Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 6
f 'N „Gamli skólinn" í Vatna- skógi. Mótið og námskeiðið í Vatnaskógi MÓT. Eins og getið var um í síðasta tölublaði ,,Bjarma“ verður almenna kristilega mótið í Vatnaskógi dagana 30. júní til 2. júlí, frá föstudegi til sunnudagskvölds. Til þess að létta störfin á Aðalskrifstofunni á Amtmannsstíg 2 B og allan undirbúning móts- ins er áríðandi, að þátttakendur fresti því ekki fram á síðustu stundu að tilkynna þátttöku og greiða þátttökugjaldið. Matar- og farmiðar verða afgreiddir til miðvikudags 28. júní. NÁMSKEIÐ. Gert er ráð fyrir, að biblíu- og kristniboðsnámskeiðið hefjist sunnudaginn 27. ágúst og því Ijúki sunnudaginn 3. sept. BIÐJUM um blessun Drottins á komandi sumri, bæði á daglegum bænastundum okkar sem einstaklingar og í samfélagshópum, sem hittast til bænar og lesturs Guðs orðs. Minnumst hvatningarorð- anna í Jes. 62,6-7. v._______________________________________________________________/ „Fyrir tæpum 30 árum var eng- inn í Konsó, sem þekkti nafn Jesú né söng því lof. En nú eru yfir sjö þúsundir manns skírðir til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Er þetta ekki stórkostlegt ? Það er sannkallað kraftaverk. Þetta mikla máttarverk Guðs í Konsó varð svo stórt fyrir mér eitt sinn, þegar ég var á leið á kvennafund ásamt biblíukonunni. Við þræddum mjóa stigu gegnum akrana í glampandi sólskini, og allt var svo kyrrt og hljótt. Það eina, sem rauf þögnina, var kvak fuglanna, skrjáfið í akrinum og söngur ungrar stúlku, sem var við vinnu sína á akrinum. Þessi unga stúlka söng um Jesúm, söng lofsöng um hann og hjálpræðis- verk hans. Og þá um leið steig lofsöngur minn upp til Guðs og þakklæti fyrir, að við íslendingar hlýddum kalli Guðs, þegar hann kallaði okkur til starfa fyrir sig meðal Konsómanna, svo að nú hljómar lofsöngurinn um Jesúm af vörum þeirra.“ Nú er nauðsyn að biðja Þó að enginn íslendingur sé í Konsó um þær mundir, sem spjall- að er við Ingibjörgu, er hún sann- færð um, að verkefni okkar þar sé ekki lokið. Það eru aðrir, sem starfa ötullega að framgangi guðs- ríkis, bæði Norðmenn og kristnir Konsómenn. Hlutverk okkar nú er að fórna, svo að við getum sent þeim fjárhagslega hjálp, og svo að biðja. Einmitt núna er mikilvægt að biðja, bæði fyrir Eþíópíu og fyrir fyrirhuguðu starfi í Kenýu. „Allt um það eru nóg verkefnin alls staðar. En verkamennimir eru fáir. „Uppskeran er mikil, biðjið því herra uppskerunnar að senda fleiri verkamenn til uppskeru sinnar“, sagði Jesús sjálfur. Hann sagði líka: „Ekki hafið þér útvalið mig, heldur hef eg útvalið yður, og eg hef sett yður, til þess að þér farið og berið ávöxt“. Við kom- umst ekki hjá því að heyra kall Drottins til fylgdar og þjónustu. En emm við fús til að hlýða kalli hans, hvað sem það kann að kosta, eða viljum við setja okkar skilyrði? Við eigum marga, góða kristniboðssöngva, þar sem segir td.: „Hér em eg, send mig, send mig“, eða: „Glaður vil ég vinna fyrir þig“. Það kostar auðmýkt að geta sungið slíka söngva af einlægni." Ingibjörg minnist þess, að hún tók undir þessa söngva með hrifn- ingu á yngri ámm, án þess þó, að þeir höfðuðu til hennar. Hún var viss um, að Guð mundi aldrei kalla hana til neins sérstaks hlutverks, hún hefði ekkert til þess að bera, enda hlyti að fylgja slikri köllun einhver yfirnáttúrleg reynsla. „En Guð notar mismunandi leið- ir til að kalla fólk, og kannski kall- ar hann einmitt á þann hátt, sem við sízt ætlum.“ Þegar kallið kom Sú varð einmitt reynsla þeirra hjónanna. Þau Ingibjörg og Jónas voru stödd á þingi Kristniboðssambands- ins í Vatnaskógi sumarið 1971. Þá var Skúli Svavarsson þar, nýkom- inn heim eftir fyrsta starfstíma- bilið í Eþíópíu. Hann lagði mikla áherzlu á, að mörg verkefni biðu óleyst úti á kristniboðsakrinum, af því að skortur væri á starfsmönn- um. Væri þörf á fleiri kristniboð- um. En hver vildi fara? „Við hrifumst af þessu, eins og eflaust allir aðrir. Við litum í kringum okkur og huguðum að, hverjir væru líklegir til að fara.“ En fæstir þeirra, sem þeim þótti koma til greina, mundu hafa haft tök á að fara strax. Þá hugkvæmd- ist þeim að beina spurningunni til sjálfra sín — og þau komust að raun um, að einmitt þau höfðu að- stöðu til að fara innan eins árs, auk þess sem þau höfðu tilskylda menntun til að starfa í Eþíópíu. Framh. á bls. 14. 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.