Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 12
KENÝA: Starfað með ýmsu móti — Mikill hluti starfs okkar hér er fólginn í því að selja Nýja testa- menti, Biblíur og góðar, kristileg- ar bækur, segir kristniboði, sem starfar í Voí í Kenýu. — Og hér er ritningin ódýr. Nýja testamenti kostar nokkra tugi króna og öll Biblían í stóru broti um 500 krón- ur (íslenzkar). Nú höfum við haldið samkomur nokkra laugardaga á markaðstorg- inu í bæ einum ekki allfjarri Voí. Nokkrir kristnir piltar úr mennta- skólanum hafa verið með okkur og vitnað um frelsara sinn. Ég má til með að segja ykkur frá því, þegar við vorum þar síðast. Þegar við komum til þorpsins, ókum við um bæinn og buðum fólki að koma á markaðinn. Úr hátölurunum á bílþakinu hljómuðu kristilegir söngvar á þeirra eigin máli. Bömin komu fyrst, en þegar á leið, var kominn hópur af fólki á öllum aldri. Flestir söfnuðust í þéttan hálfhring kringum bílinn og hlustuðu á boðskapinn, sem var fluttur. Aðrir settust niður í litl- um hópum skammt frá, en hátal- aramir bám orðið um sáluhjálp og eilíft líf í Jesú Kristi einnig til þeima — og þeir hlustuðu. í lok samkomunnar réttu fjórir upp hönd sína, þegar menn voru spurðir að því, hvort þeir vildu gefa sig Jesú á vald. Að samkomu lokinni var bóka- kassinn tekinn fram. Konur og karlar þyrptust að og spurðu um verð á Biblíum og Nýja testament- um. Svo var leitað í vösum og pen- ingar taldir. Margir höfðu ekki nóga smápen- inga meðferðis til þess að kaupa Nýja testamenti, en fyrir nokkrar krónur gátu þeir fengið sér eitt af guðspjöllunum. Þeir héldu glað- ir heim með bókina í hendinni. Þeir, sem höfðu ekkert til að kaupa fyrir, fengu smárit. Það Frá Jóhannesi Ólafssyni Þegar þetta blað var að fara í prent- un, barst bréf til íslenzkra kristniboðs- vina frá Jóhannesi Ólafssyni, lækni í Eþíópíu. Bréfið verður birt í næsta tölublaði Bjarma. þykir mikið happ að fá smárit, og þegar við fórum leiðar okkar frá markaðstorginu, stóð fólk eftir og las smáritin. Við vitum af fyrri reynslu, að þegar fólk hefur lesið smáritin, fer það með þau heim og hengir þau upp á moldarvegginn í húsinu — og þá geta aðrir líka komið og lesið. Já, hið ritaða orð nær langt. Og með þessum smáritum getur Guð talað til margra manna. Sér þú tækifærin? Þetta segir Larry Flynt, sem hef- ur verið einn af alræmdustu klám- ritaútgefendum Bandaríkjanna. — Tímarit, sem hann hefur gefið út með grófum klámmyndum, hefur komið út í 1,9 milljón eintökum. Nú á að breyta forlaginu, þar sem 400 manns störfuðu, í stofn- un, sem ekki er starfrækt í gróða- skyni, til dreifingar á kristilegum blöðum og bókmenntum. — Mig langar til þess að biðja sérhverja konu í Ameríku afsök- unar, sagði Flynt, þegar hann vitn- aði fyrir nokkru í kirkju í Houston, en þangað var hann kominn til fundar við konurnar í The National Women’s Conference (Þjóðarráð- stefnu kvenna). Það var trúboðinn Ruth Carter Stapleton, sem leiddi Flynt til Krists, en hún er systir Carters Bandaríkjaforseta. BANDARÍKIN: Dexlt um sambúð Fyrir nokkru gat aS lesa í út- lendum blöðum, aS í uppsiglingu vœru málaferli í St. Paul í Minne- sóta. Mannréttindanefnd í Minne- sóta hefur kœrt húseigendur fyrir að vilja ekki leigja ógiftu pari húsnœði. Þeir, sem eru ákœrSir, eru Gyð- ingur og kaþólskur maður. J>eir bera því við, að það brjóti í bága við trú þeirra að leigja ógiftu fólki, sem býr saman, húsnœði sitt. En samkvœmt lögunum má ekki taka tillit til, hvort fólk er gift eða ógiít. Á rétturinn nú að úr- skurða, hvort þetta eigi líka við ógift fólk, sem býr saman. Þeir, sem höfða málið, eru 24 ára gamall maður og 19 ára sambýlis- kona hans. — Drottinn hlytur að hafa kom- ið inn í líf þitt, en þar með hurfu líka 20 milljón dollarar, sagði eig- inkona Flynts, þegar hún frétti, hvað gerzt hafði. En Flynt segist ekki vera óró- legur vegna peninganna eða fram- tíðarinnar. — Sá sterkari er okkar megin, segir hann. Afturhvarf Flynts hefur vakið margar spumingar. Sumir vilja bíða og sjá, hvemig gengur, áður en þeir trúa, að raunveruleg sinna- skipti hafi átt sér stað hjá þess- um manni. Hafi hann í raun og veru frels- azt, er þetta eitt merkilegasta afturhvarfið, sem átt hefur sér stað, síðan Sál frá Tarsus varð kristinn, álítur tímaritið Time, sem birti þessa frétt í desember síðastliðnum. ------------------------------------------------------------^ Sorpritaútgefandi tekur sinnaskiptum — Fólk heldur ef til vill, að ég sé orðinn geggjaður. En það, sem gerzt hefur, er það, að ég hef frelsazt. Það er alls ekki um það að ræða, að ég vilji vekja á mér athygli. — Eg hef beðið Guð um fyrirgefningu á öllu, sem ég hef gert og váldið hefur mönnum tjóni. Ég var kom- inn til botns í spillingardlkinu. Nú er aðeins einn vegur fyrir mig, og hann liggur upp á við. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.