Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 13
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON: KÆNSKA í NOTKUN FJÁRMUNA Gjöriö yöur vini meö mammón ranglœtisins (Lúk. 16,9). Þér getur fundizt fremur ósenni- legt, að böm þessa heims séu kænni en börn ljóssins. Þó hlýtur því að vera svo farið, þar sem Drottinn segir það, og hann einn þekkir hjörtu allra og veit, hvað með manninum býr. Reynslan staðfestir einnig orð Drottins áþreifanlega. „Nú dettur mér í hug, hvað ég skal gjöra,“ sagði óráðvandi ráðs- maðurinn í öngum sínum. Hann var fljótur að ákveða sig og fram- kvæma, afla sér velvildar og vina, búa vel í haginn fyrir sjálfan sig með lymsku sinni og ótrúmennsku. Börn þessa heims reynast vera kæn í því að sjá fyrir sér með sín- um ráðum og á sinn hátt, sjálfra sín vegna, og það þótt á annarra kostnað sé og öðrum til meins og með illu og hjartalausu framferði í garð velunnara. Þau eru vakandi og iðjusöm í öllu, sem kemur þeim sjálfum vel og bætir þeirra hag, ósérhlífin og áhugasöm. Hvað dettur mér í hug, og hvað geri ég, sem af óverðskuldaðri náð Guðs er kallaður með gleðiboð- skapnum til að vera barn ljóssins, tendrað af honum, sem er ljós heimsins, sett til að láta ljósið mitt skína samferðamönnum mínum? Lýsi ég fyrir hann, sem dó mín vegna á Golgata? Gleð ég þá, sem hann dó fyrir? Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, segir hann. Hann vill leysa okkur frá öllum BÆN ER AÐ BÍÐA Bœn er eins mikiö aö hlusta á rödd fööurins og bíöa eftir blessun hans eins og aö tala viö hann. Olfert Ricard. ÁHYGGJURNAR Danski heimspekingurinn Sören Kierkegaard var einu sinni aö tala viö konu, sem leiö illa út af öllum áhyggjum daglega lífsins. „Hvort er dýrmœtara, sólin eöa skildingur?“ spuröi Kierkegaard. ,rAuövitaö sólin,“ anzaöi konan. mammónsþrældómi, svo að við lát- um ekki sjálfselsku ráða í notkun lífsgæðanna, sem hann hefur látið okkur hlotnast af náð sinni og gæzku. Allt slíkt er ranglátt, setur ranglætisnafnið á eigur okkar og gerir okkur sjálfa að ranglátum ráðsmönnum. Hinum ríka húsbónda er mikið í mun að hvetja okkur til þess að gera það, sem við eigum engin ,Já, ég geri lika ráö fyrir því, aö svo sé. En takiö þennan sMld- ing og lialdiö honum fyrir auga yöar, svo aö þér sjáiö ekki sólina.“ Konan geröi þetta og varö aö viöurkenna, aö skildingurinn skyggöi á sólina. „En er þetta ekki einmitt þaö, sem viö get'um svo oft? Viö lát- um léttvœgar áhyggjur skyggja á hamingju og gleöi lífsins. Reynið næst aö hugsa sem svo: Ætli þetta sé ekki skildingur, sem byrgir fyrir sólina, svo aö ég sjái hana ekkA?“ hyggindi, löngun, trú eða vilja til: að sleppa krampakenndu taki okk- ar á hinum ómissandi og kæra mammón, mikilsmetnum auðæfum og velmegun, og láta aðra njóta gæðanna með okkur og gera það með gleði og með eftirvæntingu þess, að fá að njóta ríkulegri fagn- aðar í eilífum tjaldbúðum hans. Þú tapar engu með því að láta leiðast af orði Drottins þíns og frelsara. Þú getur gengið öruggur að verki. Þér verður að orðum hans. Vinirnir bíða þín, þekktir og óþekktir. Því, sem þú gefur í nafni hans, er ekki sóað til einskis. Miklu fremur má líkja því við brauðið, sem varpað er út á vatnið og finnst aftur, þegar margir dagar eru um liðnir (Préd. 11,1). Það er ætíð mikil blessun að eiga eitthvað gott í vændum, mikla gleði, góða vini. En það, sem er í vændum í tjaldbúðunum eilífu, er öllu meira og óverðskulduð náð, áunnin okkur til handa af hon- um, sem varð vinafár og yfirgef- inn okkar vegna, til þess að við yrðum aldrei vinalausir, hvorki þessa heims né annars. í fylgd með honum verður þú ráðvandur ráðsmaður, og þér verð- ur Ijúft að hlýða orðum hans og horfir ekki í gjafirnar, sem þú gefur til útbreiðslu fagnaðarerind- isins. Þú getur ekki gleymt nein- um, sem er vonlaus og guðvana, hversu fjarri sem hann er. Hann er samarfi þinn, sem þú ert í skuld við. Siguröur Þorsteinsson. Krisiniboðamir íil Eþíópíu . . . Framh. af bls. 11. Ég trúi því og treysti, aö kristni- boösvinir, nú sem fyrr, umvefji starfiö í bœnum sínum og leggi þaö af mörkum, sem Drottinn minnir á hverju sinni . . . Fyrir liönd stjórnar S.f.K. sendi ég öllum kristniboðsvinum beztu kveöjur og þakklœti. Gísli Amkelsson. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.