Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 14
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. GRENSÁSÚTIBÚ Hdaleitisbraut 58, sími 38754 Annast alla venjulega bankastarfsemi Á útisamkomu á sunnudeginum voru um 20 þúsund manns saman- komnir, þrátt fyrir óhagstætt veð- ur. Norska sjónvarpið sýndi mik- inn hluta þeirrar samkomu um kvöldið. Á samkomunni söng um 1500 manna kór undir stjórn Trond Andersen, biblíuskólakennara. Ætlunin var, að ég túlkaði mál Grahams inn á myndsegulband á þessari samkomu líka, auk sam- komanna í Stokkhólmi, en af því varð þó ekki vegna þess, að allar aðstæður voru mjög slæmar og upp- tökutækin ekki í lagi. Viðtökurnar í Svíþjóð voru allt aðrar. Þar bar ekki á neinum mót- mælaaðgerðum. Vísir og Þjóövilj- inn hér heima löptu að vísu upp einhverjar greinar úr slúðurdálk- um Expressen og Aftonbladet, þar sem sagt var, að einhver kona hefði kært Billy Graham fyrir barna- verndarnefnd og haldið því fram, að hann kæmi úr jafnvægi böm- um, sem þvinguð væru til að gera syndajátningar á samkomum hjá honum. Þarna er sannleikanum alveg snúið við. Engar þvinganir eða hótanir voru um hönd hafðar á samkomunum, hvorki gagnvart börnum né fullorðnum. Þungamiðja boðskaparins var kærleiki Guðs í Jesú Kristi, sem gaf sjálfan sig fyrir syndir okkar á krossinum á Golgata og reis upp okkur til rétt- lætingar. Um þetta hefði hver mað- ur getað sannfærzt á þessum fimm samkomukvöldum í Neskirkju, er sýnt var af myndsegulböndum það, sem fram fór á samkomunum. Opinber játning Billy Graham hefur það að vísu fyrir venju á öllum samkomum sínum að hvetja fólk til þess að ganga fram og gefa sig Jesú Kristi á vald með vitund og vilja og stað- festa þannig fermingarheit sitt, ef um lútherska menn er að ræða. Jesús leið opinberlega á krossi fyrir okkur. Við eigum að taka opinber- lega á móti honum og kannast við hann sem frelsara okkar. Á sam- komunum í Stokkhólmi gengu hundruð manna fram á þennan hátt og fengu leiðbeiningu í and- legum efnum hjá trúuðu fólki, sem hafði undirbúið sig sérstaklega til þess. Aðbúnaður til túlkunar var all- ur annar í Stokkhólmi en í Noregi, enda fóru samkomurnar allar fram innanhúss. Ég og norski túlkurinn höfðum hvor sinn klefa. Höfðum við heyrnartæki og lítið sjónvarps- tæki, þar sem við gátum fylgzt með öllu, sem fram fór. Þó var aðstaða sænska túlksins, sem stóð við hlið ræðumannsins allan tímann, mun betri. Við, sem vorum í klefum okkar; réðum á engan hátt ferðinni. Við urðum eftir beztu getu að reyna að fylgj- ast með ræðumanninum, sem tal- aði mjög hratt. Samkomurnar í Stokkhólmi fóru allar fram með svipuðum hætti. Um 1200 manna kór söng á sam- komunum. Evie Tornquist, norsk ættuð, amerísk, ung stúlka, söng einsöng á hverri samkomu og flutti stuttan vitnisburð um trú sína. Auk hennar söng þeldökk amerísk stúlka, Myrtle Hall, einsöng, svo og hinn þekkti einsöngvari, Beverley Shea, sem starfað hefur með Billy Graham frá upphafi. Þess má geta, að sænska sjón- varpið sjónvarpaði sérstakri guðs- þjónustu eða samkomu Billy Gra- hams kl. 9 á sunnudagsmorgun- inn. Fór hún fram með líkum hætti og kvöldsamkomurnar. Að öðru leyti verður ekki gerð tilraun hér til þess að lýsa nánar þessum samkomum. Margir trúaðir menn um heim allan biðja stöðug- lega fyrir starfi Billy Grahams og samstarfshóps hans. Framundan voru samkomur í Póllandi í tíu daga og þar á eftir í Singapore, svo að Billy Graham bjóst ekki við að koma heim fyrr en rétt fyrir jólin. Á meðan dagur er Billy Graham hefur fengið sér- staka köllun frá Guði á alvarleg- um tímum. Knúinn af kærleika Krists ann hann sér engrar hvíld- ar. Fagnarerindið um Jesúm Krist skal boðað um allan heim og tækn- in tekin í þjónustu þess, á meðan dagur er, áður en nóttin kemur og enginn getur unnið. Trúaðir menn á íslandi ættu einnig að taka þátt í að biðja fyrir þessu umfangsmikla starfi, ekki sízt eftir að hafa kynnzt því nán- ar, þótt ekki væri nema á sjón- varpsskermi. Biðjum einnig um, að blessunin af samkomunum í Nes- kirkju vari við og verði byrjun á endurlífgunar- og vakningartímum í íslenzkri kristni. G. Sj. BJARMI Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbl. í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson. Afgreiðsla Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 1.000. Gjalddagi 1. apríl. Prentað í Prentsm. Leiftri hf. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.