Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 4
FRÁ STARFINU „ÖLLUM ÞJÖÐUM” Kristniboðssambandið efndi til kristniboðsviku í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg dagana 12.—19. marz. Einkunnarorð vikunnar voru: ,,Öllum þjóðum flyt þú frelsi". Margir ræðumenn töluðu á sam- komunum, bæði yngri og eldri. Auk þess var mikill og fjölbreyttur söng- ur. Jónas Þ. Þórisson, kristniboði, stjórnaði samkomunum, sem voru vel sóttar. Gáfust kristniboðinu tæp- lega 600.000 krónur. FIlA FERÐASTARFINU Gunnar Sigurjónsson dvaldist í Vest- mannaeyjum frá 18. marz til 3. apríl. Tók hann þátt í starfinu meðal barnanna í húsi KFUM og K, hafði biblíulestra og talaði á almennum samkomum. Á pálmasunnudag var kaffisala i húsi KFUM og K til ágóða fyrir kristniboðið, eins og venja var fyrir gosið í Heimaey. Var mjög ánægju- legt, að þráðurinn skyldi tekinn upp að nýju, enda var margt um mann- inn þennan dag. Komu kr. 146.000 inn til kristniboðsins, þegar kostn- aður var dreginn frá. Benedikt Arnkelsson starfaði á Ak- ureyri og Siglufirði 21. marz til 17. april. Á Akureyri talaði hann á fundum og samkomum í kristniboðs- húsinu Zíon. Hann og Skúli Svavars- son heimsóttu elliheimilin á Akur- eyri og í Skjaldarvík, svo og Krist- neshæli. Þeir tóku þátt í unglinga- móti, sem haldið var á vegum KFUM og K við Hólavatn í Eyja- firði um bænadagana. Kristniboðsfélögin og KFUM og K á Akureyri efndu til samkomuviku í Zion dagana 2.—9. apríl. Þar var orð Guðs boðað og kristniboðið kynnt. Ungt fólk lagði lið á sam- komunum með söng, gítarleik og vitnisburði. Auk Benedikts og Skúla predikuðu þeir sr. Hjalti Hugason, sr. Jónas Gíslason og Jónas Þ. Þórisson. Tekið var við gjöfum til kristniboðsins, og námu þær 128 þúsund krónum. Skúli Svavarsson stjórnaði vikunni. Skúli og Benedikt dvöldust síðan nokkra daga á Siglufirði. Héldu þeir tvær almennar samkomur í kirkj- unni þar, og gáfust kristniboðinu rúmlega 34 þús. krónur. Samkom- urnar sóttu einkum unglingar. Einn- ig heimsóttu þeir sjúkrahúsið, og þeir kynntu kristniboðið fyrir flest- um nemendum barnaskólans. TVÖ SKÖLAMÖT Kristileg skólasamtök stóðu, eins og undanfarin ár, fyrir kristilegum skólamótum i Vatnaskógi og Vind- áshlíð um bænadagana, 22.—25. marz. Mótin voru mjög vel sótt, en samanlagður þátttakendafjöldi á báðum stöðunum var yfir 230. Yfirskrift mótanna var tekin úr Post. 16,31: ,,Trú þú á Drottin Jesúm". Tveir biblíulestrar voru á mótunum, í Vindáshlíð í umsjá sr. Jónasar Gíslasonar, en í Vatnaskógi í um- sjá sr. Gísla Jónassonar. Fjölluðu þeir um orðið og bænina. Nokkur nýbreytni var, að skipt var i 'hópa, sem hittust alls þrívegis. Ræddu þeir efni það, sem um var fjallað á biblíulestrunum og íhugað á persónulegum lestrarstundum, auk þess sem þeir unnu að öðrum verkefnum. Var mál manna, að hóp- vinna hefði tekizt vel og væri verðug nýbreytni, til að einstaklingar kynnt- ust betur innbyrðis og týndust ekki í mannmergðinni. Boðskapur mótanna varð mörgum til mikillar blessunar og styrktar í trúnni, og munu flestir eflaust búa lengi að því efni, sem flutt var. Mótinu í Vandáshlíð stjórnaði Ólaf- ur Jóhannsson, en Þröstur Eiriksson í Vatnaskógi. Þ.E. Samverustund á skólamóti í Vatnaskógi. Vertu einn með orði Guðs Er trú þín á Krist fólgin í því einu að sækja kristilegar sam- komur? Ef til vill undrast þú, að ég spyr um þetta. Ég spyr, vegna þess að svo getur auðveldlega farið — og hefur enda oft farið svo. Við lifum á samkomunum og gleymum okk- ur sjálfum. Ég hef reynt þetta að nokkru leyti. Ég var einu sinni í vinnu sumar- langt hjá manni einum, sem ekki var trúaður. Þarna ríkti vantrú meðal fólksins. Þarna reyndi á mig til muna. Ég brást þannig við, að ég notaði orð Guðs. Og ég not- aði það mikið, á morgnana, um miðjan dag og á kvöldin. Þegar sumarið var liðið, fór ég þaðan með minningu um eitthvert auðugasta tímabil ævi minnar, já, ef til vill hið auðugasta, er ég fékk að vitna fyrir vantrúuðum manni. Árið eftir ætlaði ég til bæjarins. Það var of „þurrt“ í sveitinni. Ég tók að sækja samkomur, og það er rétt að gera það. En það var svo margt, sem ég gat tekið þátt í, og hópur trúaðra manna var stór (auk trúaðra manna á vinnu- staðnum) — svo að þeim stundum fækkaði, er ég las Biblíuna mína og baðst fyrir, og löngunin dvínaði. Árangurinn ? Ég var að því kom- inn að hvarfla frá Guði. Heimur- inn náði tökum á mér. Ef til vill hefði mér verið nær að vera uppi í sveit, hjá manninum, sem hafði ekki tekið sinnaskiptum, í hinu heimslega umhverfi. Já, það hefði verið betra fyrir mig. En hvar sem þú kannt að vera staddur — gleymdu ekki stundun- um með Guði, samfélaginu við hann. Þess þörfnumst við, hvort sem við erum fá eða mörg, og kannski sérstaklega, þegar við er- um mörg! „Þeir héldu sér stöðuglega við ... “ Post. 2,42). Eyvind Rolfsnes, predikari. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.