Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 11
En það er ekki rétt. Jesús hef- ur gefið okkur aðra fyrirmynd. Hann var sjálfur þjónn allra, og hann sagði við lærisveina sína: „Sérhver sá, er vill yðar á meðal vera fremstur, hann skal vera allra þræll." Þessi orð hefur Jesús sagt við alla fylgjendur sína, bæði karla og konur, og það er því engin ástæða til þess, að við konur skyldum ekki hlusta á þau. Það er rétt í augum Guðs að hjálpa öðrum og þjóna meðbræðrum, að svo miklu leyti sem við get- um. Láttu.þér því nægja þann heið- ur, sem í því er fólginn að vera heima, á meðan þar er fólk, sem þarfnast þín. NOTUM TÓMSTUNDIR En það koma einnig tímar í lífi húsmóður, þegar börnin og heimilið leggja ekki löghald á daginn í eins ríkum mæli og endranær. Börnin eiga áfram- haldandi að fá umhyggju og kær- leika, en samt eru tómstundir. Hvað er þá rétt að gera? Biblían hvetur okkur til þess að vera iðnar og starfsamar. Aðalhugsunin á bak við áminn- ingu Páls til ungra ekkna í 1. Tím. 5 er einnig sú, að þær eigi að nota daginn til þess að vinna góð og nytsöm störf. Því ræður köllun Guðs til hverr- ar einstakrar konu, hvers konar störf það eru. Engar kröfur eru um það, að það sé launað starf. Ef þú lítur aðeins í kringum þig, uppgötvar þú áreiðanlega fólk í nánasta umhverfi þínu, sem þarfnast þín. Aldraður maður, sem óskar félagsskapar og að- stoðar til þess að komast yfir dagleg störf; ung kona, sem hungrar eftir skilningi á vanda- Það eru forréttindi að íó að vera heima, sagði sunnlenzk húsmóðir fyrir nokkru. — Þessi kona viröist vera á sama móli, og börnin njóta þess. málum sínum; barn, sem þráir að fá að koma inn á notalegan stað. EFLING GUÐS RÍKIS Verkefnin í Guðs ríki eru einn- ig löng. í því efni verður andi Guðs að leiðbeina þér um, hvaða stöðu þú hefur. Ef til vill er ekk- ert kristilegt barnastarf þar sem þú átt heima. Er nokkur þar, sem safnar ungu fólki saman og tal- ar við það um það, sem stendur í Biblíunni? Ef til vill þarf kven- félagið þess með, að einhver taki ábyrgð á sig. Möguleikarnir eru margir. Guð getur einnig kallað giftar konur til þess að fara út í fasta vinnu. Hann hefur margar leiðir. En við berum ábyrgð á því, að við förum eftir boðum hans og gerum vilja hans, svo að við not- um líf okkar til þess að gera gott og þjóna öðrum í kærleika. Ég yrði hamingjusöm, ef ein- hverjir minntust heimilis míns sem staðar, þar sem þeir mættu skilningi, trú og hvíld, og ef starf mitt gæti leitt til þess, að einhverjir leituðu Krists og varð- veittust hjá honum. Þá hefðum við hlotið ríkuleg laun fyrir erf- iðið. Úr norska ritinu „Ut i all verden". Höfundur: Aud Kvalbein. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.