Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1978, Blaðsíða 12
„Maöurinn segir: Ég hefi streitzt, ó, Guö, ég hefi steitzt, ó, Guö, og er aö þrot- um kominn. Því aö ég er of heimskur til aö geta talizt maöur, og mannvit er eigi hjá mér“ (Orðskv. 30,1—2). Það má segja, að þessi orð eigi vel við það, sem átti sér stað hjá mér, þegar ég heyrði, að Jesús var að kalla á mig. Ég streittist, því að ég vildi virkilega eignast þessa trú á Krist, sem mér fannst þeir eiga, sem vitnuðu um hann. Mér fannst ég ekki eiga næga alvöru og einlægni, svo að ég reyndi að biðja meira og lesa til þess að auka þekkingu mína á Guði. Það var svo allt gott og blessað, en ég gerði mér ekki ljóst, að fyrir- gefning Guðs er ókeypis, en ekki til þess að uppbyggja syndara, sem vona á sjálfa sig. Ég hélt, að með bæn minni mundi Guð fást til að vera náðugur. En hjarta Guðs er fullt af kær- leika. Allt er tilbúið af hans hálfu. Hann bíður aðeins eftir því, að við komum og tökum við fyrirgefn- ingu hans. í spádómsbók Jesaja stendur: „Komið, kaupið korn og etið. Kom- ið, kaupið korn án silfurs og end- urgjaldslaust, bæði vín og mjólk“ (Jes. 55,1). Fyrirgefning Guðs okk- ur til handa er af náð. „En ef það er náð, þá er það ekki framar af verkum, annars verður náðin ekki framar náð“ (Róm. 11,6). Jesús er bezti vinur þeirra, sem leita til hans. Honum geta þeir treyst fyrir öllu, sem á bjátar, og skilningur hans á vandamálum er fullkominn. Hann þekkir jafnvel mennina betur en þeir þekkja sjálfa sig. Og það, sem mest er um vert, er það, að hann hefur dáið fyrir syndir okkar, vegna þess að við erum dýrmæt í hans augum. Fyrirgefning Guðs er leyndar- dómur, sem við náum aldrei að skilja fullkomlega. Aðstaða okkar frammi fyrir Guði er hræðileg, ef við höfum ekki tileinkað okkur náð Guðs. í 3. kafla Opinberunarbókarinnar stendur meðal annars: ,, . . . og veizt ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn." Þannig verkar Biblían eins og spegill, sem sýnir okkur óhrein- leika okkar, en um leið fáum við einnig að sjá þar dýrð Guðs, heilag- leika hans og kærleika. Láttu fyrirgefningu Guðs ekki fara fram hjá þér. Gerðu upp hug þinn, játaðu synd þína fyrir sjálf- um þér og fyrir Guði. Gefstu upp fyrir honum, því að Guð getur ekki hjálpað þeim, sem ætla að hjálpa sér sjálfir, því að þá höfum við stolið heiðrinum frá Kristi, gert hann að engu, en okkur sjálf svo stór. I Korintubréfi stendur: „Því að hver gefur þér yfirburði? Og hvað hefir þú, sem þú hefir ekki þegið?“ (I. Kor. 4,7). Sumir segjast ekki treysta sér til þess að gefast Guði fullkom- lega. Þeim finnst sumum þeir kosta of miklu til. Og það er satt, að eftirfylgdin getur krafizt fórna. Jesús leggur sjálfur mikla áherzlu á það. Hún krefst þess meðal ann- ars af manni að vera fús til að segja skilið við ranglætið og miða líf sitt fyrst og fremst við Jesúm og vera fús til að láta aðra vita, að við séum kristin. En gleymum því samt ekki, að þar sem Jesús krefst einhvers, þar gefur hann. Hann býður okkur samfélag við sig hér og um alla eilífð. Hvað, sem við þurfum að leggja í sölurnar, er smátt, borið saman við þá fórn, sem hann færði okkar vegna. „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér“ (Op. 3,20). Gerum ekki fórn Jesú að engu, heldur köstum okkur í náðardjúp hans. Bigríöur Hjartardóttir. VANGAVELTUR EDA VITNISBURÐUR Hugleiöingar í tilefni af atburö- um líöandi stundar, heimspeJcileg- ar vangaveltur um ástand í mann- heimi og kristindóm — það skortir ekki á slíkt nú um stundir. En trúaö, kristiö fólk saknar oft hins persónulega vitnisburöar í predik- un í söfnuöinum, og þá finnst þeim tómlegt og kalt í Jcirkjum og sam- komuhúsum. Brennandi hjörtu, æ, þau eru ekki mörg. En þaö eru konur og karlar meö slík brennandi hjörtu, sem hafa boriö uppi kristniboöiö, bœöi hér heima og meöal heiöinna þjóöa. BLESSUN GESTRISNINNAR Þaö, sem skapar vellíöan í huga gestsins, er ekki þaö, sem boriö er á boröiö, héldur þeir, sem sitja viö boröiö. Ef viö myndum eftir þessu, reyndist okkur auöveldara að opna heimili okkar og þar meö öölast hlutdeild í blessun gestrisninnar. Þaö er sjaldan, aö notalegustu heimilin séu þau ríkmannlegustu. Beztu meömœlin eru ekki aö af- saka einfalda matargerö. Hún sýnir nefnilega. traust. Og traust er betra en rifjasteik. AFLEIÐING GUÐLEYSIS Frœgur, þýzkur lœknir hefur ný- lega sagt, aö ekki veröi fram hjá þeirri staöreynd komizt, aö skap- gerðarbrestir og taugaveiklun fœr- ist í aukana, aö sama skapi sem trúartilfinning fólks fari þverr- andi. BJÓÐ ÞEIM AÐ KOMA Einu sinni bauö ég félaga mín- um aö slást í för meö mér á kristi- lega samkomu. Ég var trúaöur, hann ekki. En félagi minn vildi ekki koma meö mér. Ég man, hvaö ég var vonsvikinn, þegar ég fór á samkomuna.. Nokkrum árum síöar tók hann trúna á Jesúm. Þá sagöi hann mér, aö þegar ég heföi boöiö sér forö- um aö koma meö sér á samkom- una, heföi hann fundiö í fyrsta sinn, aö Jesús kallaöi á sig. — Bjóö þeim aö koma meö þér! (Þýtt úr erlendum blöðum). 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.