Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 2
Jóhannes Ólafsson, læknir, Verkefnin óþrjótandi „Kom yfir og hjálpa oss," hljómar enn írá fjarlœgum þjóðum. Litla stúlkan vi8 opnu dyrnar gœti verið fulltrúi hinna mörgu í Eþíópíu, sem biðja um hjálp og Ieiðsögn kristniboðanna. Ótal þúsund þreyttar sálir þyrstir eftir Drottins náð, fœr þeim, gef þeim fregn um Jesúm, fyrr en nóttin byrgir láð. Aftur til Eþíópíu Eins og fram kom I frétt í síðasta tölublaði Bjarma, ákvað stjórn Kristniboðssambandsins fyr- ir nokkru í samráði við samstarfs- félagið norska, Norska lútherska kristniboðssambandið, að Jónas Þ. Þórisson og fjölskylda hans færu aftur til starfa í Eþíópíu, en þau hafa verið hér heima í leyfi frá því á árinu, sem leið. Þetta er kristniboðsvinum mikið fagnaðarefni, og líta þeir á þetta sem bænheyrslu hans, sem er herra uppskerunnar og vill, að lærisveinar hans biðji þess, að hann sendi verkamenn til uppskerunnar (Matt. 9,35-38). Kveðjusamkoma fyrir fjölskyld- una var haldin í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík sunnudaginn 30. apríl. Þar töluðu bæði hjónin, Jónas Þ. Þórisson og Ingibjörg Ingvarsdóttir. Lýstu þau gleði sinni yfir því, að leið þeirra skyldi á ný liggja út á kristniboðs- akurinn. Þau kváðust treysta á varðveizlu Drottins og lögðu áherzlu á köllunina, sem allir kristnir menn hefðu fengið, til starfa í víngarðinum. Gísli Amkelsson, formaður SÍK, stjórnaði samkomunni. Hann hvatti Gídole, 28. febrúar 1978. Kæru lesendur Bjarma. Á þriðju viku hef ég verið í Gí- dole. Um miðjan janúar kom ég til landsins. Fyrstu vikurnar leysti ég af lækna í Irgalem. Ég fékk þriggja mánaða frí frá störfum mínum við Lovisenberg sjúkrahúsið í Osló til þess að leysa af lækna hér úti. Reyndar sýndist erfitt að útvega nógu marga lækna til þess að skipa allar læknastöð- urnar hér úti, á meðan sú regla gildir, að konur og börn kristni- boðanna geta ekki dvalið hér. Á meðan frjálst er að boða Guðs orð og svo lengi sem kirkjan hér vill og þarf á kristniboðum að halda, viljum við í lengstu lög reyna að halda áfram starfinu. Ég leysi nú af lækninn í Gídole. Hann fór ásamt konu og börnum til Noregs, en mun að fjórum vik- um liðnum koma út aftur. Koma langt að Það hefur verið mikið að gera síðan ég kom. Flestir sjúklingamir eru úr nágrenninu, en einmitt nú í lok þurrkatímans hafa komið fleiri hópar Bóranamanna til lækningar. Þeir koma frá Teltelli og Javelló, sem er 100 til 200 km sunnar í landinu. Um þetta leyti árs voru þeir vanir að koma, árin sem við vorum hér í Gídole. Seinna féllu komur þeirra niður vegna ófriðar á milli Konsómanna og Bórana. Leið þeirra liggur í gegnum Konsó. Flestir þeirra koma vegna sjúk- dóma, sem þurfa skurðaðgerða við. í gær kom 10 ára gömul stúlka með kristniboðsvini til að bera kristni- boðana á bænarörmum, er þau tækju enn til starfa á akrinum. Kvað hann margt benda til þess, að tími kristniboðsins í Eþíópíu styttist óðum, og væri því mikið í húfi, að dyggilega væri unnið, meðan dagur væri á lofti. Gunnar Sigurjónsson flutti hug- útþaninn kvið. Ég býst við að hún hafi sull í lifrinni. Ekki hafði ég verið í fulla viku hér, þegar efnt var til Konsóferðar. í mörg ár hefur tíðkazt, að lækn- irinn í Gídole vinni einn dag í mán- uði í Konsó. Ég stóð með lykilinn í hendinni, tilbúinn til þess að leggja af stað, á sunnudagsmorgni, þegar hjúkr- unarkonan i Konsó, Liv Jensen, barði að dyrum. Hún hafði verið á fótum frá því klukkan fjögur um nóttina vegna konu í bams- nauð. Nú sagði hún mér, að hún hefði gengið í f jörutíu mínútur frá bílnum, sem stæði neðst í brekk- unum. Hann kæmist ekki upp vegna aurbleytu. Við tókum Landróverinn, og gekk vel bæði niður og upp aur- blautar brekkurnar. Konan komst í sjúkrahúsið þrátt fyrir tafir. Eftir að hún hafði fengið tilhlýði- lega deyfingu, gekk vel að hjálpa henni. En þar með misstum við af guðsþjónustunni í Konsó, sem við höfðum ásett okkur að vera við- stödd. Friður í Konsó Nú veit ég, að mörg ykkar bíðið óþolinmóð eftir fréttum frá Konsó. Það er friðsamlegt í Konsó. Árferði var með bezta móti. í flestum sveit- um Konsóhéraðs fengu bændur góða uppskeru. Þrátt fyrir það heldur hjálpar- starfið áfram, enda er full ástæða til þess. Konsómenn byggja svo þétt þessi hrjóstrugu fjöll, sem eru heimabyggð þeirra, að hungur vekju, og Ámi Sigurjónsson söng einsöng. í samskot til kristniboðs- ins komu um 160 þúsund krónur. Jónas og fjölskylda hans fóru frá íslandi 8. maí Kristniboðsvinir em hvattir til að minnast kristni- boðanna trúfastlega í bænum sín- um og biðja jafnframt fyrir söfnuði Krists í Eþíópíu. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.