Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 13
Finnland er stundum kallað „þúsund vatna landið". Þar býr staðíöst og harðger þjóð. Miklar vakningar hafa sett svip ó kristnilíf í Finnlandi. hafa misst handlegg eða fót. Þeir hafa tómar augnatóttir. Andlit þeirra eru afskræmd af ljótum ör- um eða púðursvertu úr sprengju, sem hafði sprungið í námunda við þá. Annars eru samkomugestir ung- ir og hraustir, og þeir kunna vel þá list að hlusta. Það er ekki nein- um erfiðleikum bundið að komast í snertingu við þá. Með hinum ein- földustu orðum og á eðlilegan hátt er þeim sagt frá hinu mesta, sem til er, hjálpræðinu í Jesú Kristi, og þeir hlusta með gaumgæfni. „Taktu ákvörðun!" Predikuninni er lokið. Ég horfi á samkomugesti. Það liggur við, að ég ásaki sjálfan mig fyrir að hafa ekki talað af meiri eldmóði. Ég hafði rætt um nauðsyn þess að gjöra upp sakir við Guð. Við hvetjum menn til að vera algjörlega hljóðir í nokkrar mín- útur. Enginn segir neitt, enginn syngur, en þúsundir ungra manna sitja og hugsa. „Taktu ákvörðun! Þú veizt, hvað um er að ræða. Ekkert minna en að þú hættir að vera þinn eigin húsbóndi og látir Jesúm Krist ráða yfir lífi þínu. Ert þú fús til að hafna allri synd, sem þú veizt um, og helga Guði líf þitt, nú og um alla eilífð? Ef svo er, þá stattu upp og komdu hingað í hornið hægra megin við pallinn. Ef þú ákveður að koma, þá komdu, þó að allir aðrir sitji kyrrir. Og ef þú ert staðráðinn í að sitja kyrr, þá skaltu gera það, þó að allir aðrir standi upp. Hver og einn verður að fara eftir sannfæringu sinni.“ Kórinn stendur upp, og söngur- inn hefst. Ég sé hvar bæklaður maður á fremsta bekk þrífur hækj- umar sínar. Hann hefur misst annan fótinn í stríðinu. Nú staul- ast hann af stað á öðrum fæti og hækjunum sínum tveimur í áttina að króknum í stóra salnum til þess að gera upp við Guð og læknast á sálunni. Ungur maður, blindur, þreifar fyrir sér með höndunum til þess að finna fylgdarmann. Hann þarfn- ast hjálpar til að komast þangað, sem menn leita að friði. Síðan koma þeir úr öllum átt- um, án þess að lagt sé að þeim, einn og einn eða í litlum hópum. Þeim fjölgar smám saman, og loks eru þeir orðnir nokkuð á annað hundrað. Það er fullskipað í horninu við pallinn. Við reynum ekki að telja þá. Það er ekki heldur ljóst, hversu margir eru komnir til þess að fá að reyna undur endumýjunarinn- ar og öðlast kraft til þess að hafna einhverri ákveðinni synd. Guð verð- ur að taka þá alla að sér. En hingað eru þeir allir komnir, nokkur hundruð manns, sem eiga í innri baráttu. Hinir mörgu sam- verkamenn mínir gera það, sem þeir geta, til að ná tali af hverj- um og einum. Ég þakka Guði fyrir þessa menn. Þeir brenna af löng- un eftir að ávinna menn Guði til handa. Guð verður sjálfur að vinna verk sitt, ef þetta á að hafa varanlegt gildi. Við mennirnir fáum aðeins að vera með í verkinu og hjálpa til. Og fyrst og fremst þakka ég Guði, að hann lætur ekki einstakl- inginn hverfa í fjöldann. Hann hefur tíma til þess að taka að sér hvern og einn, þó að ég hafi ekki tíma til þess. Úr því að hann gat annazt um þrjú þúsund leitandi syndara á hvítasunnudag í Jerú- salem, getur hann tekið að sér jafnmörg hundruð í Sýningarsaln- um í Helsinki. Eldurinn tendraður. Það nálgast miðnætti, og sam- komunni er að ljúka. Um það leyti, sem ég ætla að fara af stað, kem- ur hópur nemenda frá sjúkrahúsi í borginni. Þetta eru hjúkrunar- nemar. Þær hafa nýlega allar beygt kné sín fyrir Guði, og tárin eftir baráttuna hafa ekki enn þá þom- að á vöngum þeirra. En umhyggj- an fyrir öðrum hefur þegar verið tendruð í hjörtum þeirra. „Gætuð þér ekki komið á hjúkr- unarkvennaheimilið og talað við nemendurna? Þar eru félagar okk- ar hundruðum saman, og það þarf að vinna þær fyrir Guð.“ „Ég skal sjá, hvort ég hef tíma til að koma. En ég set eitt skilyrði. Það er, að þið hjálpið mér, þegar ég kem, með því að ganga fram og vitna um það, sem þið hafið reynt.“ Þetta var eiginlega hörð krafa. Það voru nú ekki nema nokkrar mínútur síðan þær krupu við kross Krists og háðu hina miklu baráttu sína. Þær drógu við sig svarið and- artak, en aðeins andartak. Svo sögðu þær allar: „Við lofum að gera það.“ Guð var að vinna verk sitt. Æskan var tekin að vakna. Við förum inn í dómkirkjuna í 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.