarpar og víla ekki fyrir sér að bera þungar byrðar. Sinn er siður . . . Pokotmenn eru tignarlegir í fasi og þykja nokkuð herskáir. Þeim er ekki gefið um myndavélar hvítra manna. Pokotmenn smyrja leiri á hnakka sér og mála þar myndir. Þeir gera gat neðarlega á neðri vörina og stinga þar reyrbút. Á gömlum mönnum rennur stöðugt munnvatn út um þessi göt. Karl- arnir eru töluvert skrautgjamir. Þeir leggja klæði yfir öxl sér, en ganga að öðru leyti naktir. Konur virðast raka eða reyta af sér hárið, en bæta það upp með hrúgu af keðjum og hringjum, einnig um handleggina. Þarna eru töframenn að verki. Þeir segjast hafa samband við djöf- ulinn. Þó er talið, að þeir iðki eink- um forfeðradýrkun. Fánar Eþíópíu og Kenýu Prýðið heimili ykkar með fánum (borðfánum) Eþíópíu og Kenýu. Kosta 800 krónur hvor. Fánastöng kostar 3000 krónur. Fást í Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2B, Reykjavík. 50 á samkomu Kristniboðarnir norsku héldu samkomu í þorpi einu, Maron. Þar var þeim mjög vel tekið. Þorpið stendur uppi á hæð. Um 50 manns tóku á móti þeim. Var haldin sam- koma meðal þeirra, og voru þeir þakklátir. Þeir sögðust taka undir það, sem kristniboðarnir hefðu sagt á samkomunni. „Við eigum í erfiðleikum núna,“ sögðu þeir. „Ræningjar eru á ferð- inni og stela frá okkur búpeningn- um. Þeir virða mannslífin einskis. Við verðum því að yfirgefa frjó- sama sléttuna og hafast við í hell- um og holum í fjallshlíðinni. Allt er farið úr skorðum, meðal annars skólahald fyrir bömin. Við þurfum fyrst og fremst á orði Guðs að halda.“ Þannig talaði þetta heiðna fólk. Mikill hluti Pokotmanna þekkir ekkert til fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist. H.E.Wislöff var biskup í Noregi. Hann samdi m.a. trúarlegar bæk- ur, sem seldust í stórum upplög- um. Biskupinum segist svo frá um afa sinn, H. E. Hansen: ,,í augum mínum er hann mesta stórmenni, sem ég hef þekkt. Hann var algjörlega undirgefinn Guði. Aldrei braut hann á móti sam- vizku sinni. En það var eins og hann væri skyndilega stöðvaður á starfsbraut sinni. Hann varð líkamlegur aum- ingi af liðagigt, svo að hann gat hvorki skrifað, lesið né matazt hjálparlaust. Ég spurði hann: „Afi, var ekki voðalegt að þurfa að hætta á þennan hátt?“ Blinda Ótrúlega margir virtust vera blindir. Þeir eru þeirrar trúar, að flugnasveimur kringum augun færi þeim mikla blessun. Auðvitað bera flugurnar með sér sóttkveikjur. Næstum allt roskið fólk sér illa. Fróðir menn telja, að um 90 af hundraði Pokotmanna aðhyllist hin svonefndu hefðbundnu trúarbrögð. Enginn er múhameðstrúarmaður. Sjö af hundraði eru mótmælendur, þrír af hundraði kaþólskir. Pokot- menn eru taldir vera um 115 þús- und talsins. Verkefnið er Krists Það er von íslenzkra kristniboðs- vina, að þeir geti sent kristniboða héðan frá íslandi til Kenýu á þessu ári. Um það er beðið og að því stefnt. Þessi stutti þáttur er birtur hér oss til hvatningar, að vér höfum markið fyrir augum, sem vér trú- um, að oss beri að stefna að, og að vér séum trúfastir í bæninni. Bænin á mörg fyrirheit, því að kristniboðsstarfið er verkefni hans, sem sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörð; farið því . . . eg er með yður, alla daga, allt til enda veraldarinnar". „Nei, barnið mitt,“ svaraði hann. „Þú skilur, að Guð hefur hækkað mig í tign, úr prestsembætti í bænarembætti." Það er erfitt að missa slíkan sterkan fyrirbiðjanda, sem maður hefur átt. Einu sinni lét ég í ljós kvíða um, hvernig fara mundi fyrir okkur barnabörnunum, þegar við ættum hann ekki lengur að til að biðja fyrir okkur. „Mundu eftir því, að bænir mín- ar safnast eins og ský yfir höfð- um ykkar, og á sínum tíma munu þær falla niður með blessun yfir ykkur,“ sagði afi. Við höfum fundið fyrir þessu regnskýi margvíslegrar blessunar,“ segir biskupinn. Blessunarskúrir 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.