Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 5
Köllun til kristniboðs HANN SV.MII OKKUR ÞÖRFIM Ingibjörg Ingvarsdóttir segir frd Kristniboðahjónin Ingibjörg Ing- varsdóttir og Jónas Þ. Þórisson og fjölskylda þeirra eru nú farin aft- ur til starfa í Eþíópíu. Um all- langt skeið virtist svo sem öll sund væru lokuð og óljóst, hvort íslenzk- ir kristniboðar færu nokkuð aftur til Eþíópíu. En ástandið í landinu hefur breytzt nokkuð til batnaðar. Nú er friður í Ógadeneyðimörk, og herstjórnin virðist ætla að leggja allt kapp á að bæla niður alla and- stöðu norður í Erítreu, með hjálp Rússa og Kúbumanna. Hann læsir eða lýkur upp Ófriðarins í Erítreu mun lítið gæta annars staðar í Eþíópíu og að sjálfsögðu sízt í fjarlægustu fylkjunum, t.d. suður í Gamu Gofa, þar sem Konsó er. Hins vegar veit enginn, hve lengi vottar Krists hafa frjálsar hendur til starfa í Eþíópíu. Það er, í dýpst- um skilningi, á valdi hans, sem um er sagt, að hann „lýkur upp, svo að enginn læsir, og læsir, svo að enginn lýkur upp“ (Opinb. 3,7). Rétt áður en fregnir bárust um, að talið væri óhætt, að kristniboða- fjölskyldur færu aftur til Eþíópíu, var þess farið á leit við Ingibjörgu Ingvarsdóttur, að hún segði nokk- ur orð við lesendur Bjarma. Þau hjónin hafa átt heima „á móti sól“ í Fossvogi í Reykjavík,frá því þau komu heim, svo að ætla má, að Bláfjöllin í austri og brosandi sól- in í suðri — þegar bros hennar sést — hafi oft seitt hugann suður í víð- áttur Eþíópíu. „Já, vissulega," segir Ingibjörg. „Því lengra, sem líður frá því við fórum frá Konsó, því oftar hverf- ur hugurinn þangað aftur og dvel- ur þar langtímum saman. Þá lít ég staðinn í huga mér, bjartan og fagran, fólkið, óhreint og fátækt, en samt vinalegt. Og ýms atvik rifjast upp, atvik, sem verma og uppörva." „Nú vil ég lika trúa” Ingibjörg rifjar upp áhrifamik- inn atburð, sem snart alla kristni- boðana á stöðinni á sínum tíma. „Mér er þetta ofarlega í minni. Það var fimmtudagskvöld. Ég stóð úti í dyragættinni og naut kvöld- Ingibjörg Ingvarsdóttir, kristniboði. svalans, þegar önnur hjúkrunar- konan kom gangandi frá sjúkra- skýlinu. Hún var þreytt og döpur á svip. Ég spurði, hvað um væri að vera, og sagði hún þá,að mikið hefði verið að gera á sjúkraskýlinu þennan dag, enda markaðsdagur. Og þegar þau voru að ganga frá og ætluðu að loka, kom hópur manna hlaupandi með börur. Á börunum lá tíu ára gamall dreng- ur. Hann hafði verið bitinn af slöngu nóttina áður.“ Drengurinn var leystur af bör- unum og lagður í eitt sjúkrarúmið. Hann fékk þá aðhlynningu og með- höndlun, sem við átti. En hann var nær dauða en lífi. „Eitrið virtist vera komið út í blóðið, svo að mannleg hjálp var einskis megnug. En Guð er alls megnugur. Og sem þau stóðu við sjúkrabeð þessa dauðvona drengs, hjúkrunarkonan og hjúkrunar- maðurinn Káte, hrópuðu þau til Guðs og báðu hann að líta í náð sinni til drengsins, gefa honum bata og gefa föður hans hann aft- ur, en hann stóð við gafl rúmsins, niðurlútur og örvilnaður af því, sem hafði gerzt.“ Kristniboðarnir íslenzku hafa jafnan bænastund á fimmtudags- kvöldum, og þetta kvöld var meðal annars beðið sérstaklega fyrir litla drengnum og föður hans. „Daginn eftir kom hjúkrunar- konan aftur stormandi niður veg- inn. Nú var hún mun hýrari á svip- inn en daginn áður. „Veiztu hvað?“ hrópaði hún, áður en hún komst alla leið til mín. „Enn gerast krafta- verk. Honum er farið að batna, litla drengnum, sem við héldum, að mundi deyja“.“ Og þetta voru orð að sönnu. Eftir nokkra daga var hann útskrifaður af sjúkraskýlinu, albata. Gleði kristniboðgmna var mikil. En það var annað, sem gladdi þá enn meira. Það voru orð föðurins. „Þegar faðir drengsins kom til að borga og þakka fyrir læknis- hjálpina, sagði hann — og andlitið Ijómaði: „Ég veit, að það voru ekki bara meðölin, sem þið gáfuð drengnum mínum, sem gerðu hann frískan. Ég heyrði fyrsta kvöldið, að þið báðuð þennan Jesúm um að lækna hann. Og nú vil ég líka trúa á hann og læra meira um hann.“ Hjarta okkar var fullt af þakk- læti til Drottins, þegar við horfð- um á eftir þessum hamingjusömu feðgum, sem héldu heim þennan dag.“ Lofsöngur í akri Talið berst að því, hvílk breyt- ing hafi orðið víða í Konsó fyrir áhrif _f agnaðarboðskaparins. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.