Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 2
ií l!».í« íl. Í 1 »78/ Konsósöfnuöur 20 ára Og þeir syngja nýjan söng „Syngið Drottni nýjan söng, syngiö Drottni öll lönd! Syngiö Drottni, lofið nafn lians, Jcunn- gjöriö hjálpráö hans dag eftir dag. — Segið frá dýrö hans meöál heiöingjanna, frá dá- semdarverkum hans nveðal allra þjóöa.“ — Sálm. 96,1—3. Aldrei gleymi ég þeim degi og þeirri stundu, er ég sté fyrsta sinni á Konsó-grund. Það var heilög stund, og það var heilög jörð, sem ég steig á, — jörð þar sem Guð sjálfur var kominn og gekk um á meðal mannanna, í lærisveinum sínum, sem hann hafði gefið anda sinn. Drottinn hafði vitjað heiðingj- anna, þeirra, sem lifðu við hin yztu höf og við myrkur vanþekkingar og ótta. Nafnið JESÚS var farið að lifa á meðal þeirra, nafnið Jesús var farið að hljóma af vörum þeirra, nafnið Jesús var farið að sýna mátt sinn á meðal þeirra. — Jesús var farinn að lifa í hjörtum þeirra fyrir anda sinn. Ég minnist þess, þegar Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson fóru til Konsó, að faðir minn lét gera teppi, sem í var ofið nafnið Jesús, og þetta teppi, sem var vegg- teppi gaf hann þeim í kveðjuskyni. Ekkert annað var á teppinu en nafnið Jesús. Von hans var, að all- ir, sem kæmu inn á heimili Krist- ínar og Felixar, mættu sjá þetta nafn og læra að elska það. „Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur ann- að nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“ (Post. 4,12). Pabbi elskaði nafnið Jesús og þráði, að allir mættu eignast frelsi fyrir það. Fyrsta daginn okkar í Konsó hittum við Barrisja Germó, töfra- manninn fyrrverandi. Hann stóð fyrir framan okkur sem frelsað Guðs barn. Kristniboðarnir höfðu fært hon- um Jesúm. íslenskir kristniboðs- vinir höfðu sent honum Jesúm. Stundin var heilög. Barrisja var fyrsti frelsaði Konsómaðurinn, sem við hittum. Hann var sá fyrsti í Konsó, sem veitti fagnaðarerind- inu viðtöku, sem tók á móti Jesú inn í líf sitt, inn í hús sitt, inn í þorp sitt. Hann stóð fyrir framan okkur, glaður og fagnandi í Drottni Jesú, þakkandi honum fyrir nýtt líf. Hann tók á móti okkur eins og værum við bróðir og systir hans. Þetta voru eins og endurfundir, við vorum ekki framandi hvert fyrir öðru, við vorum systkin, meðlimir í sömu fjölskyldu, limir á sama líkama. „Því að fagnaðarerindið er kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim er trúir“ (Róm. 1,16). Þessi stund var heilög — og líð- ur mér aldrei úr minni. Ég féll fram í tilbeiðslu og lotningu fyrir honum, sem er „fær um að frelsa fallna og synduga menn.“ í hvert sinn, sem heiðingi snýr sér frá myrkri til ljóss, er heilög stund. Það er undur allra undra, þegar sál frelsast. Við urðum vitni að mörgum slíkum undrum í Konsó. Við horfðum á Guð vinna, við sáum kráft fagnaðarerindisins. Því- lík náð! Þvílíkt þakkarefni fyrir íslenzka kristni að eiga systursöfn- uð í Konsó! Þvílíkt þakkarefni áð mega styrkja þennan söfnuð á all- an þann hátt, sem Guð gefur okk- ur tækifæri til! Höfum við þakkað þessa náð og miskunn sem skyldi? í nóvember 1958 var söfnuður- inn í Konsó formlega stofnaður. Stofnmeðlimir voru sex talsins, þrír Eþíópar og þrír Islendingar. Margir fleiri Eþíópar áttu trúna á Drottin Jesúm, en á þeim tíma höfðu þeir ekki hlotið næga fræðslu til að vera teknir í hinn nýja söfn- uð. Þessir þrír eþíópsku stofnmeð- limir voru þeir Korra (tók nafnið Jóhannes), Adane og Dínbaró. Felix hafði skírt og fermt Korra og Adane, áður en hann yfirgaf Konsó, en Dínbaró var frá öðru héraði og vann í Konsó sem að- stoðarmaður á sjúkraskýlinu. ís- lendingarnir voru Ingunn Gísla- dóttir, Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjartsdóttir. Ekki löngu seinna var fyrsti hóp- urinn tekinn inn í söfnuðinn við skírn og fermingu. Þeir voru sjö talsins. Einn þeirra var Barrisja Húnde, presturinn, sem nú er stöðvarstjóri í Konsó. Á meðal þessara sjö voru einnig gömlu mennirnir okkar, þeir Kor- beido og Konsjúlla. Þeir voru líka hluti af frumgróðanum, á meðal Kirkjan í Konsó var vígð árið 1975. Safnaðarfólk þar syðra mun nú vera 7—8 þúsund manns. 2

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.