Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1978, Blaðsíða 8
Hirciirmn leitar hins týnda, Lúlt. 15,4. / * 'V* * LrOöi hirðinnn Jóh. 10,1-18. í Biblíunni er víða talað um hirða, enda gegndu þeir mjög mikilvægu hlutverki meðal ísraels- manna. Hirðarnir urðu að vera sterkir og traustir. Þeir urðu að bera um- hyggju fyrir hjörðinni, berjast við hætturnar, sem ógnuðu henni og vera fúsir að fórna sér. Hjörðin var falin þeim, og þeir áttu að leiða hana að beitilandi og vatnsbólum. Hjörðin var örugg í návist og fylgd hirðisins. Biblían notar hirðinn sem mynd, sem sýnir okkur, hvernig Guð er, — hvernig Jesús, góði hirðirinn, er. Sauðirnir tákna okkur menn- ina. Jesús sagði: „Ég er góði hirð- irinn, góði hirðirinn leggur líf sitt í sölumar fyrir sauðina." Góðum hirði er annt um sauð- ina. Hann berst við hætturnar og leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauð- ina, ef með þarf. Eins er Jesús. Hann lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur. Við lestur guðspjallanna kom- umst við að því, að Jesús kenndi í brjósti um það fólk, sem hann umgekkst, cg sýndi því meðaumk- un. En hann gerði meira en það. Líttu til krossins. Umhyggja og kærleikur Guðs kemur hvergi eins skýrt fram og á krossinum, þar sem Jesús gaf líf sitt vegna synda mannanna. Við erum oft minnt á það, að verkin segi meira en orðin. Jesús sýndi kærleika sinn í verki á krossinum. ,,En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum“ (Róm. 5,8). „Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann leggur líf sitt í sölurnar fyrir vini sína“ (Jóh. 15,13). Umhyggja og kærleikur Jesú birtist einnig í því, að hann leitar að hinu týnda og frelsar það, enda var hann til þess kominn. „Því að mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það“ (Lúk. 19,10). Góður hirðir gætir hjarðarinnar, og ef einhver sauð- anna villist og týnist, þá fer hann og leitar, þar til hann finnst. Sá, sem ekki á trúna á Jesúm, hefur villzt af leið. Hann er týnd- ur og glataður án hans. Hann á ekki góða hirðinn að, hann heyrir ekki raust hans og fylgir honum ekki. Jesús leitar allra slíkra. Hann vill taka þá að sér, fyrirgefa þeim syndirnar og leiða þá áfram. „Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka; ég mun halda þeim til haga eins og vera ber“ (Esek. 34,16). Það er meginhlutverk hirða að vaka yfir hjörðinni, varðveita hana og leiða hana að vatnsból- um og beitilöndum. Þannig er einn- ig góði hirðirinn gagnvart hjörð sinni. Hann vakir yfir henni og fylgist með henni. Hann varðveitir hana frá illum árásum Satans. Hann leiðir hana áfram og gefur henni lifandi vatn og fæðu, sem eyðist ekki, heldur varir til eilífs lífs. Þetta kemur einna skýrast fram í 23. sálmi Davíðs. Davíð hafði sjálfur verið hirðir og vissi, hvað það þýddi, þegar hann sagði: „Drottinn er minn hirðir.“ Lestu þennan sálm, þó svo þú hafir oft lesið hann og heyrt áður. Leyfðu honum að sýna þér, hvílík umhyggja og kærleikur Drottins er gagnvart þeim, sem hafa gert hann að hirði sínum. Þeir eru ör- uggir í skjóli hans, hvar sem þeir eru og hvað sem þeir gera. Góði hirðirinn þekkir sína. Hann veit allt um þeirra hagi og fylgist alltaf með þeim. Jesús sagði: „Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér, og ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldri að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni“ (Jóh. 10,27—28). Þeir, sem geta sagt: „Drottinn er minn hirðir," þeir heyra raust hans og fylgja honum. Þeir halda sig þar, sem sá er, sem lagði sjálf- an sig í sölurnar fyrir þá. Þeir hlusta á orð hans og byggja trú sína á þeim. Og þeir fylgja honum. Hvert sem 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.