Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 11
Kristniboðarnir til Eþíópíu og Kenýu Gísli Arnkelsson, formaður Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga ritaði kristniboðsfélögum og flokkum hér á landi bréf, sem dagsett er 31. marz, í tilefni af því, að ástandið í Eþíópíu hefur batnað. Ritstjóra „Bjarma“ þótti rétt að fá leyfi til þess að birta bréfið, til þess að fleiri kristniboðsvinir kynntust efni þess. Fer meginefni þess hér á eftir: Kœru lcristniboösvinir. Svo sem mörgum er kunnugt, barst stjórn S.Í.K. fyrir stuttu skeyti frá G. Vinskei, Afríkuritara Norska Lútherska Kristniboðssam- bandsins, þess efnis, að ástandið í Eþíórpíu hefur batnað það mikið, að stjórn N.L.M. hefði ákveðið aö senda kristniboðafjölskyldur til starfa þar í landi að nýju. Mið- vikudaginn 29. þ.m. hringdi ég til Oslóar og fékk nánari upplýsingar hjá Vinskei. Eftir þessar viðræð- ur er Ijóst, að Jónas Þórisson og fjölskylda munu halda til starfa í Eþíópíu í byrjun maí. Einnig rœddi ég um starfiö í Kenýu við Vinskei. Táldi hann dkvörðun stjórnar S.f.K. um að Skúli Svavarsson og fjölskylda fœru til Kenýa um mánaðamót júlí—ágúst geta staðizt að öllu leyti. Munu þau hjónin fyrst í stað stunda málanám í höfuðborg- inni, Nairobi. Það er því Ijóst, að báðar kristni- boðafjölskyldur okkar fara til starfa á heiðingjaákrinum innan skamms. Við erum þakklát kristni- boöunum, að þeir voru tilbúnir að fara. En fyrst og fremst þökkum við Drottni, að hann vill leyfa ís- lenzkum kristniboðsvinum að vera með t þvi mikla. starfi að útbreiða fagnaðarerindið. Postulinn sagði: ,Eg er t skuld“. Það viljum við líka segja, sem notið höfum náðar Guðs í Jesú Kristi um svo langan tíma. Kostnaður við starfið á þessu ári verður af skiljanlegum ástæðum óvenjulega mikill. Hœgt er að nefna, að ferðákostnaður einn mun nálgast 2 milljónir króna. Byrj- unarkostnaður starfsins í Kenýu verður og állmikill, enda þótt ég geti ekki, á þessu stigi málsins, nefnt neinar tölur t því sambandi. Framh. á bls. 13. FRÁ KSF Aðalfundur Kristilegs stúdentafé- lags var haldinn 3. febrúar s.l. 1 stjórn félagsins voru kosin: Ragnar Gunnarsson, formaður, Einar Guð- mundsson, ritari, Jóhannes Tómas- son, gjaldkeri, Svanhildur Jónsdótt- ir, kristniboðsfulltrúi, Guðlaugur Gunnarsson, háskólafulltrúi, Kristín Bjarnadóttir og Magnús Kristins- son, varamenn. Félagið gekkst fyrir móti í Ölver dagana 24.—26. febrúar Yfirskrift- in var: ,,Allir eiga þar að vera eitt". Þátttakendur voru rúmlega 30. Fyrir síðustu jól stofnaði félagið bókaútgáfuna Salt. Gaf hún út bók- ina ,,Fylgsnið" eftir Corrie ten Boom. Ætlunin er að breyta bóka- útgáfunni Salt í hlutafélag, til þess að unnt verði að auka bókaútgáf- una aó einhverjum mun. — Innan skamms kemur út bókin ,,Grund- völlurinn er Kristur". Það er safn þeirra erinda, sem flutt voru á ráð- stefnu, er KFUM, KFUK, KSS, KSF og SIK héldu i október s.l. með sömu yfirskrift. — R.G. KKISTNIKOÐS- VIKV Efnt var til kristniboðsviku i Hafnar- firði dagana 5.—12. febrúar siðast- liðinn. Hún hófst með guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 5. febrúar, þar sem sr. Sigurður H. Guðmundsson predikaði. Var síðan samkoma um kvöldið í húsi KFUM og K við Hverfisgötu og svo hvert kvöld vikunnar. Lokasamkoman var þó haldin í safnaðarheimili Víði- staðasóknar í Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna i Hafnar- firði. Æskufólk flutti vitnisburð á kristni- boðsvikunni, söngur var ýmiss kon- ar auk mikils almenns söngs eins og venja er á slikum samkomum. Kristniboðið var að sjálfsögðu kynnt og hugleiðing flutt á hverju kvöldi. Þeir, sem töluðu, auk unga fólks- ins, voru sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, Jónas Þ. Þórisson, Skúli Svavarsson, Margrét Hróbjartsdótt- ir, sr. Frank M. Halldórsson, Ingi- björg Ingvarsdóttir, Gunnar Sigur- jónsson, sr. Jón D. Hróbjartsson, Gísli Arnkelsson, Katrín Guðlaugs- dóttir og Ástráður Sigursteindórs- son. 1 lok síðustu samkomunnar var altarisganga, og þjónuðu að henni sr. Sigurður H. Guðmundsson og sr. Gunnþór Ingason. — Benedikt Arnkelsson stjórnaði samkomunum. Kristniboðsvikan var fremur vel sótt. 1 samskot til kristniboðsins komu um 125 þúsund krónur. FRÁ STARFINU „ÞEKKIR Þt GIJO?” Æskulýðskvöld með ofangreindri yfirskrift voru haldin í Laugarnes- kirkju í Reykjavík 15.—19. febrúar s.l. Voru sérstök hugleiðingarefni á hverri samkomu: ,,Guð er heilagur", ,,Guð er kærleikur", ,,Guð er al- máttugur", ,,Guð er frelsari", ,,Guð er huggari". Ræðumenn voru Stína Gísladóttir, sr. Gísli Jónasson, Sigurður Páls- son, Gísli H. Friðgeirsson og sr. Jónas Gíslason. — Ungt fólk úr Reykjavik og af Akranesi lék á hljóðfæri, söng og vitnaði. Það voru KFUM og KFUK í Reykja- vík, sem stóðu að æskulýðskvöld- unum ásamt sóknarprestinum í Laugarnesi, sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni, og stjórnaði hann sam- komunum. Voru þær vel sóttar. TIL EYJA Jónas Þ. Þórisson, kristniboði, tal- aði á samkomum, biblíulestrum og barnafundum í Vestmannaeyjum dagana 17.—27. febrúar síðastl. VEGIJKIM Hin árlega vika unglingadeilda KFUM og K var haldin í húsi fé- laganna við Amtmannsstíg dagana 20.—25. febrúar, frá mánudegi til laugardags, á hverju kvöldi kl. 8,30. Dagskrá var fjölbreytt, mikill söng- ur og hljóðfærasláttur. Gunnar Sig- urjónsson hafði stuttan bibliulestur í upphafi hverrar samkomu út frá megin ihugunarefni vikunnar, en yfirskrift hennar var ,,Vegurinn". Á miðhluta hverrar samkomu var ýmislegt til fræðslu og uppbygg- ingar, t.d. myndasýningar, helgileik- ur, frásagnir o.þ.u.l. Sveitastjórar i unglingadeildum félaganna end- uðu með hugleiðingu út frá Guðs orði. Samkomurnar voru vel sóttar af unglingum viðsvegar að úr bæn- um, þar sem unglingadeildir félag- anna starfa. — Hilmar Baldursson stjórnaði samkomunum. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.