Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 9
þvert á móti sem æ fleiri kúlur klyfu loftið yfir höfðum okkar. Fleiri og fleiri bardagamenn bætt- ust í hópinn. Útlitið virtist satt að segja vera nær vonlaust. Að baki okkar og heldur ofar voru lögreglumenn og aðrir bæjar- búað með uppspenntar byssur, til- búnir að spúa eldi og dauða yfir marga vini okkar og bræður úr þessum þorpum. Rétt fyrir framan okkur og til beggja handa stefndu tvær fylk- ingar hvor á móti annarri og létu byssurnar tala.“ Hugdirfska „Þið hafið þá snúið heim?“ „Nei, ekki strax, því að nú voru þeir Kússía og Berisha lagðir af stað, áður en ég vissi af, inn á það svæði, sem enn þá var á milli óvinanna. Mér fannst þetta vera að ana út í opinn dauðann og gerði ráð fyrir, að köllin í hátalaranum myndu nú brátt hljóðna fyrir fullt og allt. Hljóðleg bæn steig upp úr huga mér, þaðan sem ég stóð við bíl- inn, að Guð tæki í taumana og léti allt fara vel. Og Guð heyrir bænir. Eftir stutta stund virtust hvatningarorð prestanna fara að bera árangur. Skothvellimir urðu færri, og sumir bardagamannanna sneru til baka inn í þorp sín. Um það bil einni klukkustund síðar var friður kominn á.“ „Tókust þá fullar sættir?“ „Nei, friðurinn stóð ekki lengi, því miður. Daginn eftir hófust aft- ur mikil átök, þar sem nokkrir áhrifamenn vildu heldur láta lið- styrk og vopnin skera úr um ágreiningsmál sín en ræða þau í friði og ró. Þar kom þó um síðir, að menn hættu að berjast. En þó að friðartilraunir prest- anna hefðu ekki borið skjótan ár- angur, unnu þeir sér traust og virðingu margra. Á meðan aðrir og þar með yfirvöldin hugsuðu um sitt eigið öryggi, lögðu Berisha og Kússía sig í mikla hættu til að reyna að sætta landa sína. Þetta gerðu þeir, vegna þess að þeir voru kristnir og litu á það sem skyldu sína að flytja frið og bera klæði á vopnin.“ „Ef til vill hafa þeir minnzt orða Jesú: Scelir eru friöflytjend- ur, pví aö þeir munu Guös synir kallaðir veröa?“ „Já, og þess vegna hættu þeir jafnvel lífi sínu.“ Krístnir Víetnamar þola sumir þrengingar vegna trúar sinnar. BiSjum fyrir þeim! — Myndin er ai þorpshöfðingja í SuÖur-Víetnam. Þrengingar í Víeinam í bréfum, sem smyglað hefur verið út úr Víetnam, kemur fram, aö hinir kommúnisku valdhafar í landinu hafa sett kristnu fólki í miðhúlendi Suður-Víetnams strang- ar skorður, segir norska dagblaöið Várt Land. Ráðamenn í Hanoi hafa byrjað að flytja fólkið burt í stór- um stíl til þess að sundra félags- legum og menningarlegum hefð- um meðal þessara þjóðflokka. t>aö voru franskir krístniboðar, sem fluttu fólkinu boðskapinn um Krist á sínum tíma. Þýzk krístniboðssamtök hafa ný- lega greint frá því, að allri trú- málastarfsemi sé nú mjög þröng- ur stakkur skorínn. Prestar mega ekki vinna verk sín nema með leyfi stjórnarinnar, og hámessu má flytja i mesta lagi einu sinni í mánuði og þá einungis, ef yfir- völd hafa veitt heimild til þess. Um það bil 60 þúsund manns eru kristnir meðal þessara þjóðflokka, og hafa margir þeirra verið fluttir nauöugir til annarra landssvœða. Daglegur hrísgrjónaskammtur full- orðinna hefur verið minnkaður og er nú aðeins í eina litla þurr- mjólkurdós. Börn og gamalmenni fá enga matarskammta frá rík- inu. Oft eru börn tekin frá for- eldrum sínum. svo að þau hljóti uppeldi í anda kommúnismans. Jafnvel hjón eru skilin að til þess að vinna hvort í sínu héraðinu. Kommúnistar hafa lagt blátt bann við bœnahaldi, enda sé þá „stolið dýrmœtum vinnutíma I þágu bylt- ingarinnar". 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.