Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1978, Page 1

Bjarmi - 01.12.1978, Page 1
Hann er ekhi einn Jólasaga eftir Petru Flagestad-Larssen — Gleðileg jól, mamma. Hann sveiflaði skíðastafnum, ýtti sér langan spöl og var horf- inn. — Það getur ekki verið, að hon- um sé alvara, sagði hún hátt og þungt. — Varla getur hann viljað okkur svo illt á heilögu jólakvöldi. — Hann ætti nú að vera orðinn fullorðinn, sagði maður hennar þurrlega. — Ef hann vill heldur vera uppi í þessum skála um helg- ina, þá hann um það. — Þú heldur kannski, að hann ætli að vera einn? En því er nú ekki að heilsa. Hann býst við stúlk- um. Hann vildi hafa dúk með sér — og kerti. Maðurinn brosti að reiði hennar og áhyggjum. Hún leit skjótt und- an og fór að sýsla með sitt. Hann lék ekki á hana. Það voru líka átök innra með lwnum þennan dag, þó að hann væri sallarólegur. Fyrir hádegi á aðfangadag. Það var svo margt, sem beið eftir hönd- um hennar. Jólastritið hafði staðið vikum saman. Til hvers var kona að streða, þegar sonur hennar laun- aði henni með því að hlaupast frá öllu saman? Hún fann allt í einu þreytu gagn- taka sig, þar sem hún gekk fram og aftur. Þetta voru hreint og beint ellimörk, þótt þau væru hvorugt hjónin komin yfir fimmtugt. ívar var beinn í baki, hárið var dökkt, og rólegur var hann eins og hann hafði alltaf verið. Sálarró hans hafði oft vakið með henni gremju. Nei, ekki gremju, ró hans dæmdi ótta hennar, dæmdi hann sem synd, sem vantrú gagnvart Guði. Hún þvingaði sig til að leggja frá sér það, sem hún hélt á, og settist hljóðlega á stól. ívar hafði tekið bókina aftur. Hann fann þá líka, að hann þarfnaðist hjálpar til að trúa. Hún andvarpaði til Guðs og hamdi ólmar hugsanir sínar, svo að þær beindust að Páli og Sílasi. ívar tók sér góðan tíma, las hægt, hvert versið af öðru: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn — og heimili þitt.“ Það voru síðustu orðin. Gleðiglóð bjó undir þakkargjörðinni, þegar hann spennti greipar yfir bókinni. Og Drottinn Jesús stóð stór og dýr- legur við órólegt hjarta hennar og beið þess að fá að koma inn, beið þess að hún áræddi að leggja soninn algjörlega í faðm hans að nýju. Hún gerði það með ótta: Hvað mundi Drottinn Jesús verða að nota til þess að stöðva Helga? Það hafði komið fyrir áður, að þver- úðarfullir menn höfðu verið stöðv- aðir á veginum. Páll! Hún vildi hrópa: — Forðaðu drengnum mín- um frá því, að nokkuð komi fyrir hann. Þá heyrði hún rólega rödd manns síns: — Hann er ekki einn á ferðum sínum. Þú ferð með honum. Þú ferð á undan. Það, sem gerist, verð- ur fyrst að fara um hendur þínar -- og þá skal það efla eilífa heill hans. — Þú finnur það líka á þér — að eitthvað kemur fyrir, sagði hún hrædd og svipti þau bæði allri ró, næstum því áður en bænin var hljóðnuð. Skíðaförin liggja eins og bláleit- ur lindi yfir víðáttuna og niður brekkurnar að Lómasæ. Þar hverf- ur hann. Reykur stígur upp, ró- lega og léttilega, úr pípu, sem teyg- ir sig dökk á lit upp úr fönninni. Ungur piltur liggur á rúminu inni í skálanum. Hann hefur hend- umar undir hnakkanum og hugs- ar. Það gerði strik í reikninginn, að Sveinn skyldi ekki koma. Nú er komið fram yfir hádegi, og þeir höfðu ákveðið að hittast um ellefu leytið. Stúlkurnar koma ekki. Innst inni hafði hann aldrei trúað þvi, að þeim væri alvara, þótt þær væm himinlifandi yfir fyrirætlunum hans fyrir viku. En Sveinn . . . Ef til vill hafði móðir hans farið að brynna músum og grátbeðið hann að vera heima. Tár eru hættuleg. Honum þótti sjálfum nóg um í dag, þegar móðir hans hafði sett niður jólamatinn handa honum og sneri sér skjótt undan, svo að hann sæi ekki, að hún táraðist. Vonandi hafði hugur fylgt máli, þegar Sveinn sagðist ætla að koma með? Ég átti hugmyndina, en við vomm ásáttir um, að í ár skyld- um við halda regluleg jól upp til fjalla, óralangt frá sálmasöngnum og kirkjuklukkunum. Við höfðum fengið nóg af því fyrir löngu, báðir. Nú gátu ,,góðu“ heimilin haldið jól í friði með gömlu aðferðinni. Nú losnuðu þau við gauraganginn í strákunum. Það hafði mikið verið reynt að þagga niður í þeim í fyrra og kvartað og kveinað yfir öllu ógeðinu í sjónvarpinu og útvarp- inu. Ef hann ýtti á hnappinn, svo að hann fékk tónlist, sem eitthvert vit var í, var alltaf einhver, sem dró niður styrkleikann, og svo gólu þau sálma og hringluðu í kirkju- klukkum. Það eru liðnar tvær stundir fram yfir hádegið, og dagsbirtan er að því komin að gefast upp. Hann sprettur á fætur og fer út. Nei, enginn sjáanlegur. Ekkert hljóð 1

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.